Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Breiðablik 115-85 | Öruggur fyrsti sigur Grindvíkinga Siggeir Ævarsson skrifar 26. október 2023 22:21 Dedrick Basile skoraði 33 stig í kvöld og bætti við níu fráköstum Vísir/Anton Brink Grindavík vann öruggan 30 stiga sigur er liðið tók á móti Breiðablik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 115-85 og fyrsti sigur Grindvíkinga á tímabilinu í hús, en Blikar eru enn án sigurs. Blikar byrjuðu leikinn ágætlega eins og svo oft í vetur og staðan 26-25. En eins og svo oft áður var varnarleikur Breiðabliks ekki til útflutnings og Grindvíkingar skoruðu grimmt á þá, hvort sem það var á hálfum velli eða eftir einn af þeim 26 boltum sem Blikar töpuðu í kvöld. Grindavík skoraði 33 stig í 2. leikhluta þar sem staðan fór úr 30-35 í 47-35 á rúmum tveimur mínútum og þá var þessi leikur eiginlega bara búinn. Grindvíkingar héldu áfram að byggja ofan á forskotið og gátu leyft sér að rótera vel en enginn spilaði yfir 30 mínútur hjá Grindavík í kvöld. Sterkur sigur hjá Grindavík sem voru án Kristófers Breka Gylfasonar í kvöld og þá fór Ólafur Ólafsson meiddur út af eftir tæpar 15 mínútur. Af hverju vann Grindavík? Þetta var sannkallaður skyldusigur fyrir Grindavík, sem fékk gott framlag úr öllum áttum og náðu að koma mörgum leikmönnum í takt. Eftir smá hikst í byrjun tóku þeir öll völd á vellinum og sigurinn aldrei í hættu. Hverjir stóðu upp úr? Dedrick Basile var frábær í kvöld og gerði bara nákvæmlega það sem honum sýndist. 33 stig og níu fráköst. DeAndre Kane átti fantagóðar 20 mínútur og skilaði 19 stigum. Mikil gæði þar á ferðinni en ef Kane ætlar á körfuna þá kemst hann á körfuna. Keith Jordan fór mikinn í fyrri hálfleik fyrir Blika og gekk Grindvíkingum illa að stöðva leið hans upp að körfunni. Hann skoraði 22 stig og var nálægt tvöfaldri skammartvennu með níu tapaða bolta. Hvað gekk illa? Blikum gekk illa að halda í boltann í kvöld. Töpuðu 26 slíkum og Grindvíkingar brenndu þá oft með hraða, þá sérstaklega Basile. Hvað gerist næst? Næsta umferð hefst fimmtudaginn 2. nóvember. Þá sækja Grindvíkingar granna sína í Njarðvík heim og Blikarnir fá Stólana í heimsókn. Jóhann Þór: „Fullt af jákvæðum punktum og góður sigur“ Jóhann er kominn á flugVísir/Anton Brink Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, samsinnti því að það væri ákveðinn léttir að landa loksins fyrsta sigrinum þetta haustið. „Já já, þetta er meira gaman heldur en hitt. En við erum að horfa í frammistöður og annað. Fyrir utan kannski fyrstu 8-12 mínúturnar er þetta jákvætt framhald frá föstudeginum og einhvern veginn bara allt í rétta átt.“ Byrjun leiksins var nokkuð brösuleg hjá Grindvíkingum á báðum endum vallarins. Jóhann sagði að liðið væri ekki alveg komið á þann stað sem hann vildi, þá sérstaklega skipulagið sóknarlega, enda gengið illa hjá Grindvíkingum að mæta með fullmannað lið til leiks í upphafi móts. „Aðallega sóknarlega. Mortensen að spila sinn fyrsta leik og þetta var svolítið augljóst. Menn voru að reyna að koma honum af stað og þetta var flatt í rauninni. Varnarlega vantaði allan talanda og alla orku. En það kom þarna í byrjun 2. leikhluta og eftir það var þetta bara glæsilegt.“ Dedrick Basile var frábær í leiknum og skoraði stig í öllum regnbogans litum. Hann virtist ekki síst njóta sín þegar hann var ekki að bera boltann upp. „Það er hægt að nota hann á ýmsa vegu, mjög góður leikmaður. Eins og þú sagðir þarna í byrjun þá eigum við eftir að finna takt, sérstaklega sóknarlega, það á bara eftir að koma. Fullt af jákvæðum punktum og góður sigur.“ Ólafur Ólafsson fór meiddur af velli eftir harða byltu. Jóhann hafði þó ekki miklar áhyggjur af bróður sínum. Ef þetta hefði verið leikur í úrslitakeppninni hefði hann sennilega skipt honum inn á aftur. „Þetta var mjöðmin á honum eða mjóbakið. Þetta eru bara einhverjir marblettir, hann verður klár eftir helgi.“ DeAndre Kane: „Við ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn“ DeAndre Kane var léttur eftir leikinn í kvöldVísir / Anton Brink DeAndre Kane hefur verið á flestra vörum í upphafi tímabils. Hann átti góðan leik í kvöld en við byrjuðum viðtalið á klassískri spurningu sem tengist körfubolta ekki neitt: How do you like Iceland? „Ísland er yndislegt. Ég er að venjast veðrinu og náttúrunni, jarðskjálftunum! Þetta er notalegt land og ég er ánægður að vera hérna.“ Hversu mikilvægt var að landa þessu fyrsta sigri? „Það er alltaf gott að ná í fyrsta sigurinn. Síðustu tveir leikir voru jafnir og við börðumst hart. Við héldum að við værum með sigurinn í höndunum en það vantaði örlítið upp á. Í dag fannst mér við koma svolítið flatir inn í fyrsta leikhluta en svo fór þetta allt í rétta átt í öðrum leikhluta og þriðja og við afgreiddum leikinn þar.“ Liðsfélagar Kane bera honum vel söguna og Kane segir að andinn í hópnum sé frábær. „Þetta hefur verið mjög gott hingað til. Liðsfélagar mínir eru frábærir og hafa tekið vel á móti mér. Tóku á móti mér eins og bróður þeirra og mér líður vel í Grindavík.“ Kane virtist mögulega ekki vera í leikformi í fyrstu leikjum Grindavíkur en hann fékk ítrekaðað krampa í sínum fyrsta leik. Hann gerði þó lítið úr því og sagðist vera í fantaformi. „Ég er í toppstandi! Kramparnir komu örugglega vegna þess að ég var ekki búinn að drekka nóg vatn. Í dag fann ég ekki fyrir neinu. Ég er kannski ennþá aðeins að venjast Íslandi, veðrinu og tímamismuninum, en ég held að ég verði bara betri og betri eftir því sem líður á tímabilið.“ Hversu langt getur þetta Grindavíkurlið náð? „Við ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Það er lokatakmarkið okkar og það er það sem við höfum allir sagt frá fyrsta degi. En við tökum bara einn leik í einu. Í dag náðum við í fyrsta sigurinn og á mánudaginn mætum við á æfingu, tökum á því og vinnum okkur áfram þaðan.“ Subway-deild kvenna UMF Grindavík Breiðablik
Grindavík vann öruggan 30 stiga sigur er liðið tók á móti Breiðablik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 115-85 og fyrsti sigur Grindvíkinga á tímabilinu í hús, en Blikar eru enn án sigurs. Blikar byrjuðu leikinn ágætlega eins og svo oft í vetur og staðan 26-25. En eins og svo oft áður var varnarleikur Breiðabliks ekki til útflutnings og Grindvíkingar skoruðu grimmt á þá, hvort sem það var á hálfum velli eða eftir einn af þeim 26 boltum sem Blikar töpuðu í kvöld. Grindavík skoraði 33 stig í 2. leikhluta þar sem staðan fór úr 30-35 í 47-35 á rúmum tveimur mínútum og þá var þessi leikur eiginlega bara búinn. Grindvíkingar héldu áfram að byggja ofan á forskotið og gátu leyft sér að rótera vel en enginn spilaði yfir 30 mínútur hjá Grindavík í kvöld. Sterkur sigur hjá Grindavík sem voru án Kristófers Breka Gylfasonar í kvöld og þá fór Ólafur Ólafsson meiddur út af eftir tæpar 15 mínútur. Af hverju vann Grindavík? Þetta var sannkallaður skyldusigur fyrir Grindavík, sem fékk gott framlag úr öllum áttum og náðu að koma mörgum leikmönnum í takt. Eftir smá hikst í byrjun tóku þeir öll völd á vellinum og sigurinn aldrei í hættu. Hverjir stóðu upp úr? Dedrick Basile var frábær í kvöld og gerði bara nákvæmlega það sem honum sýndist. 33 stig og níu fráköst. DeAndre Kane átti fantagóðar 20 mínútur og skilaði 19 stigum. Mikil gæði þar á ferðinni en ef Kane ætlar á körfuna þá kemst hann á körfuna. Keith Jordan fór mikinn í fyrri hálfleik fyrir Blika og gekk Grindvíkingum illa að stöðva leið hans upp að körfunni. Hann skoraði 22 stig og var nálægt tvöfaldri skammartvennu með níu tapaða bolta. Hvað gekk illa? Blikum gekk illa að halda í boltann í kvöld. Töpuðu 26 slíkum og Grindvíkingar brenndu þá oft með hraða, þá sérstaklega Basile. Hvað gerist næst? Næsta umferð hefst fimmtudaginn 2. nóvember. Þá sækja Grindvíkingar granna sína í Njarðvík heim og Blikarnir fá Stólana í heimsókn. Jóhann Þór: „Fullt af jákvæðum punktum og góður sigur“ Jóhann er kominn á flugVísir/Anton Brink Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, samsinnti því að það væri ákveðinn léttir að landa loksins fyrsta sigrinum þetta haustið. „Já já, þetta er meira gaman heldur en hitt. En við erum að horfa í frammistöður og annað. Fyrir utan kannski fyrstu 8-12 mínúturnar er þetta jákvætt framhald frá föstudeginum og einhvern veginn bara allt í rétta átt.“ Byrjun leiksins var nokkuð brösuleg hjá Grindvíkingum á báðum endum vallarins. Jóhann sagði að liðið væri ekki alveg komið á þann stað sem hann vildi, þá sérstaklega skipulagið sóknarlega, enda gengið illa hjá Grindvíkingum að mæta með fullmannað lið til leiks í upphafi móts. „Aðallega sóknarlega. Mortensen að spila sinn fyrsta leik og þetta var svolítið augljóst. Menn voru að reyna að koma honum af stað og þetta var flatt í rauninni. Varnarlega vantaði allan talanda og alla orku. En það kom þarna í byrjun 2. leikhluta og eftir það var þetta bara glæsilegt.“ Dedrick Basile var frábær í leiknum og skoraði stig í öllum regnbogans litum. Hann virtist ekki síst njóta sín þegar hann var ekki að bera boltann upp. „Það er hægt að nota hann á ýmsa vegu, mjög góður leikmaður. Eins og þú sagðir þarna í byrjun þá eigum við eftir að finna takt, sérstaklega sóknarlega, það á bara eftir að koma. Fullt af jákvæðum punktum og góður sigur.“ Ólafur Ólafsson fór meiddur af velli eftir harða byltu. Jóhann hafði þó ekki miklar áhyggjur af bróður sínum. Ef þetta hefði verið leikur í úrslitakeppninni hefði hann sennilega skipt honum inn á aftur. „Þetta var mjöðmin á honum eða mjóbakið. Þetta eru bara einhverjir marblettir, hann verður klár eftir helgi.“ DeAndre Kane: „Við ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn“ DeAndre Kane var léttur eftir leikinn í kvöldVísir / Anton Brink DeAndre Kane hefur verið á flestra vörum í upphafi tímabils. Hann átti góðan leik í kvöld en við byrjuðum viðtalið á klassískri spurningu sem tengist körfubolta ekki neitt: How do you like Iceland? „Ísland er yndislegt. Ég er að venjast veðrinu og náttúrunni, jarðskjálftunum! Þetta er notalegt land og ég er ánægður að vera hérna.“ Hversu mikilvægt var að landa þessu fyrsta sigri? „Það er alltaf gott að ná í fyrsta sigurinn. Síðustu tveir leikir voru jafnir og við börðumst hart. Við héldum að við værum með sigurinn í höndunum en það vantaði örlítið upp á. Í dag fannst mér við koma svolítið flatir inn í fyrsta leikhluta en svo fór þetta allt í rétta átt í öðrum leikhluta og þriðja og við afgreiddum leikinn þar.“ Liðsfélagar Kane bera honum vel söguna og Kane segir að andinn í hópnum sé frábær. „Þetta hefur verið mjög gott hingað til. Liðsfélagar mínir eru frábærir og hafa tekið vel á móti mér. Tóku á móti mér eins og bróður þeirra og mér líður vel í Grindavík.“ Kane virtist mögulega ekki vera í leikformi í fyrstu leikjum Grindavíkur en hann fékk ítrekaðað krampa í sínum fyrsta leik. Hann gerði þó lítið úr því og sagðist vera í fantaformi. „Ég er í toppstandi! Kramparnir komu örugglega vegna þess að ég var ekki búinn að drekka nóg vatn. Í dag fann ég ekki fyrir neinu. Ég er kannski ennþá aðeins að venjast Íslandi, veðrinu og tímamismuninum, en ég held að ég verði bara betri og betri eftir því sem líður á tímabilið.“ Hversu langt getur þetta Grindavíkurlið náð? „Við ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Það er lokatakmarkið okkar og það er það sem við höfum allir sagt frá fyrsta degi. En við tökum bara einn leik í einu. Í dag náðum við í fyrsta sigurinn og á mánudaginn mætum við á æfingu, tökum á því og vinnum okkur áfram þaðan.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti