Björgvin Karl: Ekki úrslitin sem ég var að vonast eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2023 08:30 Björgvin Karl Guðmundsson náði bara tólfta sætinu á Rogue Invitational stórmótinu. Instagram/@bk_gudmundsson Íslenski CrossFit kappinn Björgvin Karl Guðmundsson endaði í tólfta sæti á Rogue Invitational stórmótinu sem fór fram í Texas um helgina. Björgvin viðurkennir það að þessi niðurstaða hafi vissulega verið vonbrigði fyrir sig. Hann var lengi inn á topp tíu í keppninni en datt niður í tólfa sætið á lokadeginum. Kanadamaðurinn Patrick Vellner vann mótið með 650 stig en heimsmeistarinn Jeffrey Adler varð annar með 640 stig. Þriðji varð Roman Khrennikov, fyrrum skjólstæðingur Snorra Baróns Jónssonar, en annar skjólstæðingur hans Ricky Gerrard varð fimmti. Björgvin Karl fékk 475 stig, hann var tíu stigum frá ellefta sætinu og 55 stigum frá því að komast inn á topp tíu listann. Björgvin gerði upp mótið sem stuttum pistli á samfélagsmiðlum. „Rogue Invitational mótið að baki. Ekki úrslitin sem ég var að vonast eftir en ég get samt tekið með mér fullt af góðum hlutum en líka hluti sem ég þar að laga eins og réttstöðulyftan,“ skrifaði Björgvin Karl og bætti við grátbrosandi broskarli. „Ef ég segi samt alveg eins og er þá er ég mjög ánægður með hvernig bakið mitt hélt. Þessi helgi var alvöru próf fyrir bakið. Ég ætla ekki að hafa þetta langt en ég get lofað ykkur því að ég verða mættur í líkamsræktarsalinn eftir nokkra daga til leggja meira á mig sem aldrei fyrr,“ skrifaði Björgvin. Hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli stærstan hluta ársins og þessi meiðsli háðu honum talsvert í undirbúningnum fyrir heimsleikana sem og á heimsleikunum sjálfum. „Ég vil þakka þjálfara mínum Jami Tikkanen fyrir hans endalausu vinnu, trú hans á mér og okkar frábæru vináttu. Þessi maður er goðsögn,“ skrifaði Björgvin en Jami Tikkanen þjálfar einnig Anníe Mist eins og hann hefur gert í miklu meira en áratug. „Ég vil líka þakka öllum sem komu til horfa og studdu við bakið á okkur þessa helgi. Ég veit að veðrið var ekki sem best en ég vona að þið hafið notið keppninnar,“ skrifaði Björgvin eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) CrossFit Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sjá meira
Björgvin viðurkennir það að þessi niðurstaða hafi vissulega verið vonbrigði fyrir sig. Hann var lengi inn á topp tíu í keppninni en datt niður í tólfa sætið á lokadeginum. Kanadamaðurinn Patrick Vellner vann mótið með 650 stig en heimsmeistarinn Jeffrey Adler varð annar með 640 stig. Þriðji varð Roman Khrennikov, fyrrum skjólstæðingur Snorra Baróns Jónssonar, en annar skjólstæðingur hans Ricky Gerrard varð fimmti. Björgvin Karl fékk 475 stig, hann var tíu stigum frá ellefta sætinu og 55 stigum frá því að komast inn á topp tíu listann. Björgvin gerði upp mótið sem stuttum pistli á samfélagsmiðlum. „Rogue Invitational mótið að baki. Ekki úrslitin sem ég var að vonast eftir en ég get samt tekið með mér fullt af góðum hlutum en líka hluti sem ég þar að laga eins og réttstöðulyftan,“ skrifaði Björgvin Karl og bætti við grátbrosandi broskarli. „Ef ég segi samt alveg eins og er þá er ég mjög ánægður með hvernig bakið mitt hélt. Þessi helgi var alvöru próf fyrir bakið. Ég ætla ekki að hafa þetta langt en ég get lofað ykkur því að ég verða mættur í líkamsræktarsalinn eftir nokkra daga til leggja meira á mig sem aldrei fyrr,“ skrifaði Björgvin. Hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli stærstan hluta ársins og þessi meiðsli háðu honum talsvert í undirbúningnum fyrir heimsleikana sem og á heimsleikunum sjálfum. „Ég vil þakka þjálfara mínum Jami Tikkanen fyrir hans endalausu vinnu, trú hans á mér og okkar frábæru vináttu. Þessi maður er goðsögn,“ skrifaði Björgvin en Jami Tikkanen þjálfar einnig Anníe Mist eins og hann hefur gert í miklu meira en áratug. „Ég vil líka þakka öllum sem komu til horfa og studdu við bakið á okkur þessa helgi. Ég veit að veðrið var ekki sem best en ég vona að þið hafið notið keppninnar,“ skrifaði Björgvin eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson)
CrossFit Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sjá meira