Tilgreind séreign – Á ég að skrá mig? Björn Berg Gunnarsson skrifar 26. október 2023 08:01 Nú safna allir launþegar á Íslandi minnst 15,5% iðgjaldi í lífeyrissjóð. Eigið framlag okkar nemur 4% en vinnuveitandi bætir við minnst 11,5%. Í mörgum lífeyrissjóðum er nú í boði að ráðstafa 3,5% af því framlagi í tiltöluega nýlega tegund séreignarsparnaðar sem nefnist tilgreind séreign. En eigum við að þiggja það boð? Það hentar ekki endilega öllum en mikilvægt er að kynna sér kosti þess og galla svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun sem hentar aðstæðum hvers og eins. Munurinn á tilgreindri séreign og samtryggingu Ekki er þetta til að einfalda kerfi sem nú þegar er ansi flókið, en við verðum þó að skilja um hvað valið stendur. Samtrygging eru þau hefðbundnu lífeyrisréttindi sem við flest þekkjum. Með iðgjaldagreiðslum söfnum við okkur rétti til mánaðarlegra greiðslna ævilangt, óháð ævilengd, auk áfallalífeyris. Við stýrum ekki sjálf hvernig slíkur lífeyrir er ávaxtaður og ráðum ekki úttektarfyrirkomulagi hans umfram að ákveða hvenær hefja skal lífeyristöku. Tilgreind séreign á lítið sem ekkert skylt við samtryggingu. Engar tryggingar fylgja séreigninni og þegar hún hefur að fullu verið tekin út og notuð er hún búin. Í raun er tilgreind séreign mjög svipuð viðbótarlífeyrissparnaði (sem er valfrjáls tegund séreignar) eða sparnaði í banka; við ráðum hvernig hún er ávöxtuð og að miklu leyti hvenær og með hvaða hætti við tökum hana út. Kostir og ókostir Lítum á nokkur atriði sem geta haft áhrif á hvort við viljum safna tilgreindri séreign, en henni verður ekki safnað nema við tilkynnum okkar lífeyrissjóði um þá ákvörðun. Kostir Mun meiri sveigjanleiki við úttekt Dreifa má greiðslum frá í fyrsta lagi 62 ára aldri til 67 ára eða taka út eftir hentisemi eftir að 67 ára aldri er náð. Ekki er hægt að stýra úttekt samtryggingar nema að því leiti að ákveða hvenær greiðslur skulu hefjast. Möguleiki á minni skerðingum almannatrygginga Þar sem stýra má úttekt tilgreindrar séreignar má sækja hana áður en sótt er um greiðslur frá Tryggingastofnun (TR). Samtrygging er hins vegar greidd ævilangt og skerðir því greiðslur TR eftir að þær hefjast. Séreign erfist að fullu Við andlát erfist tilgreind séreign með sama hætti og aðrar eignir samkvæmt lögum. Samtrygging erfist ekki, en í stað arfs er eftir atvikum greiddur maka- og barnalífeyrir. Fleiri valkostir um ávöxtun Velja má ávöxtunarleið og geymslustað, sem ekki býðst við söfnun samtryggingarréttinda. Hentar þeim eldri Sé fólk í aldurstengdri réttindaávinnslu lífeyris safnast samtryggingarréttindi hægar eftir því sem við eldumst. Því eykst hvati til þess að safna tilgreindri séreign með árunum. Fólki yfir ákveðnum aldri, til dæmis fimmtugu, í aldurstengdri réttindaávinnslu, er því oft bent á kosti þess að safna tilgreindri séreign. Ókostir Minni tryggingar Í samtryggingu erum við tryggð fyrir langlífi með ævilöngum réttindum, örorku með örorkulífeyri og fjölskyldu okkar tryggðar greiðslur með maka- og barnalífeyri. Engar slíkar tryggingar fylgja tilgreindri séreign. Gæti síður hentað ungum Yngra fólk í aldurstengri réttindaávinnslu safnar mjög miklum lífeyrisréttindum, en auk þess dýrmætum áfallalífeyrisrétti. Með því að sleppa tilgreindri séreign á yngri árum má því tryggja sig mun betur fyrir mögulegri örorku og safna jafnvel um leið enn hærri fjárhæðum í formi samtryggingar en hefði safnast í tilgreinda séreign. Gæti síður hentað eldri í jafnri ávinnslu Sé sjóðfélagi í jafnri réttindaávinnslu dregur ekki úr hraða uppsöfnunar samtryggingar eftir því sem fólk eldist. Því safnar sextugur sjóðfélagi réttindum að sama krafti og tvítugur. Slík ávinnsla er ekki algeng, en getur til dæmis fylgt greiðslum í A deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Eins og sjá má ekki alhæfa um hvort landsmenn skuli skrá sig í tilgreinda séreign eða ekki, en fyrir marga virðst það þó ansi hreint heillandi kostur. Lífeyrisréttindi eru dýrmæt og mikilvæg og því borgar sig að taka ákvarðanir á borð við þessar af yfirvegun og eftir að kostir og gallar hafa verið metnir með tilliti til okkar aðstæðna. Höfundur er fjármálaráðgjafi og býður meðal annars upp á námskeið og ráðgjöf um lífeyrismál. www.bjornberg.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú safna allir launþegar á Íslandi minnst 15,5% iðgjaldi í lífeyrissjóð. Eigið framlag okkar nemur 4% en vinnuveitandi bætir við minnst 11,5%. Í mörgum lífeyrissjóðum er nú í boði að ráðstafa 3,5% af því framlagi í tiltöluega nýlega tegund séreignarsparnaðar sem nefnist tilgreind séreign. En eigum við að þiggja það boð? Það hentar ekki endilega öllum en mikilvægt er að kynna sér kosti þess og galla svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun sem hentar aðstæðum hvers og eins. Munurinn á tilgreindri séreign og samtryggingu Ekki er þetta til að einfalda kerfi sem nú þegar er ansi flókið, en við verðum þó að skilja um hvað valið stendur. Samtrygging eru þau hefðbundnu lífeyrisréttindi sem við flest þekkjum. Með iðgjaldagreiðslum söfnum við okkur rétti til mánaðarlegra greiðslna ævilangt, óháð ævilengd, auk áfallalífeyris. Við stýrum ekki sjálf hvernig slíkur lífeyrir er ávaxtaður og ráðum ekki úttektarfyrirkomulagi hans umfram að ákveða hvenær hefja skal lífeyristöku. Tilgreind séreign á lítið sem ekkert skylt við samtryggingu. Engar tryggingar fylgja séreigninni og þegar hún hefur að fullu verið tekin út og notuð er hún búin. Í raun er tilgreind séreign mjög svipuð viðbótarlífeyrissparnaði (sem er valfrjáls tegund séreignar) eða sparnaði í banka; við ráðum hvernig hún er ávöxtuð og að miklu leyti hvenær og með hvaða hætti við tökum hana út. Kostir og ókostir Lítum á nokkur atriði sem geta haft áhrif á hvort við viljum safna tilgreindri séreign, en henni verður ekki safnað nema við tilkynnum okkar lífeyrissjóði um þá ákvörðun. Kostir Mun meiri sveigjanleiki við úttekt Dreifa má greiðslum frá í fyrsta lagi 62 ára aldri til 67 ára eða taka út eftir hentisemi eftir að 67 ára aldri er náð. Ekki er hægt að stýra úttekt samtryggingar nema að því leiti að ákveða hvenær greiðslur skulu hefjast. Möguleiki á minni skerðingum almannatrygginga Þar sem stýra má úttekt tilgreindrar séreignar má sækja hana áður en sótt er um greiðslur frá Tryggingastofnun (TR). Samtrygging er hins vegar greidd ævilangt og skerðir því greiðslur TR eftir að þær hefjast. Séreign erfist að fullu Við andlát erfist tilgreind séreign með sama hætti og aðrar eignir samkvæmt lögum. Samtrygging erfist ekki, en í stað arfs er eftir atvikum greiddur maka- og barnalífeyrir. Fleiri valkostir um ávöxtun Velja má ávöxtunarleið og geymslustað, sem ekki býðst við söfnun samtryggingarréttinda. Hentar þeim eldri Sé fólk í aldurstengdri réttindaávinnslu lífeyris safnast samtryggingarréttindi hægar eftir því sem við eldumst. Því eykst hvati til þess að safna tilgreindri séreign með árunum. Fólki yfir ákveðnum aldri, til dæmis fimmtugu, í aldurstengdri réttindaávinnslu, er því oft bent á kosti þess að safna tilgreindri séreign. Ókostir Minni tryggingar Í samtryggingu erum við tryggð fyrir langlífi með ævilöngum réttindum, örorku með örorkulífeyri og fjölskyldu okkar tryggðar greiðslur með maka- og barnalífeyri. Engar slíkar tryggingar fylgja tilgreindri séreign. Gæti síður hentað ungum Yngra fólk í aldurstengri réttindaávinnslu safnar mjög miklum lífeyrisréttindum, en auk þess dýrmætum áfallalífeyrisrétti. Með því að sleppa tilgreindri séreign á yngri árum má því tryggja sig mun betur fyrir mögulegri örorku og safna jafnvel um leið enn hærri fjárhæðum í formi samtryggingar en hefði safnast í tilgreinda séreign. Gæti síður hentað eldri í jafnri ávinnslu Sé sjóðfélagi í jafnri réttindaávinnslu dregur ekki úr hraða uppsöfnunar samtryggingar eftir því sem fólk eldist. Því safnar sextugur sjóðfélagi réttindum að sama krafti og tvítugur. Slík ávinnsla er ekki algeng, en getur til dæmis fylgt greiðslum í A deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Eins og sjá má ekki alhæfa um hvort landsmenn skuli skrá sig í tilgreinda séreign eða ekki, en fyrir marga virðst það þó ansi hreint heillandi kostur. Lífeyrisréttindi eru dýrmæt og mikilvæg og því borgar sig að taka ákvarðanir á borð við þessar af yfirvegun og eftir að kostir og gallar hafa verið metnir með tilliti til okkar aðstæðna. Höfundur er fjármálaráðgjafi og býður meðal annars upp á námskeið og ráðgjöf um lífeyrismál. www.bjornberg.is
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun