Steinar Þór mátti smala saman vitnum í Lindarhvolsmálinu Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2023 10:09 Steinar Þór Guðgeirsson var allt í öllu í Lindarhvoli og var svo lögmaður í málinu þegar Frigus II kærði eina söluna, þegar Klakka, áður Exista, var komið í hendur einkaaðila. vísir/vilhelm Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður hafi ekki brotið gegn siðareglum lögmanna þegar hann kallaði saman hóp vitna í Lindarhvolsmálinu. Ljóst er að þetta hefur vafist fyrir úrskurðarnefndinni því málið er reifað fram og til baka, úrskurðurinn er langur og einhver myndi segja þvælinn. Málið snýst um hvort Steinar Þór hafi gerst brotlegur við siðareglur með því að kalla saman hóp vitna, stjórn Lindarhvols, og fara yfir málin áður en til vitnaleiðslu kom. Sigurður Valtýsson forsvarsmaður Frigusar kærði þetta atriði til Lögmannafélagsins en Arnar Þór Stefánsson, lögmaður hans, vakti athygli á nástöðu Steinars Þórs við málflutning í héraði; að áður en til vitnaleiðslu kom hafi Steinar Þór fundað með öðrum vitnum, stjórn Lindarhvols. „Ég veit ekki hvort lögmaðurinn áttar sig á því hversu alvarlegt þetta er, að funda með nokkrum vitnum. Þá líklegast að rifja upp og fara yfir framburðina fyrir dómi,“ sagði Arnar Þór. Og óskaði eftir því við sama tækifæri að Steinar Þór viki sem lögmaður í málinu meðal annars vegna þess að hann sjálfur var mikilvægt vitni í málinu. Steinar Þór hélt því fram í sínum málflutningi að ástæða fundarins hafi verið aldur og heilsa Þórhalls Arasonar stjórnarformanns Lindarhvols, því hafi verið mikilvægt að rifja upp málsatvik með honum. Úrskurðarnefndin túlkar þennan þátt málsins svo að ekki hafi verið um að ræða samræmdan vitnisburð eða að vitni væru að samræma mál sitt. Í niðurstöðu segir óumdeilt að Steinar Þór hafi hitt hóp vitna á fundi þar sem málsatvik í aðdraganda aðalmeðferðar í fyrrnefndu dómsmáli voru rifjuð upp. „Þrátt fyrir það er ósannað að varnaraðili hafi haft áhrif á framburði vitnanna eða samstillt vitnisburðum þeirra líkt og sóknaraðili byggir á. Að virtum gögnum málsins þykir nefndinni ekkert fram komið í þessu máli sem styður þann málatilbúnað sóknaraðila. Þegar af þeirri ástæðu telst ósannað að varnaraðili hafi gert á hlut sóknaraðila með háttsemi sem stríði gegn lögum eða siðareglum lögmanna, sbr. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn.“ Starfsemi Lindarhvols Dómsmál Lögmennska Tengdar fréttir Frigus áfrýjar sýknu Lindarhvols og ríkisins Félagið Frigus II ehf hefur áfrýjað dómi héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Lindarhvol og íslenska ríkið voru sýknuð. Dómurinn féll þann 17. mars. 13. apríl 2023 15:41 Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. 26. janúar 2023 14:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Ljóst er að þetta hefur vafist fyrir úrskurðarnefndinni því málið er reifað fram og til baka, úrskurðurinn er langur og einhver myndi segja þvælinn. Málið snýst um hvort Steinar Þór hafi gerst brotlegur við siðareglur með því að kalla saman hóp vitna, stjórn Lindarhvols, og fara yfir málin áður en til vitnaleiðslu kom. Sigurður Valtýsson forsvarsmaður Frigusar kærði þetta atriði til Lögmannafélagsins en Arnar Þór Stefánsson, lögmaður hans, vakti athygli á nástöðu Steinars Þórs við málflutning í héraði; að áður en til vitnaleiðslu kom hafi Steinar Þór fundað með öðrum vitnum, stjórn Lindarhvols. „Ég veit ekki hvort lögmaðurinn áttar sig á því hversu alvarlegt þetta er, að funda með nokkrum vitnum. Þá líklegast að rifja upp og fara yfir framburðina fyrir dómi,“ sagði Arnar Þór. Og óskaði eftir því við sama tækifæri að Steinar Þór viki sem lögmaður í málinu meðal annars vegna þess að hann sjálfur var mikilvægt vitni í málinu. Steinar Þór hélt því fram í sínum málflutningi að ástæða fundarins hafi verið aldur og heilsa Þórhalls Arasonar stjórnarformanns Lindarhvols, því hafi verið mikilvægt að rifja upp málsatvik með honum. Úrskurðarnefndin túlkar þennan þátt málsins svo að ekki hafi verið um að ræða samræmdan vitnisburð eða að vitni væru að samræma mál sitt. Í niðurstöðu segir óumdeilt að Steinar Þór hafi hitt hóp vitna á fundi þar sem málsatvik í aðdraganda aðalmeðferðar í fyrrnefndu dómsmáli voru rifjuð upp. „Þrátt fyrir það er ósannað að varnaraðili hafi haft áhrif á framburði vitnanna eða samstillt vitnisburðum þeirra líkt og sóknaraðili byggir á. Að virtum gögnum málsins þykir nefndinni ekkert fram komið í þessu máli sem styður þann málatilbúnað sóknaraðila. Þegar af þeirri ástæðu telst ósannað að varnaraðili hafi gert á hlut sóknaraðila með háttsemi sem stríði gegn lögum eða siðareglum lögmanna, sbr. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn.“
Starfsemi Lindarhvols Dómsmál Lögmennska Tengdar fréttir Frigus áfrýjar sýknu Lindarhvols og ríkisins Félagið Frigus II ehf hefur áfrýjað dómi héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Lindarhvol og íslenska ríkið voru sýknuð. Dómurinn féll þann 17. mars. 13. apríl 2023 15:41 Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. 26. janúar 2023 14:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Frigus áfrýjar sýknu Lindarhvols og ríkisins Félagið Frigus II ehf hefur áfrýjað dómi héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Lindarhvol og íslenska ríkið voru sýknuð. Dómurinn féll þann 17. mars. 13. apríl 2023 15:41
Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. 26. janúar 2023 14:15