Erlent

Fimm­tán skotnir í hrekkja­vöku­partíi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty/Olson

Að minnsta kosti fimmtán voru skotnir í hrekkjavökupartíi í borginni Chicago í Bandaríkjunum í nótt. Tveir særðust alvarlega. Árásarmaðurinn reyndi að flýja á tveimur jafnfljótum en var handtekinn skammt frá vettvangi.

Vitni segja að árásarmanninum hafi ekki verið hleypt inn í partíið og hafi hann því brugðist ókvæða við. Hann sneri aftur, lét hönd sína inn fyrir hurðarkarminn og byrjaði að skjóta.

Eins og fyrr segir særðust tveir alvarlega, 26 ára gömul kona sem var skotin í mjöðm og læri, og 48 ára gamall maður sem var skotinn í mjöðm og þrisvar í læri. Þá særðust sex konur á aldrinum 26 til 32 ára og níu karlmenn, frá 26 og upp í 52 ára.

Lögreglan í Chicago greinir frá því að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn skammt frá vettvangi. Á honum fannst byssan sem notuð var til verknaðarins. Guardian greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×