Markverðir Arsenal meðal þeirra fimm sem hafa hlutfallslega varið fæst skot Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2023 23:30 Ramsdale og Raya eru að berjast um stöðuna hjá Arsenal. Nick Potts/Getty Images Markvörðurinn David Raya gekk í raðir Arsenal frá Brentford á láni fyrir núverandi leiktíð. Aaron Ramsdale hafði staðið vaktina í marki Arsenal undanfarin ár og hélt því áfram áður en Raya tók stöðuna af honum. Hvorugur hefur þó sýnt sínar bestu hliðar. Raya gekk í raðir Arsenal og í kjölfarið fór Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, mikinn í fjölmiðlum þar sem hann talaði um að félagið væri nú með tvo frábæra markverði og hann ætlaði sér einfaldlega að spila þeim báðum. Gekk hann svo langt á að opna á möguleikann að þeir myndu hafa vaktaskipti í miðjum leik. Ramsdale hélt þó sætinu í upphafi tímabils en var langt því frá sannfærandi og var svo í kjölfarið settur á bekkinn. Raya hefur hins vegar heldur ekki fundið sig og leit einkar illa út í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Chelsea á dögunum. Sem stendur eru bæði Raya og Ramsdale meðal þeirra fimm markvarða ensku úrvalsdeildarinnar sem hafa hlutfallslega varið fæst skot. Worst save success rates in the Premier League this season (4+ apps):1 Aaron Ramsdale - 55.5%2 James Trafford - 57.6%3 Bart Verbruggen - 58.8%4 Jason Steele - 59.3%5 David Raya - 61.5% Perhaps rotating goalkeepers isn't the best idea... pic.twitter.com/skHqZVY0LC— WhoScored.com (@WhoScored) October 23, 2023 Hinn 25 ára gamli Ramsdale er á toppi listans, sem þýðir að hlutfallslega hefur hann varið fæst skot í deildinni, með 55,5 prósent markvörslu. Hann hefur spilað fimm leiki í öllum keppnum, haldið tvívegis hreinu og fengið á sig fjögur mörk. Hinn 28 ára gamli Raya er litlu skárri en hann er með 61.5 prósent markvörslu. Hann hefur alls spilað sjö leiki í öllum keppnum og þó hann hafi haldið marki sínu fjórum sinnum hreinu þá hefur hann fengið á sig sex mörk til þessa. Það vekur athygli að þeir Jason Steele og Bart Verbruggen, markverðir Brighton & Hove Albion eru einnig á listanum en þeir hafa deilt stöðunni það sem af er tímabili. Arsenal mætir Sevilla í Andalúsíu í Meistaradeild Evrópu annað kvöld og verður forvitnilegt að sjá hvort Raya eða Ramsdale standi vaktina í marki liðsins. Arteta var spurður út í mistök Raya gegn Chelsea á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins annað kvöld. „Mistök gerast í fótbolta. Þetta er pressan sem fylgir því að spila fyrir stórt félag. Við verðum að vinna og þú verður að eiga þinn besta leik því það er einhver sem ýtir við þér alla daga.“ Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 sem og Meistaradeildarmessan mun fylgjast gaumgæfilega með öllu sem gerist. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Raya gekk í raðir Arsenal og í kjölfarið fór Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, mikinn í fjölmiðlum þar sem hann talaði um að félagið væri nú með tvo frábæra markverði og hann ætlaði sér einfaldlega að spila þeim báðum. Gekk hann svo langt á að opna á möguleikann að þeir myndu hafa vaktaskipti í miðjum leik. Ramsdale hélt þó sætinu í upphafi tímabils en var langt því frá sannfærandi og var svo í kjölfarið settur á bekkinn. Raya hefur hins vegar heldur ekki fundið sig og leit einkar illa út í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Chelsea á dögunum. Sem stendur eru bæði Raya og Ramsdale meðal þeirra fimm markvarða ensku úrvalsdeildarinnar sem hafa hlutfallslega varið fæst skot. Worst save success rates in the Premier League this season (4+ apps):1 Aaron Ramsdale - 55.5%2 James Trafford - 57.6%3 Bart Verbruggen - 58.8%4 Jason Steele - 59.3%5 David Raya - 61.5% Perhaps rotating goalkeepers isn't the best idea... pic.twitter.com/skHqZVY0LC— WhoScored.com (@WhoScored) October 23, 2023 Hinn 25 ára gamli Ramsdale er á toppi listans, sem þýðir að hlutfallslega hefur hann varið fæst skot í deildinni, með 55,5 prósent markvörslu. Hann hefur spilað fimm leiki í öllum keppnum, haldið tvívegis hreinu og fengið á sig fjögur mörk. Hinn 28 ára gamli Raya er litlu skárri en hann er með 61.5 prósent markvörslu. Hann hefur alls spilað sjö leiki í öllum keppnum og þó hann hafi haldið marki sínu fjórum sinnum hreinu þá hefur hann fengið á sig sex mörk til þessa. Það vekur athygli að þeir Jason Steele og Bart Verbruggen, markverðir Brighton & Hove Albion eru einnig á listanum en þeir hafa deilt stöðunni það sem af er tímabili. Arsenal mætir Sevilla í Andalúsíu í Meistaradeild Evrópu annað kvöld og verður forvitnilegt að sjá hvort Raya eða Ramsdale standi vaktina í marki liðsins. Arteta var spurður út í mistök Raya gegn Chelsea á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins annað kvöld. „Mistök gerast í fótbolta. Þetta er pressan sem fylgir því að spila fyrir stórt félag. Við verðum að vinna og þú verður að eiga þinn besta leik því það er einhver sem ýtir við þér alla daga.“ Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 sem og Meistaradeildarmessan mun fylgjast gaumgæfilega með öllu sem gerist.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira