Lokaði erfiðum átján ára hring með heimsókn í Útvarpshúsið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2023 16:49 Auðun Georg sér fram á bjartari tíma og vonar til þess að frásögn hans verði til þess að hjálpa einhverjum eða verða til góðs. Auðun Georg Ólafsson, sem ráðinn var fréttastjóri á RÚV árið 2005 og gegndi starfinu í einn dag, þáði boð útvarpsstjóra að kíkja í heimsókn í Útvarpshúsið í Efstaleiti í morgun. Hús sem hefur vakið hjá honum óþægilegar tilfinningar eftir mikið fjölmiðlafár í tengslum við ráðningu hans á sínum tíma. Hann er þakklátur fyrir boðið og að geta nú lokað málinu sem reyndist honum svo erfitt. Auðun tjáði sig í fyrsta skipti í átján ár um erfiðleikana sem fylgdu ráðningunni í viðtali við Heimildina á dögunum. Mikill styr var um ráðninguna meðal fréttamanna sem töldu Auðun pólitískt handbendi. Eftir hörð mótmæli fréttamanna hjá RÚV og hótanir hætti hann við að skrifa undir ráðningarsamning. Auðun lýsti því í viðtalinu við Heimildina að hafa upplifað mikla útskúfun á sínum tíma og glímt við geðræn veikindi. Hann hafi íhugað að valda sér skaða vegna málsins og sætt hótunum þegar hann velti fyrir sér að afþakka boð um starfið. Uppfyllti hæfniskröfur líkt og aðrir umsækjendur Tíu sóttu um starfið sem varð laust þegar Kári Jónasson hætti eftir tuttugu ára starf og tók við sem ritstjóri Fréttablaðsins. Auk Auðuns Georgs voru Arnar Páll Hauksson fréttamaður, Óðinn Jónsson fréttamaður, Kristín Þorsteinsdóttir fréttamaður og Pálmi Jónasson fréttamaður á meðal umsækjenda sem voru alls tíu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í útvarpsráði lögðu til að Auðun Georg yrði ráðinn fréttastjóri. Aðrir fulltrúar í útvarpsráði sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Félag fréttamanna á RÚV gagnrýndi niðurstöðuna, sendi Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra bréf og vísuðu til þess að Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs, hefði mælt með fimm umsækjendum. Auðun Georg hefði ekki verið meðal þeirra. Jóhann Hauksson, dagskrárstjóri Rásar 2 og einn umsækjenda, sagði upp í mótmælaskyni. Í kjölfarið tilkynnti Markús Örn um ráðningu Auðuns Georgs í yfirlýsingu til fjölmiðla. Þar kom fram að Auðun líkt og hinir umsækjendurnir hefðu uppfyllt hæfniskröfur. Auðun Georg ætti að baki fjölbreytt nám og byggi yfir starfsreynslu sem myndi nýtast honum vel í starfi. Þarna var Auðun Georg 34 ára, hafði starfað á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar samhliða námi í sjö ár og gegnt fréttaritarastörfum í Kaupmannahöfn og Japan. Þá hefði hann sinnt dagskrárgerð hjá Íslenska útvarpsfélaginu. Hans síðasta starf fyrir ráðninguna til RÚV var sem markaðs- og svæðissölustjóri fyrirfyrirtækið í Asíu. Arnar Páll Hauksson sagði afgreiðslu málsins lítilsvirðingu fyrir fréttastofu RÚV, Óðinn Jónsson sagðist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með yfirstjórn og þá stjórnmálamenn sem ráðskast með RÚV og Jóhann Hauksson sagði um skrípaleik að ræða. Auðun Georg sagðist í viðtali við Fréttablaðið að fólk hefði rétt á sínum tilfinningum. Hann vildi láta verkin tala og sýna sig og sanna. Hann sagðist hlakka til að takast á við verkefnið. Fullyrt að Auðun Georg væri handbendi stjórnmálaafla Í hönd fór mikil umræða í samfélaginu um að Auðun Georg hefði verið ráðinn vegna pólitískra tengsla sinna. Fullyrðingar um að hann væri handbendi stjórnmálaafla sem vildu hafa traustan mann í lykilstöðu á fréttastofunni. Umræða í samfélaginu var gríðarleg og margt ritað sem rætt. Alþjóðasamtök blaðamanna lýstu yfir fullum stuðningi við fréttamenn RÚV og starfsmenn RÚV lýstu yfir vantrausti á Markús Örn útvarpsstjóra. Broddi Broddason, fréttamaður RÚV, sagði hvorki fréttamenn né aðra starfsmenn RÚV myndu líta á Auðun Georg sem fréttastjóra þó hann kæmi til starfa. Þetta sagði Broddi í lok mars, daginn áður en Auðun Georg mætti sinn fyrsta dag til vinnu. Svo fór að Auðun Georg hætti við að taka við starfinu á fyrsta degi. Ástæðan var ekki síst umtalað viðtal sem Ingimar Karl Helgason, fréttamaður RÚV, tók við hann á fyrsta degi. Viðtalið umtalaða sem Ingimark Karl Helgason, fréttamaður útvarps hjá RÚV, tók við Auðun Georg á fyrsta degi. „Í viðtali sem ég veitti fréttamanni Ríkisútvarpsins í dag í tilefni af því að ég hæfi störf var með lævíslegum hætti reynt að koma mér í vandræði. Það tókst, þar sem ég vildi ekki rjúfa trúnað. En fréttamaðurinn var ekki hlutlaus, hann var málsaðili, og honum tókst ekki að gera greinarmun þar á,“ sagði Auðun Georg í yfirlýsingu sinni. Markús Örn útvarpsstjóri var hneykslaður á fjölmiðlaumfjöllun um málið. „Ég segi það sem mína skoðun og hef nú haft orð á því í útvarpinu að það er furðu langt gengið í þessum fréttaflutningi og menn hafa notað sérhvert tækifæri sem þeir hafa. Þeir hafa mjög víðtækt umboð, fréttamenn og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins, til að koma að málflutningi sem er hagstæður þeirra málstað í þessu, inni í fréttum, inni í hinum og þessum dagskrárhornum, bæði í sjónvarpi og útvarpi,“ sagði Markús Örn. Úr umfjöllun Fréttablaðsins þann 2. apríl. Tímarit.is Svo fór að Óðinn Jónsson var ráðinn fréttastjóri. Skildi reiði fréttamanna Síðan eru liðin heil átján ár. Auðun Georg hefur aldrei tjáð sig um málið í fjölmiðlum fyrr en hann opnaði sig upp á gátt í viðtali við Heimildina. Þar segir hann að vanlíðanin af völdum kvíða og ótta hafi orðið til þess að hann veiktist á geði fyrir 18 árum og að hann hefði í raun þurft að leggjast inn á spítala. Veikindin ágerðust og á gamlárskvöld, um níu mánuðum eftir að hann labbaði út úr Útvarpshúsinu í síðasta sinn, hrundi tilvera Auðuns Georgs. Gert var grín að uppákomunni í áramótaskaupi Ríkisútvarpsins. „Flöturinn á gríninu á minn kostnað í skaupinu er mín allra erfiðasta stund þegar sem mest gekk á. Ég hló fyrst þegar atriðið var að byrja og sá sem lék mig var hafður með Framsóknarmerkið í jakkanum. Það var mjög fyndið. En þegar leikarinn fer að gráta þá brast eitthvað innra með mér og gamla skömmin og niðurlægingin blossaði upp.“ Staðreyndin var sú að Auðun Georg hafði aldrei verið flokksbundinn neinum flokki eða tekið þátt í stjórnmálastarfi. Hann segist í viðtali við Heimildina hafa skilið reiðina. „Einhver náungi úti í bæ sem átti mögulega að vera tengdur Framsóknarflokknum var ráðinn, auðvitað risu þau upp. Ég hefði líka orðið brjálaður hefði ég verið í þeirra sporum. En ég fékk aldrei að tala um það við þau,“ segir Auðun Georg við Heimildina. Hann hafi í langan tíma skammast sín fyrir nafnið sitt eftir að tönnlast hafi verið á því í fjölmiðlum. Þá sagðist hann hafa ákveðið fyrir sinn fyrsta dag í starfi að ætla að afþakka starfið. Reiðibylgjan sem skall hafi skapað aðstæður sem hafi verið ómögulegt að stíga inn í. Þá hafi hann fengið skilaboð sem hann túlkaði sem hótun. Of seint væri að bakka út. Það myndi hafa eftirmála fyrir bæði hann og hans nánustu. Þau skilaboð hefðu borist símleiðis, úr heimi stjórnmálanna, en Auðun vildi ekki gefa upp frá hverjum. Herpingur í maganum Auðun Georg greinir frá því á Facebook-síðu sinni í dag að hann hafi heimsótt Útvarpshúsið í Efstaleiti í morgun. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hafi boðið honum í heimsókn. „Frá því í byrjun apríl árið 2005 hefur þetta hús vakið hjá mér óþægilegar tilfinningar,“ segir Auðun Georg. „Neita því ekki að það var örlítill herpingur í maganum og þurrkur í munni þegar ég gekk þarna upp tröppurnar en Stefán tók vel á móti mér í anddyrinu.“ Þeir hafi rölt um húsið, hitt starfsfólk og Stefán kynnt fyrir honum starfsemina. „Í leiðinni hitti ég marga gamla vini og kollega úr frétta- og dagskrárgerð sem sýndu mér mikla hlýju. Ég fékk að hitta Heiðar Örn, fréttastjóra, sem ræddi við mig um það sem hann er að fást við á hverjum degi. Heilsaði upp á Boga og það var góð stund sem ég mun varðveita.“ Þá hafi þeir hitti tæknimenn, skoðað stúdíóin, útvarpsmækana og Auðun fengið að nördast í útvarpsleikhúsinu. „Við Stefán ræddum það sem gerðist áður í þessu húsi og olli miklum sársauka, ekki bara hjá mér. Þótt þetta hafi verið löngu fyrir hans tíð þá sýndi hann mér mikinn velvilja og skilning sem ég er óendanlega þakklátur fyrir. Eftir í mér situr bara kærleikur í garð þessa húss og fólksins sem þar starfar og starfaði áður.“ Auðun Georg starfar í dag sem fréttastjóri á útvarpsstöðinni K100. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Sjá meira
Hann er þakklátur fyrir boðið og að geta nú lokað málinu sem reyndist honum svo erfitt. Auðun tjáði sig í fyrsta skipti í átján ár um erfiðleikana sem fylgdu ráðningunni í viðtali við Heimildina á dögunum. Mikill styr var um ráðninguna meðal fréttamanna sem töldu Auðun pólitískt handbendi. Eftir hörð mótmæli fréttamanna hjá RÚV og hótanir hætti hann við að skrifa undir ráðningarsamning. Auðun lýsti því í viðtalinu við Heimildina að hafa upplifað mikla útskúfun á sínum tíma og glímt við geðræn veikindi. Hann hafi íhugað að valda sér skaða vegna málsins og sætt hótunum þegar hann velti fyrir sér að afþakka boð um starfið. Uppfyllti hæfniskröfur líkt og aðrir umsækjendur Tíu sóttu um starfið sem varð laust þegar Kári Jónasson hætti eftir tuttugu ára starf og tók við sem ritstjóri Fréttablaðsins. Auk Auðuns Georgs voru Arnar Páll Hauksson fréttamaður, Óðinn Jónsson fréttamaður, Kristín Þorsteinsdóttir fréttamaður og Pálmi Jónasson fréttamaður á meðal umsækjenda sem voru alls tíu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í útvarpsráði lögðu til að Auðun Georg yrði ráðinn fréttastjóri. Aðrir fulltrúar í útvarpsráði sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Félag fréttamanna á RÚV gagnrýndi niðurstöðuna, sendi Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra bréf og vísuðu til þess að Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs, hefði mælt með fimm umsækjendum. Auðun Georg hefði ekki verið meðal þeirra. Jóhann Hauksson, dagskrárstjóri Rásar 2 og einn umsækjenda, sagði upp í mótmælaskyni. Í kjölfarið tilkynnti Markús Örn um ráðningu Auðuns Georgs í yfirlýsingu til fjölmiðla. Þar kom fram að Auðun líkt og hinir umsækjendurnir hefðu uppfyllt hæfniskröfur. Auðun Georg ætti að baki fjölbreytt nám og byggi yfir starfsreynslu sem myndi nýtast honum vel í starfi. Þarna var Auðun Georg 34 ára, hafði starfað á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar samhliða námi í sjö ár og gegnt fréttaritarastörfum í Kaupmannahöfn og Japan. Þá hefði hann sinnt dagskrárgerð hjá Íslenska útvarpsfélaginu. Hans síðasta starf fyrir ráðninguna til RÚV var sem markaðs- og svæðissölustjóri fyrirfyrirtækið í Asíu. Arnar Páll Hauksson sagði afgreiðslu málsins lítilsvirðingu fyrir fréttastofu RÚV, Óðinn Jónsson sagðist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með yfirstjórn og þá stjórnmálamenn sem ráðskast með RÚV og Jóhann Hauksson sagði um skrípaleik að ræða. Auðun Georg sagðist í viðtali við Fréttablaðið að fólk hefði rétt á sínum tilfinningum. Hann vildi láta verkin tala og sýna sig og sanna. Hann sagðist hlakka til að takast á við verkefnið. Fullyrt að Auðun Georg væri handbendi stjórnmálaafla Í hönd fór mikil umræða í samfélaginu um að Auðun Georg hefði verið ráðinn vegna pólitískra tengsla sinna. Fullyrðingar um að hann væri handbendi stjórnmálaafla sem vildu hafa traustan mann í lykilstöðu á fréttastofunni. Umræða í samfélaginu var gríðarleg og margt ritað sem rætt. Alþjóðasamtök blaðamanna lýstu yfir fullum stuðningi við fréttamenn RÚV og starfsmenn RÚV lýstu yfir vantrausti á Markús Örn útvarpsstjóra. Broddi Broddason, fréttamaður RÚV, sagði hvorki fréttamenn né aðra starfsmenn RÚV myndu líta á Auðun Georg sem fréttastjóra þó hann kæmi til starfa. Þetta sagði Broddi í lok mars, daginn áður en Auðun Georg mætti sinn fyrsta dag til vinnu. Svo fór að Auðun Georg hætti við að taka við starfinu á fyrsta degi. Ástæðan var ekki síst umtalað viðtal sem Ingimar Karl Helgason, fréttamaður RÚV, tók við hann á fyrsta degi. Viðtalið umtalaða sem Ingimark Karl Helgason, fréttamaður útvarps hjá RÚV, tók við Auðun Georg á fyrsta degi. „Í viðtali sem ég veitti fréttamanni Ríkisútvarpsins í dag í tilefni af því að ég hæfi störf var með lævíslegum hætti reynt að koma mér í vandræði. Það tókst, þar sem ég vildi ekki rjúfa trúnað. En fréttamaðurinn var ekki hlutlaus, hann var málsaðili, og honum tókst ekki að gera greinarmun þar á,“ sagði Auðun Georg í yfirlýsingu sinni. Markús Örn útvarpsstjóri var hneykslaður á fjölmiðlaumfjöllun um málið. „Ég segi það sem mína skoðun og hef nú haft orð á því í útvarpinu að það er furðu langt gengið í þessum fréttaflutningi og menn hafa notað sérhvert tækifæri sem þeir hafa. Þeir hafa mjög víðtækt umboð, fréttamenn og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins, til að koma að málflutningi sem er hagstæður þeirra málstað í þessu, inni í fréttum, inni í hinum og þessum dagskrárhornum, bæði í sjónvarpi og útvarpi,“ sagði Markús Örn. Úr umfjöllun Fréttablaðsins þann 2. apríl. Tímarit.is Svo fór að Óðinn Jónsson var ráðinn fréttastjóri. Skildi reiði fréttamanna Síðan eru liðin heil átján ár. Auðun Georg hefur aldrei tjáð sig um málið í fjölmiðlum fyrr en hann opnaði sig upp á gátt í viðtali við Heimildina. Þar segir hann að vanlíðanin af völdum kvíða og ótta hafi orðið til þess að hann veiktist á geði fyrir 18 árum og að hann hefði í raun þurft að leggjast inn á spítala. Veikindin ágerðust og á gamlárskvöld, um níu mánuðum eftir að hann labbaði út úr Útvarpshúsinu í síðasta sinn, hrundi tilvera Auðuns Georgs. Gert var grín að uppákomunni í áramótaskaupi Ríkisútvarpsins. „Flöturinn á gríninu á minn kostnað í skaupinu er mín allra erfiðasta stund þegar sem mest gekk á. Ég hló fyrst þegar atriðið var að byrja og sá sem lék mig var hafður með Framsóknarmerkið í jakkanum. Það var mjög fyndið. En þegar leikarinn fer að gráta þá brast eitthvað innra með mér og gamla skömmin og niðurlægingin blossaði upp.“ Staðreyndin var sú að Auðun Georg hafði aldrei verið flokksbundinn neinum flokki eða tekið þátt í stjórnmálastarfi. Hann segist í viðtali við Heimildina hafa skilið reiðina. „Einhver náungi úti í bæ sem átti mögulega að vera tengdur Framsóknarflokknum var ráðinn, auðvitað risu þau upp. Ég hefði líka orðið brjálaður hefði ég verið í þeirra sporum. En ég fékk aldrei að tala um það við þau,“ segir Auðun Georg við Heimildina. Hann hafi í langan tíma skammast sín fyrir nafnið sitt eftir að tönnlast hafi verið á því í fjölmiðlum. Þá sagðist hann hafa ákveðið fyrir sinn fyrsta dag í starfi að ætla að afþakka starfið. Reiðibylgjan sem skall hafi skapað aðstæður sem hafi verið ómögulegt að stíga inn í. Þá hafi hann fengið skilaboð sem hann túlkaði sem hótun. Of seint væri að bakka út. Það myndi hafa eftirmála fyrir bæði hann og hans nánustu. Þau skilaboð hefðu borist símleiðis, úr heimi stjórnmálanna, en Auðun vildi ekki gefa upp frá hverjum. Herpingur í maganum Auðun Georg greinir frá því á Facebook-síðu sinni í dag að hann hafi heimsótt Útvarpshúsið í Efstaleiti í morgun. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hafi boðið honum í heimsókn. „Frá því í byrjun apríl árið 2005 hefur þetta hús vakið hjá mér óþægilegar tilfinningar,“ segir Auðun Georg. „Neita því ekki að það var örlítill herpingur í maganum og þurrkur í munni þegar ég gekk þarna upp tröppurnar en Stefán tók vel á móti mér í anddyrinu.“ Þeir hafi rölt um húsið, hitt starfsfólk og Stefán kynnt fyrir honum starfsemina. „Í leiðinni hitti ég marga gamla vini og kollega úr frétta- og dagskrárgerð sem sýndu mér mikla hlýju. Ég fékk að hitta Heiðar Örn, fréttastjóra, sem ræddi við mig um það sem hann er að fást við á hverjum degi. Heilsaði upp á Boga og það var góð stund sem ég mun varðveita.“ Þá hafi þeir hitti tæknimenn, skoðað stúdíóin, útvarpsmækana og Auðun fengið að nördast í útvarpsleikhúsinu. „Við Stefán ræddum það sem gerðist áður í þessu húsi og olli miklum sársauka, ekki bara hjá mér. Þótt þetta hafi verið löngu fyrir hans tíð þá sýndi hann mér mikinn velvilja og skilning sem ég er óendanlega þakklátur fyrir. Eftir í mér situr bara kærleikur í garð þessa húss og fólksins sem þar starfar og starfaði áður.“ Auðun Georg starfar í dag sem fréttastjóri á útvarpsstöðinni K100.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Sjá meira