Enginn staður á Gaza er öruggur Yousef Ingi Tamimi skrifar 20. október 2023 08:30 Stöðugar loftárásir dynja á íbúum Gaza strandarinnar. Eitt öflugasta herveldi heims heldur enn 2,2 milljón einstaklinga í fangelsi á meðan það lætur sprengjum rigna yfir Gaza ströndina. Enginn staður á Gaza er öruggur segja Læknar án landamæra og hafa árásir Ísraels drepið þúsundir einstaklinga. Því til viðbótar eru tugþúsundir Palestínumanna alvarlega slasaðir og munu bera ör þessara grimmilegu árása til æviloka. Helmingur íbúa Gaza eru börn. Börn sem vilja uppgötva heiminn áhyggjulaus en lifa nú í stöðugum ótta og hræðslu um að deyja. Börn sem vilja fá að leika með vinum sínum og félögum, en margir þeirra eru nú látnir. Börn sem vilja að foreldrar syngi sig í svefn en eiga enga foreldra lengur. Börnin á Gaza eru stjörf af hræðslu og við horfum á og bregðumst ekki við. Þriðjudagskvöldið 17 október var gerð loftárás á Al Ahli spítalan á Gaza og fleiri hundruð saklausra borgara drepnir. Enginn hefur tekið ábyrgð á árásinni en Ísraelar voru mjög fljótir að sverja af sér árásina. Þetta er þekkt hernaðarbragð af þeirra hálfu þegar þeir hljóta gagnrýni frá alþjóðasamfélaginu. Skemmst er að minnast morð ísraelska hersins á blaðakonunni Shireen Abu Akleh árið 2022 þar sem ísraelski herinn breiddi út lygar um að hún hefði verið skotinn af palestínumönnum. Það var ekki fyrr en blaðamenn New York Times rannsökuðu málið til þaula og komust að þeirri niðurstöðu að því að allar líkur væri á að Ísrael bæri ábyrgð á morðinu að þeir viðurkenndu sektina, án þess þó að draga neinn til ábyrgðar. Þeirra helstu bandamenn, Bandaríkin, hafa beitt svipaðri taktík til að mynda þegar þeir sprengdu spítala Lækna án Landamæra í Afganistan árið 2015. Umrædd árás á Al Ahli spítalan var ekki sú fyrsta á þetta tiltekna sjúkrahús. Síðastliðinn laugardag varð spítalinn fyrir árás ísraelska hersins sem olli skemmdum á krabbameinsdeild spítalans ásamt því að fjórir starfsmenn slösuðust. Stjórnendur spítalans fengu í kjölfarið skipun frá ísraelska hernum að rýma þyrfti sjúkrahúsið en sjúkrahúsið var eitt af 22 sjúkrahúsum í norðurhluta Gaza sem var á rýmingaráætlun Ísraels. Eins og kunnugt er þá varð svo sjúkrahúsið fyrir sprengjuárás að kvöldi 17. október, sem olli dauða 471 Palestínumanna. Afleiðingar sprengjuárása Ísraela á Gaza eru sláandi. Yfir 3.700 eru látnir og að minnsta kosti 1.500 einstaklingar týndir í húsarústum, af þeim eru minnst 600 taldir vera börn. Heildarfjöldi staðfestra myrtra barna eru komin á vel yfir 1.500 en Ísrael hefur drepið að jafnaði í kringum 100 börn á dag í yfirstandandi árásum, eða barn á 15 mínútna fresti. Yfirlýsingar Ísrael eru allar á sama veg - Ísrael ræðst ekki á saklausa borgara, heilbrigðisþjónustu eða skóla en staðreyndin er sú að yfirlýsingar Ísraels standast enga skoðun. Árásirnar undanfarna viku hafa haft gríðarleg áhrif á alla heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni hafa að minnsta kosti 16 heilbrigðisstarfsmenn hafa verið drepnir við störf og 57 skráðar árásir heilbrigðisstofnanir, þar af eru fjögur sjúkrahús algjörlega óstarfhæf. Al-Dura-barnaspítalinn hefur verið rýmdur vegna notkunar Ísraelshers á hvítum fosfórsprengjum og hingað til hafa 23 sjúkrabílar skemmst eða eyðilagst. Fimmtán sjúkrahús hafa þurft að stöðva starfsemi vegna skorts á eldsneyti sem knýr rafala sjúkrahúsanna í rafmagnsleysinu. Palestínski Rauði hálfmáninn hefur bent á að vísbendingar séu um að vísvitandi hafi verið ráðist á sjúkrabíla sem sækja hina særðu, sem hefur leitt til dauða palestínskra bráðaliða. Heilbrigðiskerfið á Gaza er að hruni komið. Alvarlegur skortur er á lyfjum og nauðsynlegum tækjum og tólum til að framkvæma lífsbjargandi aðgerðir. Skurðaðgerðir eru framkvæmdar við óhreinar aðstæður, jafnvel án viðeigandi svæfingar-og verkjastillingar og einstaklingar með langvinna sjúkdóma fá ekki þá hjálp sem þeir þurfa. Eldsneytið, sem notað hefur verið til að knýja vararafall sjúkrahúsanna, er að klárast sem mun hafa þær afleiðingar að sjúkrahús munu hætta að geta veitt þjónustu og umbreytast í líkhús. Um fjögur þúsund Palestínumenn hafa leitað skjóls fyrir sprengjuárásum ísraelska hersins í skólum Sameinuðu Þjóðanna enda er Ísrael vel kunnugt um staðsetningar og þá stöðu sem þessir skólar hafa í alþjóðalögum. Það hefur þó ekki hindrað ísraelska herinn að ráðast á þá en sama dag og árásin á Al Ahli spítalann gerði ísraelski herinn loftárás á einn af þessum skóla og drápu þar minnst sex einstaklinga. Áframhaldandi árásir á innviði Gaza hefur haft skelfilegar afleiðingar. Yfirvofandi er hungursneyð á Gaza vegna þeirra grimmilegra lokana Ísraels á öllu flæði matvæla og vatns. Í Nuseirat flóttamannabúðunum búa að jafnaði yfir 100 þúsund íbúar en íbúafjöldi hefur nær tvöfaldast á undanförnum dögum vegna flóttamanna frá norðurhluta Gaza. Á svæðinu eru tvö bakarí sem reyna sitt besta að baka brauð fyrir allan þann fjölda einstaklinga með þær takmarkaðar birgðir sem að þau hafa. Til að tryggja að Palestínumenn svelti hafa Ísraela sprengt í loft upp annað bakaríið og því svipt 100 þúsund einstaklinga tækifæri á matvælum. Raunverulegur vilji Ísraels til að vernda saklausa borgara er ekki til staðar. Samkvæmt Genfarsáttmálanum ber hernemandi valdi að tryggja öryggi þess fólk sem býr á hernumdu svæðunum, þessari skyldu hefur Ísrael aldrei sinnt. Staðreyndin er einföld - Ísrael hefur ákveðið að ef það nær ekki að sprengja palestínska fólkið, þá ætlar það að svelta það. Ísrael ætlar að tryggja það að þeir sem deyja ekki í loftárásum munu þurfa að þjást og Ísrael hefur ákveðið að framkvæma þjóðarmorð í Palestínu á meðan við horfum á og samþykkjum. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Stöðugar loftárásir dynja á íbúum Gaza strandarinnar. Eitt öflugasta herveldi heims heldur enn 2,2 milljón einstaklinga í fangelsi á meðan það lætur sprengjum rigna yfir Gaza ströndina. Enginn staður á Gaza er öruggur segja Læknar án landamæra og hafa árásir Ísraels drepið þúsundir einstaklinga. Því til viðbótar eru tugþúsundir Palestínumanna alvarlega slasaðir og munu bera ör þessara grimmilegu árása til æviloka. Helmingur íbúa Gaza eru börn. Börn sem vilja uppgötva heiminn áhyggjulaus en lifa nú í stöðugum ótta og hræðslu um að deyja. Börn sem vilja fá að leika með vinum sínum og félögum, en margir þeirra eru nú látnir. Börn sem vilja að foreldrar syngi sig í svefn en eiga enga foreldra lengur. Börnin á Gaza eru stjörf af hræðslu og við horfum á og bregðumst ekki við. Þriðjudagskvöldið 17 október var gerð loftárás á Al Ahli spítalan á Gaza og fleiri hundruð saklausra borgara drepnir. Enginn hefur tekið ábyrgð á árásinni en Ísraelar voru mjög fljótir að sverja af sér árásina. Þetta er þekkt hernaðarbragð af þeirra hálfu þegar þeir hljóta gagnrýni frá alþjóðasamfélaginu. Skemmst er að minnast morð ísraelska hersins á blaðakonunni Shireen Abu Akleh árið 2022 þar sem ísraelski herinn breiddi út lygar um að hún hefði verið skotinn af palestínumönnum. Það var ekki fyrr en blaðamenn New York Times rannsökuðu málið til þaula og komust að þeirri niðurstöðu að því að allar líkur væri á að Ísrael bæri ábyrgð á morðinu að þeir viðurkenndu sektina, án þess þó að draga neinn til ábyrgðar. Þeirra helstu bandamenn, Bandaríkin, hafa beitt svipaðri taktík til að mynda þegar þeir sprengdu spítala Lækna án Landamæra í Afganistan árið 2015. Umrædd árás á Al Ahli spítalan var ekki sú fyrsta á þetta tiltekna sjúkrahús. Síðastliðinn laugardag varð spítalinn fyrir árás ísraelska hersins sem olli skemmdum á krabbameinsdeild spítalans ásamt því að fjórir starfsmenn slösuðust. Stjórnendur spítalans fengu í kjölfarið skipun frá ísraelska hernum að rýma þyrfti sjúkrahúsið en sjúkrahúsið var eitt af 22 sjúkrahúsum í norðurhluta Gaza sem var á rýmingaráætlun Ísraels. Eins og kunnugt er þá varð svo sjúkrahúsið fyrir sprengjuárás að kvöldi 17. október, sem olli dauða 471 Palestínumanna. Afleiðingar sprengjuárása Ísraela á Gaza eru sláandi. Yfir 3.700 eru látnir og að minnsta kosti 1.500 einstaklingar týndir í húsarústum, af þeim eru minnst 600 taldir vera börn. Heildarfjöldi staðfestra myrtra barna eru komin á vel yfir 1.500 en Ísrael hefur drepið að jafnaði í kringum 100 börn á dag í yfirstandandi árásum, eða barn á 15 mínútna fresti. Yfirlýsingar Ísrael eru allar á sama veg - Ísrael ræðst ekki á saklausa borgara, heilbrigðisþjónustu eða skóla en staðreyndin er sú að yfirlýsingar Ísraels standast enga skoðun. Árásirnar undanfarna viku hafa haft gríðarleg áhrif á alla heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni hafa að minnsta kosti 16 heilbrigðisstarfsmenn hafa verið drepnir við störf og 57 skráðar árásir heilbrigðisstofnanir, þar af eru fjögur sjúkrahús algjörlega óstarfhæf. Al-Dura-barnaspítalinn hefur verið rýmdur vegna notkunar Ísraelshers á hvítum fosfórsprengjum og hingað til hafa 23 sjúkrabílar skemmst eða eyðilagst. Fimmtán sjúkrahús hafa þurft að stöðva starfsemi vegna skorts á eldsneyti sem knýr rafala sjúkrahúsanna í rafmagnsleysinu. Palestínski Rauði hálfmáninn hefur bent á að vísbendingar séu um að vísvitandi hafi verið ráðist á sjúkrabíla sem sækja hina særðu, sem hefur leitt til dauða palestínskra bráðaliða. Heilbrigðiskerfið á Gaza er að hruni komið. Alvarlegur skortur er á lyfjum og nauðsynlegum tækjum og tólum til að framkvæma lífsbjargandi aðgerðir. Skurðaðgerðir eru framkvæmdar við óhreinar aðstæður, jafnvel án viðeigandi svæfingar-og verkjastillingar og einstaklingar með langvinna sjúkdóma fá ekki þá hjálp sem þeir þurfa. Eldsneytið, sem notað hefur verið til að knýja vararafall sjúkrahúsanna, er að klárast sem mun hafa þær afleiðingar að sjúkrahús munu hætta að geta veitt þjónustu og umbreytast í líkhús. Um fjögur þúsund Palestínumenn hafa leitað skjóls fyrir sprengjuárásum ísraelska hersins í skólum Sameinuðu Þjóðanna enda er Ísrael vel kunnugt um staðsetningar og þá stöðu sem þessir skólar hafa í alþjóðalögum. Það hefur þó ekki hindrað ísraelska herinn að ráðast á þá en sama dag og árásin á Al Ahli spítalann gerði ísraelski herinn loftárás á einn af þessum skóla og drápu þar minnst sex einstaklinga. Áframhaldandi árásir á innviði Gaza hefur haft skelfilegar afleiðingar. Yfirvofandi er hungursneyð á Gaza vegna þeirra grimmilegra lokana Ísraels á öllu flæði matvæla og vatns. Í Nuseirat flóttamannabúðunum búa að jafnaði yfir 100 þúsund íbúar en íbúafjöldi hefur nær tvöfaldast á undanförnum dögum vegna flóttamanna frá norðurhluta Gaza. Á svæðinu eru tvö bakarí sem reyna sitt besta að baka brauð fyrir allan þann fjölda einstaklinga með þær takmarkaðar birgðir sem að þau hafa. Til að tryggja að Palestínumenn svelti hafa Ísraela sprengt í loft upp annað bakaríið og því svipt 100 þúsund einstaklinga tækifæri á matvælum. Raunverulegur vilji Ísraels til að vernda saklausa borgara er ekki til staðar. Samkvæmt Genfarsáttmálanum ber hernemandi valdi að tryggja öryggi þess fólk sem býr á hernumdu svæðunum, þessari skyldu hefur Ísrael aldrei sinnt. Staðreyndin er einföld - Ísrael hefur ákveðið að ef það nær ekki að sprengja palestínska fólkið, þá ætlar það að svelta það. Ísrael ætlar að tryggja það að þeir sem deyja ekki í loftárásum munu þurfa að þjást og Ísrael hefur ákveðið að framkvæma þjóðarmorð í Palestínu á meðan við horfum á og samþykkjum. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun