Toomey mætt aftur til keppni: Ég vona að ég fari ekki að gráta á keppnisgólfinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2023 09:01 Tia-Clair Toomey byrjaði á því að vinna fyrstu greinina í endurkomu sinni. @nobull Anníe Mist Þórisdóttir verður ekki með á Rogue Invitational CrossFit mótinu sem hófst í gær en þar sjáum við aftur á móti endurkomu hjá Tia-Clair Toomey. Endurkoman byrjar vel. Anníe Mist tilkynnti að hún væri farin í barneignarfrí og það má segja að hún skipti við Toomey sem er að koma úr slíku. Toomey vann sex heimsmeistaratitla í röð áður en hún fór í barneignarfrí og missti af síðasta heimsmeistaramóti. Toomey sýndi strax styrk sinn með því að vinna fyrstu grein mótsins eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Toomey eignaðist dótturina Willow 9. maí síðastliðinn en er nú mætt aftur í keppni fimm mánuðum síðar. Nobull tók viðtal við Toomey í tilefni af tímamótunum og það var augljóst að móðurhormónin voru enn á miklu flugi hjá henni. „Ástæðan fyrir því að ég er mætt aftur á keppnisgólfið er að sanna fyrir sjálfri mér að ég geti gert þetta,“ sagði Toomey en komst ekki lengra því tárin fóru að renna. „Ég vil ekki bara sanna mig fyrir sjálfri mér en ég vil líka sýna Willow hvað er mögulegt. Ég vil sjá hvað ég get gert,“ sagði Toomey grátklökk. „Að vera mamma er líka að sýna börnunum hvað er mögulegt. Ég tel að ég sýni það að ég er sönn mamma með því að fara aftur út á keppnisgólfið sem og með að reyna á mörkin á hverjum degi,“ sagði Toomey. „Það mun sýna henni hvað hún getur gert. Ég vona að ég fari ekki að gráta á keppnisgólfinu,“ sagði Toomey en viðtalið er hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by NOBULL (@nobull) CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Anníe Mist tilkynnti að hún væri farin í barneignarfrí og það má segja að hún skipti við Toomey sem er að koma úr slíku. Toomey vann sex heimsmeistaratitla í röð áður en hún fór í barneignarfrí og missti af síðasta heimsmeistaramóti. Toomey sýndi strax styrk sinn með því að vinna fyrstu grein mótsins eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Toomey eignaðist dótturina Willow 9. maí síðastliðinn en er nú mætt aftur í keppni fimm mánuðum síðar. Nobull tók viðtal við Toomey í tilefni af tímamótunum og það var augljóst að móðurhormónin voru enn á miklu flugi hjá henni. „Ástæðan fyrir því að ég er mætt aftur á keppnisgólfið er að sanna fyrir sjálfri mér að ég geti gert þetta,“ sagði Toomey en komst ekki lengra því tárin fóru að renna. „Ég vil ekki bara sanna mig fyrir sjálfri mér en ég vil líka sýna Willow hvað er mögulegt. Ég vil sjá hvað ég get gert,“ sagði Toomey grátklökk. „Að vera mamma er líka að sýna börnunum hvað er mögulegt. Ég tel að ég sýni það að ég er sönn mamma með því að fara aftur út á keppnisgólfið sem og með að reyna á mörkin á hverjum degi,“ sagði Toomey. „Það mun sýna henni hvað hún getur gert. Ég vona að ég fari ekki að gráta á keppnisgólfinu,“ sagði Toomey en viðtalið er hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by NOBULL (@nobull)
CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira