Hefur tálgað þúsundir jólasveina úr alaskavíði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. október 2023 20:16 Hrefna er við sýningarskápinn sinn þar sem má sjá jólasveinana og annað sem hún er að tálga. Allt mjög, mjög flott hjá henni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó það séu enn um tveir mánuðir til jóla þá situr handverkskona í Kópavogi ekki auðum höndum enda tálgar hún út jólasveina og málar þá eins og engin sé morgundagurinn fyrir jólin. Hún hefur tálgað mörg þúsund slíka sveina í gegnum árin. Hrefna Aradóttir, sem er frá Neskaupstað en býr í dag í Kópavogi er með fína aðstöðu heima hjá sér fyrir handverkið sitt en hún er ansi lunkinn með tálguhnífinn sinn við að útbúa allskonar fígúrur. Nú eru það jólasveinarnir, sem eiga hug hennar allan en þá tálgar hún úr greinum af alaskavíði. „Ég er alltaf með blautan við, ég er með ferskan við, þannig að hann er blautur þegar ég vinn hann. Ég leyfi þessu að þorna, kannski 20 til 50 stykki, misjafnt og svo tek ég pásu og fer að mála. Það er kannski ein vika, sem ég er bara að mála, þá er ég ekki að tálga. Það er léttara fyrir hendurnar,” segir Hrefna. En hvað tekur það langan tíma að tálga einn jólasvein? „Það eru um þrír á klukkutíma. Það er svona það sem ég vil að sé ásættanlegt en um leið og þeir verða með miklum greinum í miklum hnútum í, þá er ég lengur.” Og þá á hún eftir að þurrka þá, lakka og svo mála, ásamt því að setja bönd í þá. „Þetta er heilmikil vinna en mjög skemmtileg,” segir Hrefna. Jólasveinarnir hennar Hrefnu hafa slegið í gegn enda hefur hún varla undan að tálga og mála þá áður en þeir fara inn á nýju heimilin sín hér heima eða í útlöndum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrefna segist útbúa jólasveina allt árið um kring þó það sé alltaf mjög mikið að gera í aðdraganda jóla. Hún segir erlenda ferðamenn mjög hrifna af sveinunum hennar enda um íslenskt handverk að ræða, sem er létt í ferðatöskur. „Ég veit af sveinunum út um allan heim, til dæmis í Kanada, Ástralíu, Noregi, Svíþjóð og Danmörku,” segir hún. Talar þú við jólasveinana þegar þú ert að búa þá til? „Nei, ég geri nú ekki mikið af því, nei, en þegar ég er að gera þá er ég alveg búin að ákveða sjálf hverja mér líkar við. Já, þessi verður flottur, þessi er allt í lagi, þessi er svona, þannig að ég er, já, þegar ég er búin að mála þá, þá eru þeir allir eins þó þeir séu ekki allir eins,” segir Hrefna og hlær. En er Hrefna ekki orðin leið á jólunum fyrst hún er alltaf að búa til jólasveina? „Nei, nei, mér finnast jólin mjög skemmtileg og ég væri alveg til í að hafa þau lengi.” En veit Hrefna hvað hún hefur tálgað marga jólasveina í gegnum árin? „Nei, þeir eru mörg þúsund, það veit ég,” segir hún og heldur áfram að tálga. Heimasíða Hrefnu Facebooksíða Hrefnu með jólasveinunum Kópavogur Jól Handverk Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Hrefna Aradóttir, sem er frá Neskaupstað en býr í dag í Kópavogi er með fína aðstöðu heima hjá sér fyrir handverkið sitt en hún er ansi lunkinn með tálguhnífinn sinn við að útbúa allskonar fígúrur. Nú eru það jólasveinarnir, sem eiga hug hennar allan en þá tálgar hún úr greinum af alaskavíði. „Ég er alltaf með blautan við, ég er með ferskan við, þannig að hann er blautur þegar ég vinn hann. Ég leyfi þessu að þorna, kannski 20 til 50 stykki, misjafnt og svo tek ég pásu og fer að mála. Það er kannski ein vika, sem ég er bara að mála, þá er ég ekki að tálga. Það er léttara fyrir hendurnar,” segir Hrefna. En hvað tekur það langan tíma að tálga einn jólasvein? „Það eru um þrír á klukkutíma. Það er svona það sem ég vil að sé ásættanlegt en um leið og þeir verða með miklum greinum í miklum hnútum í, þá er ég lengur.” Og þá á hún eftir að þurrka þá, lakka og svo mála, ásamt því að setja bönd í þá. „Þetta er heilmikil vinna en mjög skemmtileg,” segir Hrefna. Jólasveinarnir hennar Hrefnu hafa slegið í gegn enda hefur hún varla undan að tálga og mála þá áður en þeir fara inn á nýju heimilin sín hér heima eða í útlöndum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrefna segist útbúa jólasveina allt árið um kring þó það sé alltaf mjög mikið að gera í aðdraganda jóla. Hún segir erlenda ferðamenn mjög hrifna af sveinunum hennar enda um íslenskt handverk að ræða, sem er létt í ferðatöskur. „Ég veit af sveinunum út um allan heim, til dæmis í Kanada, Ástralíu, Noregi, Svíþjóð og Danmörku,” segir hún. Talar þú við jólasveinana þegar þú ert að búa þá til? „Nei, ég geri nú ekki mikið af því, nei, en þegar ég er að gera þá er ég alveg búin að ákveða sjálf hverja mér líkar við. Já, þessi verður flottur, þessi er allt í lagi, þessi er svona, þannig að ég er, já, þegar ég er búin að mála þá, þá eru þeir allir eins þó þeir séu ekki allir eins,” segir Hrefna og hlær. En er Hrefna ekki orðin leið á jólunum fyrst hún er alltaf að búa til jólasveina? „Nei, nei, mér finnast jólin mjög skemmtileg og ég væri alveg til í að hafa þau lengi.” En veit Hrefna hvað hún hefur tálgað marga jólasveina í gegnum árin? „Nei, þeir eru mörg þúsund, það veit ég,” segir hún og heldur áfram að tálga. Heimasíða Hrefnu Facebooksíða Hrefnu með jólasveinunum
Kópavogur Jól Handverk Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent