Assassin's Creed Mirage: Andi Altaïr svífur yfir vötnum Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2023 08:46 Ubisoft Assassin's Creed Mirage markar ákveðið skref afturábak hjá Ubisoft. Búið er að draga seglin saman og minnka leikinn, sé hann borinn saman við síðustu leiki í Assassin's Creed seríunni, sem hafa verið gífurlega stórir. Mirage fjallar um Basim Ibn is'Haq, sem margir ættu að kannast við úr Assassin's Creed Valhalla. Leikurinn gerist á yngri árum Basim í Baghdad á tímum Abbasídaveldisins á níundu öld og byrjar hann sem smáþjófur á götum stórborgarinnar . Þar sem venjan er að eitthvað gerist í tölvuleikjum, þá er Basim ekki bara þjófur allan tímann að týna klinku úr vösum fólks, heldur flækist hann snemma inn í baráttu forvera Assassins og Templar Order, sem á þessum tíma kallast The Hidden Ones og Order of Ancients. Kalífar deyja og í stuttu máli sagt, þá fer allt í smá fokk. Ég er svolítið seinn í þetta partí, þar sem leikurinn kom út 5. október en því miður fær maður ekki allt sem maður vill. Þetta er guð einn veit hvað-asti leikurinn í Assassins Creed seríunni en hann átti upprunalega að vera aukapakki við Valhalla. Snemma í þróunarferlinu var ákveðið að stækka hann og gera að nýjum leik og það tel ég nokkuð heillaskref. Leikurinn er mun minni í sniðum en síðustu leikir í seríunni sem er jákvætt, þó það kunni ef til vill að hljóma skringilega, en það er samt nóg að gera, skoða og finna. Starfsmönnum Ubisoft hefur tekist að losa sig við mikið spik sem hefur bæst á leikina. Það ætti ekki að taka mikið meira en tuttugu klukkustundir að klára þennan leik, eftir því hversu mikið þú klárar hann, sem er lítið miðað við Valhalla og Odyssey. Þeir voru allt of þrútnir, þó þeir hafi verið mjög góðir. Fyrir utan steinastöflunina heimskulegu, hafði ég mjög gaman af Valhalla og líka Odyssey. Að mörgu leyti voru þeir samt mjög óhefðbundnir Assassins Creed leikir, sem maður áttar sig ef til vill ekkert á fyrr en maður spilar Mirage. Þetta er samheldnari upplifun sem gefur sögunni miklu meira rúm til að njóta sín. Á móti kemur að Mirage bíður upp á lítið nýtt. Maður hefur einhvern veginn gert þetta allt áður. Meiri áhersla á að læðast Basim er ekki Rambo. Að þessu sinni er lögð mun meiri áhersla á að laumupúkast um og finna leiðir til að myrða drullusokka og er ekki jafn auðvelt að drepa bara alla eins og í Valhalla, Odyssey og Origins. Bardagakerfið er þar að auki minna „hack and slash“ og meiri áhersla lögð á að drepa fólk úr laumi og ná góðum gagnhögnum. Basim er mjög góður klifurkappi og Baghdad er eins og leikvöllur, þar sem íbúar virðast hafa komið fyrir krókum og stöngum sem Basim getur notað til að ferðast um borgina í hraði. Gallinn er þó sá að Basim virðist stundum eiga erfitt með að skilja hvert hann eigi að fara. Ég enda reglulega fastur á einhverjum girðingarstaurum eða hoppa eitthvað sem ég ætlaði alls ekki að hoppa. Auk þess að horfa til Mið-Austurlanda, eins og í fyrsta leik seríunnar, þá er mun fleira sem minnir á ævintýri Altaïr Ibn-La'Ahad á tímum krosferðanna. Andrúmsloftið allt minnir á fyrsta leikinn og við sjáum þar að auki fræga staðsetningu úr fyrsta leiknum. Ubisoft Miðað við minni mitt, þá eru líkindin hvað mest þegar maður er að myrða stóru kallana. Í undanförnum leikjum hefur maður bara getað ráðist á heilu virkin einn og drepið þar alla og þar á meðal stóru skotmörkin. Það er erfiðara í Mirage og maður þarf að verja tíma í að fylgjast með skotmörkum sínum, læra á þau og undirbúa sig. Maður er hvattur til þess að fara rólega áfram og gera hlutina vel. Það borgar sig. Heildarsagan er illskiljanleg Fyrir utan aðalsögu leiksins eru gátur til að leysa fyrir betri vopn og búnað, launmorð að framkvæma og drasl til að stela í margskonar hliðarverkefnum sem eru flest frekar skemmtileg. Ég hef svo sem enga ástæðu til að kvarta yfir sögu Mirage. Hún er fín, þó hún geti verið óáhugaverð á köflum. Það er hins vegar vel hægt að gagnrýna heildarsögu Assasssins Creed leikjanna, sem gerist í nútímanum-ish, samhliða fortíðinni, þar sem launmorðingjar og Templar-ar berjast um yfirráð og tilteknar persónur reyna að endurvekja meðlimi fornrar siðmenningar sem stjórnaði jörðinni áður en maðurinn kom til sögunnar. Guð einn veit hvað gengur á þar, enda er þetta orðið frekar flókið allt saman. Þetta hefur í raun ekki haldið vatni frá því Desmond Miles fórnaði lífi sínu til að bjarga jörðinni frá stórhættulegu sólgosi. Það var í enda Assassins Creed Revelations, sem kom út árið 2011, jesús. Það eru þá áhugaverðar vendingar í Mirage. Undarlega heimskir verðir Gervigreind AC-leikjanna hefur aldrei verið neitt til að hrópa húrra yfir en þetta fer að verða svolítið þreytandi. Það er hægt að koma sér fyrir í runna, flauta á næsta mann og hann kemur askvaðandi til að láta skera sig á háls. Þá er hægt að flauta á næsta mann, myrða hann, og svo þann næsta og koll af kolli. Þetta er stórundarlegt. Þessir verðir eru nautheimskir og hafa alltaf verið það. Það á bara ekki að vera þannig í leikjum að maður geti myrt einhvern fyrir framan vörð eða hann rambi á lík og gleymi því svo eftir nokkrar sekúndur. Ef ég stæði vörð við hlið að konungshöll og myndi heyra flaut koma frá einhverjum hvítum kolli í miðjum rósarunna myndi ég ekki hlaupa í áttina að honum eins og fáviti til að láta stinga mig. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður myndi gera það. Ubisoft Undarleg andlit Allt umhverfi leiksins er stórkostlegt. Baghdad er glæsileg borg og hvert hverfi hennar hefur ákveðna sérstöðu sem tekur oft mið af hag íbúa. Þetta tel ég líklega vera beina afleiðingu af smærra sniði leiksins, þar sem maður tekur eftir mun meiri nákvæmni en áður. Íbúar borgarinnar tala arabísku, eðlilega, og það eykur andrúmsloft leiksins mjög. Þetta andrúmsloft er eitt það besta við leikinn. Ég hef í alvörunni varið tíma í að ganga um götur borgarinnar og taka það inn en ég man síðast eftir að hafa gert það í AC Unity, sem gerist í París á tímum frönsku byltingarinnar. Vopn, klæðaburður, úlfaldar og allt annað lítur mjög vel út. Það gera andlit hins vegar ekki. Þau virka bara asnalega. Ubisoft Samantekt-ish Ég tel það jákvætt að Ubisoft hafi dregið úr umfangi Mirage þegar ákveðið var að gera sérleik í stað aukapakka fyrir Valhalla. Það kemur vel út, leikurinn verður miklu meðfærilegri fyrir vikið. Það er einnig mjög gott að tekið hafi verið til í bardagakerfinu og því breytt. Meiri áhersla hefur verið lögð á það að læðast og ráða drullusokka af dögum, sem er eitthvað sem leikir um launmorðingja ættu kannski að snúast um. Baghdad á tímum Abbasidveldisins er líka frábært sögusvið og andrúmsloft leiksins er mjög áhrifamikið. Helsti galli Mirage er að leikurinn býður upp á lítið nýtt. Ég átta mig á því að það er smá þversögn fólgin í því að fagna því að framleiðendur leiksins hafi dregið úr umfangi hans og fært hann til fortíðarinnar og í senn gagnrýna þá fyrir skort á nýjungum. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að réttlæta það en ég læt ykkur vita ef mér dettur eitthvað í hug. Þá er kominn tími til að fara að taka til í gervigreind AC-leikjanna. Óvinir Basim eru allt of heimskir og þeir hafa eiginlega alltaf verið það. Leikjadómar Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Mirage fjallar um Basim Ibn is'Haq, sem margir ættu að kannast við úr Assassin's Creed Valhalla. Leikurinn gerist á yngri árum Basim í Baghdad á tímum Abbasídaveldisins á níundu öld og byrjar hann sem smáþjófur á götum stórborgarinnar . Þar sem venjan er að eitthvað gerist í tölvuleikjum, þá er Basim ekki bara þjófur allan tímann að týna klinku úr vösum fólks, heldur flækist hann snemma inn í baráttu forvera Assassins og Templar Order, sem á þessum tíma kallast The Hidden Ones og Order of Ancients. Kalífar deyja og í stuttu máli sagt, þá fer allt í smá fokk. Ég er svolítið seinn í þetta partí, þar sem leikurinn kom út 5. október en því miður fær maður ekki allt sem maður vill. Þetta er guð einn veit hvað-asti leikurinn í Assassins Creed seríunni en hann átti upprunalega að vera aukapakki við Valhalla. Snemma í þróunarferlinu var ákveðið að stækka hann og gera að nýjum leik og það tel ég nokkuð heillaskref. Leikurinn er mun minni í sniðum en síðustu leikir í seríunni sem er jákvætt, þó það kunni ef til vill að hljóma skringilega, en það er samt nóg að gera, skoða og finna. Starfsmönnum Ubisoft hefur tekist að losa sig við mikið spik sem hefur bæst á leikina. Það ætti ekki að taka mikið meira en tuttugu klukkustundir að klára þennan leik, eftir því hversu mikið þú klárar hann, sem er lítið miðað við Valhalla og Odyssey. Þeir voru allt of þrútnir, þó þeir hafi verið mjög góðir. Fyrir utan steinastöflunina heimskulegu, hafði ég mjög gaman af Valhalla og líka Odyssey. Að mörgu leyti voru þeir samt mjög óhefðbundnir Assassins Creed leikir, sem maður áttar sig ef til vill ekkert á fyrr en maður spilar Mirage. Þetta er samheldnari upplifun sem gefur sögunni miklu meira rúm til að njóta sín. Á móti kemur að Mirage bíður upp á lítið nýtt. Maður hefur einhvern veginn gert þetta allt áður. Meiri áhersla á að læðast Basim er ekki Rambo. Að þessu sinni er lögð mun meiri áhersla á að laumupúkast um og finna leiðir til að myrða drullusokka og er ekki jafn auðvelt að drepa bara alla eins og í Valhalla, Odyssey og Origins. Bardagakerfið er þar að auki minna „hack and slash“ og meiri áhersla lögð á að drepa fólk úr laumi og ná góðum gagnhögnum. Basim er mjög góður klifurkappi og Baghdad er eins og leikvöllur, þar sem íbúar virðast hafa komið fyrir krókum og stöngum sem Basim getur notað til að ferðast um borgina í hraði. Gallinn er þó sá að Basim virðist stundum eiga erfitt með að skilja hvert hann eigi að fara. Ég enda reglulega fastur á einhverjum girðingarstaurum eða hoppa eitthvað sem ég ætlaði alls ekki að hoppa. Auk þess að horfa til Mið-Austurlanda, eins og í fyrsta leik seríunnar, þá er mun fleira sem minnir á ævintýri Altaïr Ibn-La'Ahad á tímum krosferðanna. Andrúmsloftið allt minnir á fyrsta leikinn og við sjáum þar að auki fræga staðsetningu úr fyrsta leiknum. Ubisoft Miðað við minni mitt, þá eru líkindin hvað mest þegar maður er að myrða stóru kallana. Í undanförnum leikjum hefur maður bara getað ráðist á heilu virkin einn og drepið þar alla og þar á meðal stóru skotmörkin. Það er erfiðara í Mirage og maður þarf að verja tíma í að fylgjast með skotmörkum sínum, læra á þau og undirbúa sig. Maður er hvattur til þess að fara rólega áfram og gera hlutina vel. Það borgar sig. Heildarsagan er illskiljanleg Fyrir utan aðalsögu leiksins eru gátur til að leysa fyrir betri vopn og búnað, launmorð að framkvæma og drasl til að stela í margskonar hliðarverkefnum sem eru flest frekar skemmtileg. Ég hef svo sem enga ástæðu til að kvarta yfir sögu Mirage. Hún er fín, þó hún geti verið óáhugaverð á köflum. Það er hins vegar vel hægt að gagnrýna heildarsögu Assasssins Creed leikjanna, sem gerist í nútímanum-ish, samhliða fortíðinni, þar sem launmorðingjar og Templar-ar berjast um yfirráð og tilteknar persónur reyna að endurvekja meðlimi fornrar siðmenningar sem stjórnaði jörðinni áður en maðurinn kom til sögunnar. Guð einn veit hvað gengur á þar, enda er þetta orðið frekar flókið allt saman. Þetta hefur í raun ekki haldið vatni frá því Desmond Miles fórnaði lífi sínu til að bjarga jörðinni frá stórhættulegu sólgosi. Það var í enda Assassins Creed Revelations, sem kom út árið 2011, jesús. Það eru þá áhugaverðar vendingar í Mirage. Undarlega heimskir verðir Gervigreind AC-leikjanna hefur aldrei verið neitt til að hrópa húrra yfir en þetta fer að verða svolítið þreytandi. Það er hægt að koma sér fyrir í runna, flauta á næsta mann og hann kemur askvaðandi til að láta skera sig á háls. Þá er hægt að flauta á næsta mann, myrða hann, og svo þann næsta og koll af kolli. Þetta er stórundarlegt. Þessir verðir eru nautheimskir og hafa alltaf verið það. Það á bara ekki að vera þannig í leikjum að maður geti myrt einhvern fyrir framan vörð eða hann rambi á lík og gleymi því svo eftir nokkrar sekúndur. Ef ég stæði vörð við hlið að konungshöll og myndi heyra flaut koma frá einhverjum hvítum kolli í miðjum rósarunna myndi ég ekki hlaupa í áttina að honum eins og fáviti til að láta stinga mig. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður myndi gera það. Ubisoft Undarleg andlit Allt umhverfi leiksins er stórkostlegt. Baghdad er glæsileg borg og hvert hverfi hennar hefur ákveðna sérstöðu sem tekur oft mið af hag íbúa. Þetta tel ég líklega vera beina afleiðingu af smærra sniði leiksins, þar sem maður tekur eftir mun meiri nákvæmni en áður. Íbúar borgarinnar tala arabísku, eðlilega, og það eykur andrúmsloft leiksins mjög. Þetta andrúmsloft er eitt það besta við leikinn. Ég hef í alvörunni varið tíma í að ganga um götur borgarinnar og taka það inn en ég man síðast eftir að hafa gert það í AC Unity, sem gerist í París á tímum frönsku byltingarinnar. Vopn, klæðaburður, úlfaldar og allt annað lítur mjög vel út. Það gera andlit hins vegar ekki. Þau virka bara asnalega. Ubisoft Samantekt-ish Ég tel það jákvætt að Ubisoft hafi dregið úr umfangi Mirage þegar ákveðið var að gera sérleik í stað aukapakka fyrir Valhalla. Það kemur vel út, leikurinn verður miklu meðfærilegri fyrir vikið. Það er einnig mjög gott að tekið hafi verið til í bardagakerfinu og því breytt. Meiri áhersla hefur verið lögð á það að læðast og ráða drullusokka af dögum, sem er eitthvað sem leikir um launmorðingja ættu kannski að snúast um. Baghdad á tímum Abbasidveldisins er líka frábært sögusvið og andrúmsloft leiksins er mjög áhrifamikið. Helsti galli Mirage er að leikurinn býður upp á lítið nýtt. Ég átta mig á því að það er smá þversögn fólgin í því að fagna því að framleiðendur leiksins hafi dregið úr umfangi hans og fært hann til fortíðarinnar og í senn gagnrýna þá fyrir skort á nýjungum. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að réttlæta það en ég læt ykkur vita ef mér dettur eitthvað í hug. Þá er kominn tími til að fara að taka til í gervigreind AC-leikjanna. Óvinir Basim eru allt of heimskir og þeir hafa eiginlega alltaf verið það.
Leikjadómar Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira