Ók á 150 kílómetra hraða og marga hringi í hringtorgum Árni Sæberg skrifar 24. október 2023 17:09 Maðurinn reyndi hvað hann gat að flýja laganna verði. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot. Hann ók á 150 kílómetra hraða á klukkustund og beitti ýmsum brögðum til þess að komast undan laganna vörðum. Þá hrækti hann framan í lögregluþjón. Í dóminum, sem birtur var í Lögbirtingablaðinu í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa ekið bifreið af gerðinni Toyota Avensis, ófær um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa áfengis og kannabisefna og án þess að sinna fyrirmælum lögreglu um að stöðva bifreiðina, sem gefin voru til kynna með forgangsljósum og hljóðmerkjum lögreglubifreiðar, svo að eftirför lögreglu eftir bifreið hans hófst, án nægilegrar tillitssemi og varúðar, á röngum vegarhelmingi móti akstursstefnu, án þess að miða ökuhraða við aðstæður og hraðatakmarkanir í þéttbýli. Þá hafi hann notað farsíma undir stýri. Hann hafi ekið austur Ártúnsbrekku þar sem lögregla gaf honum merki með forgangsljósum um að stöðva bifreiðina, en hann sinnt því engu og ekið á 151 kílómetra hraða á klukkustund norður Vesturlandsveg við Vínlandsleið á vegkafla þar sem leyfður hámarkshraði er 80 kílómetra hraði á klukkustund. Hann hafi ekið áfram norður Vesturlandsveg um hringtorg við Skarhólabraut og Langatanga í Mosfellsbæ þar sem hann hafi ekið fimm hringi, þaðan áfram Vesturlandsveg í norður og um vegavinnusvæði þar sem hámarkshraði var 50 kílómetrar á klukkustund á miklum hraða, áfram norður og um hringtorgið við KFC, þar sem hann hafi ekið þrjá hringi, og upp á hringtorgið. Þar hafi lögregla reynt árangurslaust að stöðva för hans með ákeyrslu en hann aukið hraðann, reykspólað á veginum og út úr hringtorginu í norður þar sem hann hafi tekið snögga vinstribeygju og ekið yfir umferðareyju á milli akreina. Þá hafi hann ekið aftur inn í hringtorgið og út úr því á Vesturlandsvegi í suður-átt, aukið hraðann í allt að 100 kílómetra á klukkustund á vegvinnusvæði, þar sem hámarkshraði var 50 kílómetrar á klukkustund, og ekið á umferðarstiku. Því næst hafi hann ekið áfram suður Vesturlandsveg um hringtorg við Langatanga, þar sem önnur lögreglubifreið var komin, og eftirför haldið áfram suður Vesturlandsveg, þar sem hann hafi aukið hraðann verulega, ekið um hringtorg við Skarhólabraut og áfram um hringtorg við Korpúlfsstaðaveg. Á milli hringtorgs við Korpúlfsstaðaveg og Bauhaus hafi lögregla aftur reynt að stöðva för hans með því að kasta út naglamottu en hann ekið yfir mottuna og áfram á móti umferð inn í hringtorgið við Bauhaus, þar sem hann hafi ekið á lögreglubifreið, því næst áfram út úr hringtorginu á móti umferð á Vesturlandsvegi til suðurs þar sem ökumaður annarrar bifreiðar hafi þurft að aka út í kant til þess að forða árekstri. Lögreglu hafi þá loks tekist stöðva för hans með því að þvinga bifreiðina upp að vegriði. Stofnaði lífi fólks í háska Með akstrinum hafi maðurinn raskað umferðaröryggi á alfaraleið og stofnað á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu annarra vegfarenda sem áttu leið um ofangreindar götur á sama tíma, þar á meðal lögreglumannanna sem reyndu að stöðva aksturinn, í augljósan háska. Maðurinn var einnig ákærður og sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa haft í fórum sínum 69 grömm af kannabisefnum. Hann var einnig látinn sæta upptöku efnanna. Þá var hann ákærður og sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa hrækt í andlit lögreglumanns á meðan hann var við skyldustörf í fangamóttöku á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Maðurinn mætti ekki þegar málið var dómtekið og því var talið sannað að hann hefði framið þau brot sem hann var ákærður fyrir. Auk þess að vera dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar var maðurinn sviptur ökuréttindum í átján mánuði, dæmdur til að sæta upptöku fíkniefna og greiðslu 130 þúsund króna í sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Í dóminum, sem birtur var í Lögbirtingablaðinu í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa ekið bifreið af gerðinni Toyota Avensis, ófær um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa áfengis og kannabisefna og án þess að sinna fyrirmælum lögreglu um að stöðva bifreiðina, sem gefin voru til kynna með forgangsljósum og hljóðmerkjum lögreglubifreiðar, svo að eftirför lögreglu eftir bifreið hans hófst, án nægilegrar tillitssemi og varúðar, á röngum vegarhelmingi móti akstursstefnu, án þess að miða ökuhraða við aðstæður og hraðatakmarkanir í þéttbýli. Þá hafi hann notað farsíma undir stýri. Hann hafi ekið austur Ártúnsbrekku þar sem lögregla gaf honum merki með forgangsljósum um að stöðva bifreiðina, en hann sinnt því engu og ekið á 151 kílómetra hraða á klukkustund norður Vesturlandsveg við Vínlandsleið á vegkafla þar sem leyfður hámarkshraði er 80 kílómetra hraði á klukkustund. Hann hafi ekið áfram norður Vesturlandsveg um hringtorg við Skarhólabraut og Langatanga í Mosfellsbæ þar sem hann hafi ekið fimm hringi, þaðan áfram Vesturlandsveg í norður og um vegavinnusvæði þar sem hámarkshraði var 50 kílómetrar á klukkustund á miklum hraða, áfram norður og um hringtorgið við KFC, þar sem hann hafi ekið þrjá hringi, og upp á hringtorgið. Þar hafi lögregla reynt árangurslaust að stöðva för hans með ákeyrslu en hann aukið hraðann, reykspólað á veginum og út úr hringtorginu í norður þar sem hann hafi tekið snögga vinstribeygju og ekið yfir umferðareyju á milli akreina. Þá hafi hann ekið aftur inn í hringtorgið og út úr því á Vesturlandsvegi í suður-átt, aukið hraðann í allt að 100 kílómetra á klukkustund á vegvinnusvæði, þar sem hámarkshraði var 50 kílómetrar á klukkustund, og ekið á umferðarstiku. Því næst hafi hann ekið áfram suður Vesturlandsveg um hringtorg við Langatanga, þar sem önnur lögreglubifreið var komin, og eftirför haldið áfram suður Vesturlandsveg, þar sem hann hafi aukið hraðann verulega, ekið um hringtorg við Skarhólabraut og áfram um hringtorg við Korpúlfsstaðaveg. Á milli hringtorgs við Korpúlfsstaðaveg og Bauhaus hafi lögregla aftur reynt að stöðva för hans með því að kasta út naglamottu en hann ekið yfir mottuna og áfram á móti umferð inn í hringtorgið við Bauhaus, þar sem hann hafi ekið á lögreglubifreið, því næst áfram út úr hringtorginu á móti umferð á Vesturlandsvegi til suðurs þar sem ökumaður annarrar bifreiðar hafi þurft að aka út í kant til þess að forða árekstri. Lögreglu hafi þá loks tekist stöðva för hans með því að þvinga bifreiðina upp að vegriði. Stofnaði lífi fólks í háska Með akstrinum hafi maðurinn raskað umferðaröryggi á alfaraleið og stofnað á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu annarra vegfarenda sem áttu leið um ofangreindar götur á sama tíma, þar á meðal lögreglumannanna sem reyndu að stöðva aksturinn, í augljósan háska. Maðurinn var einnig ákærður og sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa haft í fórum sínum 69 grömm af kannabisefnum. Hann var einnig látinn sæta upptöku efnanna. Þá var hann ákærður og sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa hrækt í andlit lögreglumanns á meðan hann var við skyldustörf í fangamóttöku á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Maðurinn mætti ekki þegar málið var dómtekið og því var talið sannað að hann hefði framið þau brot sem hann var ákærður fyrir. Auk þess að vera dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar var maðurinn sviptur ökuréttindum í átján mánuði, dæmdur til að sæta upptöku fíkniefna og greiðslu 130 þúsund króna í sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira