Leverkusen á toppinn eftir enn einn sigurinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2023 18:35 Leverkusen er á toppnum í Þýskalandi. EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Bayer Leverkusen er komið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Freiburg í dag. Þá gerðu Eintracht Frankfurt og Borussia Dortmund 3-3 jafntefli. Lærisveinar Xabi Alonso í Leverkusen hafa farið frábærlega af stað á tímabilinu og gátu með sigri náð toppsætinu á ný eftir að Þýskalandsmeistarar Bayern München settust í hásætið með 8-0 sigri á Darmstadt í gær, laugardag. Hinn bráðefnilegi Florian Wirtz kom Leverkusen yfir á 36. mínútu eftir undirbúning Jeremie Frimpong. Báðir leikmenn hafa verið frábærir hjá Leverkusen undanfarna mánuði og er talið næsta víst að stærstu lið Evrópu reyni að festa kaup á þeim fyrr en síðar. Aðeins var eitt mark skorað í fyrri hálfleik en það voru heimamenn í Leverkusen sem skoruðu annað mark leiksins eftir rétt rúma klukkustund, eða raunar var það Noah Atubolu, markvörður Freiburg, sem fékk boltann í sig eftir að skot Jonas Hofmann fór í stöngina. Boltinn fór af Atubolu og í netið, staðan orðin 2-0 og úrslitin svo gott sem ráðin. Eða hvað? Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks minnkaði Manuel Gulde metin fyrir gestina eftir aukaspyrnu Vincenzo Grifo. Nær komust gestirnir ekki og Leverkusen vann dýrmætan 2-1 sigur. 5 - Bayer 04 Leverkusen won their first five Bundesliga home games of a season for the first time in 20 years - previously only achieved in 1986-87 and 2003-04. Fortress. #B04SCF pic.twitter.com/FiAZ3vT8xn— OptaFranz (@OptaFranz) October 29, 2023 Í Frankfurt var Dortmund í heimsókn og var boðið til veislu. Omar Marmoush skoraði tvívegis fyrir Frankfurt áður en Marcel Sabitzer minnkaði muninn. Youssoufa Moukoko jafnaði metin en Fares Chaibi kom Frankfurt 3-2 yfir á 68. mínútu. Þegar átta mínútur voru til loka venjulegs leiktíma jafnaði Julian Brandt metin og þar við sat, lokatölur 3-3. Leverkusen er á toppi deildarinnar með 25 stig að loknum 9 leikjum. Dortmund er í 4. sæti með 21 stig, Frankfurt í 7. sæti með 14 og Freiburg sæti neðar með 13 stig. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Lærisveinar Xabi Alonso í Leverkusen hafa farið frábærlega af stað á tímabilinu og gátu með sigri náð toppsætinu á ný eftir að Þýskalandsmeistarar Bayern München settust í hásætið með 8-0 sigri á Darmstadt í gær, laugardag. Hinn bráðefnilegi Florian Wirtz kom Leverkusen yfir á 36. mínútu eftir undirbúning Jeremie Frimpong. Báðir leikmenn hafa verið frábærir hjá Leverkusen undanfarna mánuði og er talið næsta víst að stærstu lið Evrópu reyni að festa kaup á þeim fyrr en síðar. Aðeins var eitt mark skorað í fyrri hálfleik en það voru heimamenn í Leverkusen sem skoruðu annað mark leiksins eftir rétt rúma klukkustund, eða raunar var það Noah Atubolu, markvörður Freiburg, sem fékk boltann í sig eftir að skot Jonas Hofmann fór í stöngina. Boltinn fór af Atubolu og í netið, staðan orðin 2-0 og úrslitin svo gott sem ráðin. Eða hvað? Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks minnkaði Manuel Gulde metin fyrir gestina eftir aukaspyrnu Vincenzo Grifo. Nær komust gestirnir ekki og Leverkusen vann dýrmætan 2-1 sigur. 5 - Bayer 04 Leverkusen won their first five Bundesliga home games of a season for the first time in 20 years - previously only achieved in 1986-87 and 2003-04. Fortress. #B04SCF pic.twitter.com/FiAZ3vT8xn— OptaFranz (@OptaFranz) October 29, 2023 Í Frankfurt var Dortmund í heimsókn og var boðið til veislu. Omar Marmoush skoraði tvívegis fyrir Frankfurt áður en Marcel Sabitzer minnkaði muninn. Youssoufa Moukoko jafnaði metin en Fares Chaibi kom Frankfurt 3-2 yfir á 68. mínútu. Þegar átta mínútur voru til loka venjulegs leiktíma jafnaði Julian Brandt metin og þar við sat, lokatölur 3-3. Leverkusen er á toppi deildarinnar með 25 stig að loknum 9 leikjum. Dortmund er í 4. sæti með 21 stig, Frankfurt í 7. sæti með 14 og Freiburg sæti neðar með 13 stig.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira