„Farðu vel með það sem þú átt frekar en að kaupa meira og meira” Íris Hauksdóttir skrifar 19. október 2023 17:07 (F.v) Heiða Agnarsdóttir Ólafía Skarphéðinsdóttir María Árnadóttir Matthildur Leifsdóttir Kristín Ásta Halldórsdóttir Birna Bjarnadóttir Ragnheiður Þorgrímsdóttir Spessi „Við viljum vera mótvægi við offramleiðslu á skóm og fatnaði og leggja áherslu á gæði. Það er allt önnur upplifun af því að panta vöru í sófanum heima í gegnum skjá, en að koma í verslun, fá persónulega þjónustu og handleika vöruna sem þú hefur áhuga á,” segir Matthildur Leifsdóttir stofnandi verslunarinnar 38 þrep sem fagnar í dag 30 ára afmæli, en verslunin hefur frá upphafi verið rekin á Laugavegi. Matthildur er alin upp í Ólafsvík en sótti háskólanám í Flórens á Ítalíu þar sem hún bjó um árabil og lærði að meta ítalskt handverk af ýmsu tagi. Matthildur segist ávallt hafa sótt í tengingu við sköpun og borið ómælda virðingu fyrir þeim sem búa til verðmæti. Hún vilji þess vegna leggja áherslu á að virða störf þeirra sem koma að framleiðslu varanna sem hún selur. „Við þurfum að huga að framleiðsluferlinu á fatnaðinum sem við kaupum. Ef við tökum dæmi um gallabuxur, þá gleymum við oft að það þarf að rækta bómulinn, vökva akurinn, uppskera, vefa efnið, sníða, klippa, sauma, pakka, flytja á milli landa og selja. Ef þú borgar einungis örfá þúsund fyrir buxurnar er ljóst að einhvers staðar er skekkja.” 30 ár á sömu kennitölu Ofneysla er Matthildi ofarlega í huga og hún leggur áherslu á að fatnaður og skór eigi sér framhaldslíf. Hún fagnar loppuverslununum þar sem hægt er að kaupa og selja notaðan fatnað og telur þess vegna að gæðavörur eigi mikla framtíð fyrir sér. „Ég fagna því að fólk sé að vakna upp og þetta hagkerfi sem selur notað er æðislegt. Fólk áttar sig líka betur á að handverk kostar. Keyptu frekar eitt vandað par af skóm einu sinni á ári. Farðu vel með það sem þú átt frekar en að kaupa meira og meira. Það er mannfólkinu eðlilegt að skreyta sig, skapa sinn eigin stíl og það getur fólk svo sannarlega gert með bæði nýjar og notaðar vörur.“ Í dag verður afmælishátíð í húsnæði 38 þrepa á Laugavegi 49, steinhúsinu sem kallað er Ljónið. „Við fögnum í dag og bjóðum alla velkomna til okkar. Það verða léttar veitingar, plötusnúður og í tilefni afmælisins erum við líka afar stoltar að kynna nýtt gjafavörumerki, Santa Maria Novella, frá fyrirtæki sem hefur verið starfrækt í Flórens frá árinu 1221 og rekur upphaf sitt til munkaklausturs.“ Aðspurð að því hver lykillinn sé við það að halda sjó í allan þennan tíma á sömu kennitölu, með sama starfsfólki og jafnvel með sömu innréttingu segir Matthildur að það geri maður ekki einn. „Stoltust er ég af starfsfólki mínu sem hefur fylgt mér alla tíð og viðskiptavinunum sem hafa verið bæði skemmtilegir og gefandi. Það sem er líka áhugavert er að uppkomin börn viðskiptavinanna eru að koma inn sem næsta kynslóð viðskiptavina. Það gefur okkur alveg ótrúlega mikið og segir okkur að við séum að gera eitthvað rétt.” Tíska og hönnun Verslun Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
Matthildur er alin upp í Ólafsvík en sótti háskólanám í Flórens á Ítalíu þar sem hún bjó um árabil og lærði að meta ítalskt handverk af ýmsu tagi. Matthildur segist ávallt hafa sótt í tengingu við sköpun og borið ómælda virðingu fyrir þeim sem búa til verðmæti. Hún vilji þess vegna leggja áherslu á að virða störf þeirra sem koma að framleiðslu varanna sem hún selur. „Við þurfum að huga að framleiðsluferlinu á fatnaðinum sem við kaupum. Ef við tökum dæmi um gallabuxur, þá gleymum við oft að það þarf að rækta bómulinn, vökva akurinn, uppskera, vefa efnið, sníða, klippa, sauma, pakka, flytja á milli landa og selja. Ef þú borgar einungis örfá þúsund fyrir buxurnar er ljóst að einhvers staðar er skekkja.” 30 ár á sömu kennitölu Ofneysla er Matthildi ofarlega í huga og hún leggur áherslu á að fatnaður og skór eigi sér framhaldslíf. Hún fagnar loppuverslununum þar sem hægt er að kaupa og selja notaðan fatnað og telur þess vegna að gæðavörur eigi mikla framtíð fyrir sér. „Ég fagna því að fólk sé að vakna upp og þetta hagkerfi sem selur notað er æðislegt. Fólk áttar sig líka betur á að handverk kostar. Keyptu frekar eitt vandað par af skóm einu sinni á ári. Farðu vel með það sem þú átt frekar en að kaupa meira og meira. Það er mannfólkinu eðlilegt að skreyta sig, skapa sinn eigin stíl og það getur fólk svo sannarlega gert með bæði nýjar og notaðar vörur.“ Í dag verður afmælishátíð í húsnæði 38 þrepa á Laugavegi 49, steinhúsinu sem kallað er Ljónið. „Við fögnum í dag og bjóðum alla velkomna til okkar. Það verða léttar veitingar, plötusnúður og í tilefni afmælisins erum við líka afar stoltar að kynna nýtt gjafavörumerki, Santa Maria Novella, frá fyrirtæki sem hefur verið starfrækt í Flórens frá árinu 1221 og rekur upphaf sitt til munkaklausturs.“ Aðspurð að því hver lykillinn sé við það að halda sjó í allan þennan tíma á sömu kennitölu, með sama starfsfólki og jafnvel með sömu innréttingu segir Matthildur að það geri maður ekki einn. „Stoltust er ég af starfsfólki mínu sem hefur fylgt mér alla tíð og viðskiptavinunum sem hafa verið bæði skemmtilegir og gefandi. Það sem er líka áhugavert er að uppkomin börn viðskiptavinanna eru að koma inn sem næsta kynslóð viðskiptavina. Það gefur okkur alveg ótrúlega mikið og segir okkur að við séum að gera eitthvað rétt.”
Tíska og hönnun Verslun Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira