Rafíþróttir

Ljósleiðaradeildin í beinni: Tveir toppslagir í uppsiglingu

Dagur Lárusson skrifar
394359142_1476099422971839_5365918494002609054_n

Í kvöld fer Ljósleiðaradeildin í Counter-strike af stað á ný eftir hlé síðustu viku.

Tvær viðureignir fara fram að þessu sinni, en Dusty stíga fyrstir á stokk gegn Ten5ion. Dusty munu vilja finna sigurbrautir að nýju eftir sitt fyrsta tap á tímabilinu gegn Ármanni á laugardeginum sl. Ten5ion Geta sömuleiðis tryggt sig áfram á toppnum með sigri en bæði lið eru með 10 stig.

Í seinni leik kvöldsins mætast Ármann og FH. FH-ingar eru í fimmta sæti deildarinnar með sex stig og geta nálgast toppbaráttuna með sigri í kvöld en Ármann geta sömuleiðis tryggt stöðu sína á toppi töflunnar með sigri í kvöld.

Hægt er að fylgjast með öllu hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×