Getur ekki bjargað sér með gjaldþroti Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2023 17:11 Alex Jones verður líklega að borga skaðabætur alla ævina. AP/Tyler Sizemore Dómari í Texas Í Bandaríkjunum hefur gert samsæriskenningasmiðinum Alex Jones ljóst að hann muni ekki komast hjá því að greiða fórnarlömbum sínum skaðabætur, ef hann lýsir yfir gjaldþroti. Með ákvörðun sinni er dómarinn að tryggja að Jones mun líklega verja ævinni í að greiða skaðabæturnar, enda hefur hann verið dæmdur til að greiða foreldrum barna sem voru myrt í Sandy Hook á árum áður tæplega einn og hálfan milljarð dala. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana í Sandy Hook auk sex starfsmanna skólans. Jones rekur miðilinn InfoWars þar sem hann er ekki síst þekktur fyrir vanstillt reiðiöskur í þáttum sínum. Þar hefur hann meðal annars sakað Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa gert froska samkynhneigða. Í gegnum árin hefur hann ítrekað haldið því fram að börnin sem myrt voru í árásinni hafi ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra séu leikarar. Áhorfendur hans hafa áreitt foreldrana og ógnað þeim. Eftir langvarandi málaferli foreldranna gegn Jones komust dómarar í fyrra að þeirri niðurstöðu að hann ætti að greiða þeim um 1,4 milljarða dala. Það samsvarar rúmlega 191 milljarði króna. Jones sagðist ekki vera borgunarmaður fyrir þessum miskabótum. Þrátt fyrir að hafa sótt um gjaldþrotaskipti virðist Jones lifa í vellystingum en málaferli foreldrana hafa verið sett í biðstöðu meðan ákveðið er hve mikið hann getur greitt þeim og öðrum skuldunautum sínum. Nýr úrskurður dómarans Christopher Lopez, felur í sér að Jones getur ekki lýst yfir gjaldþroti, selt fyrirtæki sitt, afhent foreldrunum hagnaðinn af því og stofnað nýtt fyrirtæki, samkvæmt frétt New York Times. Umræddur úrskurður snýst um 1,1 milljarð dala, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Ekki að öllum skaðabótunum sem hann hefur verið dæmdur til að greiða. Önnur málaferli standa yfir og gæti Jones verið dæmdur til að greiða öðrum foreldrum enn meiri skaðabætur. Fréttaveitan hefur eftir lögmanni foreldranna að þau séu ánægð með úrskurðinn og það að Jones muni ekki komast hjá því að bera ábyrgð á orðum sínum og gjörðum með því að lýsa sig gjaldþrota. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Lýsir yfir gjaldþroti í kjölfar skaðabótadóma Samsæringasmiðurinn umdeildi Alex Jones hefur lýst yfir gjaldþroti. Hann var nýlega dæmdur til að greiða aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook árið 2012 nærri því einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur. 2. desember 2022 14:38 Enn bætist í skuldasúpu Jones vegna samsæriskenninga Það syrtir enn í álinn fyrir bandaríska samsæriskenningasmiðinn Alex Jones. Dómari í Connecticut-ríki hefur dæmt hann til að 473 milljónir dollara til viðbótar við þann tæpa eina milljarð sem hann hafði áður verið dæmdur til að greiða. 10. nóvember 2022 21:40 Þarf að greiða fjölskyldum fórnarlamba tæpan milljarð dollara vegna samsæriskenninga Bandaríski fjölmiðlamaðurinn og samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones hefur verið dæmdur til að greiða fjölskyldum barna sem myrt voru í skotárásinni í Sandy Hook í Bandaríkjunum tæpan milljarð dollara í skaðabætur. 12. október 2022 20:22 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana í Sandy Hook auk sex starfsmanna skólans. Jones rekur miðilinn InfoWars þar sem hann er ekki síst þekktur fyrir vanstillt reiðiöskur í þáttum sínum. Þar hefur hann meðal annars sakað Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa gert froska samkynhneigða. Í gegnum árin hefur hann ítrekað haldið því fram að börnin sem myrt voru í árásinni hafi ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra séu leikarar. Áhorfendur hans hafa áreitt foreldrana og ógnað þeim. Eftir langvarandi málaferli foreldranna gegn Jones komust dómarar í fyrra að þeirri niðurstöðu að hann ætti að greiða þeim um 1,4 milljarða dala. Það samsvarar rúmlega 191 milljarði króna. Jones sagðist ekki vera borgunarmaður fyrir þessum miskabótum. Þrátt fyrir að hafa sótt um gjaldþrotaskipti virðist Jones lifa í vellystingum en málaferli foreldrana hafa verið sett í biðstöðu meðan ákveðið er hve mikið hann getur greitt þeim og öðrum skuldunautum sínum. Nýr úrskurður dómarans Christopher Lopez, felur í sér að Jones getur ekki lýst yfir gjaldþroti, selt fyrirtæki sitt, afhent foreldrunum hagnaðinn af því og stofnað nýtt fyrirtæki, samkvæmt frétt New York Times. Umræddur úrskurður snýst um 1,1 milljarð dala, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Ekki að öllum skaðabótunum sem hann hefur verið dæmdur til að greiða. Önnur málaferli standa yfir og gæti Jones verið dæmdur til að greiða öðrum foreldrum enn meiri skaðabætur. Fréttaveitan hefur eftir lögmanni foreldranna að þau séu ánægð með úrskurðinn og það að Jones muni ekki komast hjá því að bera ábyrgð á orðum sínum og gjörðum með því að lýsa sig gjaldþrota.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Lýsir yfir gjaldþroti í kjölfar skaðabótadóma Samsæringasmiðurinn umdeildi Alex Jones hefur lýst yfir gjaldþroti. Hann var nýlega dæmdur til að greiða aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook árið 2012 nærri því einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur. 2. desember 2022 14:38 Enn bætist í skuldasúpu Jones vegna samsæriskenninga Það syrtir enn í álinn fyrir bandaríska samsæriskenningasmiðinn Alex Jones. Dómari í Connecticut-ríki hefur dæmt hann til að 473 milljónir dollara til viðbótar við þann tæpa eina milljarð sem hann hafði áður verið dæmdur til að greiða. 10. nóvember 2022 21:40 Þarf að greiða fjölskyldum fórnarlamba tæpan milljarð dollara vegna samsæriskenninga Bandaríski fjölmiðlamaðurinn og samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones hefur verið dæmdur til að greiða fjölskyldum barna sem myrt voru í skotárásinni í Sandy Hook í Bandaríkjunum tæpan milljarð dollara í skaðabætur. 12. október 2022 20:22 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
Lýsir yfir gjaldþroti í kjölfar skaðabótadóma Samsæringasmiðurinn umdeildi Alex Jones hefur lýst yfir gjaldþroti. Hann var nýlega dæmdur til að greiða aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook árið 2012 nærri því einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur. 2. desember 2022 14:38
Enn bætist í skuldasúpu Jones vegna samsæriskenninga Það syrtir enn í álinn fyrir bandaríska samsæriskenningasmiðinn Alex Jones. Dómari í Connecticut-ríki hefur dæmt hann til að 473 milljónir dollara til viðbótar við þann tæpa eina milljarð sem hann hafði áður verið dæmdur til að greiða. 10. nóvember 2022 21:40
Þarf að greiða fjölskyldum fórnarlamba tæpan milljarð dollara vegna samsæriskenninga Bandaríski fjölmiðlamaðurinn og samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones hefur verið dæmdur til að greiða fjölskyldum barna sem myrt voru í skotárásinni í Sandy Hook í Bandaríkjunum tæpan milljarð dollara í skaðabætur. 12. október 2022 20:22