Síminn vandamál en unnið að lausn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. október 2023 15:33 Engar ráðstafanir vegna símanotkunar eru í gildi á hjúkrunarheimilum Hrafnistu eins og er, segir forstjóri Hrafnistu. Vísir/Egill Aðalsteinsson Forstjóri hjúkrunardeildar Hrafnistu segir að síminn sé nauðsynlegur í starfsemi stofnunarinnar en viðurkennir þó að of mikil símanotkun á vinnutíma sé vandamál og skerði þjónustu við íbúa. Unnið sé að lausn í málinu. Símanotkun starfsfólks hjúkrunarheimila hefur vakið athygli undanfarna daga í kjölfar þess að í ljós kom að starfsfólki hjúkrunarheimilanna Eir, Skjóli og Hömrum sé bannað að vera í símanum í vinnunni. Engar ráðstafanir eru þó í gildi á hjúkrunarheimilum Hrafnistu eins og er. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir forstjóri hjúkrunardeildar Hrafnistu í samtali við fréttastofu. Ekki klippt og skorið „Auðvitað er þetta ákveðið vandamál þegar maður gleymir sér í símanum en síminn er líka notaður hjá okkur sem tæki til fræðslu. Við vitum að þetta geti verið vandi að fólk er að gleyma sér í símanum. Við þurfum að ná tökum á því svo að það sé ekki að skerða þjónustu við okkar íbúa,“ segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri hjúkrunardeildar Hrafnistu. Hún tekur fram að ekki verði gengist í breytingar án samráðs við starfsfólk. „Við ætlum að vinna þetta í samvinnu við okkar starfsfólk. Þetta er ekkert klippt og skorið. Þetta er alveg flókið. Auðvitað viljum við að þetta skerði ekki þjónustu til íbúa. Einhvers staðar þurfum við að finna þennan milliveg. Það skiptir máli að við vinnum þetta með okkar starfsfólki.“ Tilraunir reynst vel María sagði einnig að Hrafnista hefði kannað það að banna síma áður, en að kórónuveirufaraldurinn hafi bundið snöggan endi á þá tilraunastarfsemi. Þó hafi sú tilraun gengið vel og að starfsmenn hafi almennt verið ánægðir. „Við þurfum að finna reglu sem virkar og gengur upp. Þess vegna skiptir máli að við séum að tala saman og gera þetta saman,“ sagði hún að lokum. Hjúkrunarheimili Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Símanotkun starfsfólks hjúkrunarheimila hefur vakið athygli undanfarna daga í kjölfar þess að í ljós kom að starfsfólki hjúkrunarheimilanna Eir, Skjóli og Hömrum sé bannað að vera í símanum í vinnunni. Engar ráðstafanir eru þó í gildi á hjúkrunarheimilum Hrafnistu eins og er. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir forstjóri hjúkrunardeildar Hrafnistu í samtali við fréttastofu. Ekki klippt og skorið „Auðvitað er þetta ákveðið vandamál þegar maður gleymir sér í símanum en síminn er líka notaður hjá okkur sem tæki til fræðslu. Við vitum að þetta geti verið vandi að fólk er að gleyma sér í símanum. Við þurfum að ná tökum á því svo að það sé ekki að skerða þjónustu við okkar íbúa,“ segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri hjúkrunardeildar Hrafnistu. Hún tekur fram að ekki verði gengist í breytingar án samráðs við starfsfólk. „Við ætlum að vinna þetta í samvinnu við okkar starfsfólk. Þetta er ekkert klippt og skorið. Þetta er alveg flókið. Auðvitað viljum við að þetta skerði ekki þjónustu til íbúa. Einhvers staðar þurfum við að finna þennan milliveg. Það skiptir máli að við vinnum þetta með okkar starfsfólki.“ Tilraunir reynst vel María sagði einnig að Hrafnista hefði kannað það að banna síma áður, en að kórónuveirufaraldurinn hafi bundið snöggan endi á þá tilraunastarfsemi. Þó hafi sú tilraun gengið vel og að starfsmenn hafi almennt verið ánægðir. „Við þurfum að finna reglu sem virkar og gengur upp. Þess vegna skiptir máli að við séum að tala saman og gera þetta saman,“ sagði hún að lokum.
Hjúkrunarheimili Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira