Tími til að skreppa í skimun! Svanheiður Lóa Rafnsdóttir skrifar 19. október 2023 11:01 Í tilefni að bleikum október og árlegri vitundarvakningu um brjóstakrabbamein stendur Brjóstamiðstöð Landspítala fyrir átaksverkefninu „skrepp í skimun“ í samstarfi við Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Félag kvenna í atvinnulífinu. Markmið átaksins er að draga fram hversu mikilvægt og einfalt það er að mæta í brjóstaskimun og fjölga þeim sem koma í skimun. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum og mikilvægasta forvörnin gegn því er regluleg mæting í brjóstaskimun. Rannsóknir sýna að vel skipulögð brjóstaskimun bjargar mannslífum og getur lækkað dánartíðni af völdum brjóstakrabbameins um 20–30%. Nýgengi brjóstakrabbameins hefur aldrei verið hærra hérlendis. Að meðaltali greinast um 260 einstaklingar með brjóstakrabbamein á hverju ári og jafngildir það fimm nýgreiningum á viku. Því fyrr sem mein greinast, því betri líkur eru á góðum árangri í meðferð og lækningu krabbameins. Staðan er hins vegar sú að meirihluti þeirra sem greinast eru með einkenni og þar með komin af forstigi sjúkdómsins, sem dregur úr bæði lífslíkum og lífsgæðum. Enn fremur svarar einungis um helmingur kvenna boði í brjóstaskimun. Það er von okkar að „skrepp í skimun“ átakið hvetji konur til þess að mæta í brjóstaskimun. Boðskapnum er miðlað í gegnum auglýsingaherferð og á Brjóstamiðstöð hanga nú veggspjöld sem kynna herferðina og hvetja konur sem koma í skimun til að leggja okkur lið. Í gegnum Instagram síðu herferðarinnar er hægt að hvetja vini og vandamenn til að bregðast jákvætt við boði í brjóstaskimun. Á síðunni má finna fjölda af deilimyndum og fróðleik. Við hvetjum því sem flest til að skella í eina sjálfu og dreifa boðskapnum! Brjóstaskimun er framkvæmd á Brjóstamiðstöð Landspítala, á sjúkrahúsinu á Akureyri og einnig fer Brjóstamiðstöð í skipulagðar ferðir um landsbyggðina með brjóstaskimunartæki eftir auglýstum dagsetningum. Samhliða reynum við á Brjóstamiðstöð sífellt að bæta þjónustuna. Skipulagning brjóstaskimunar milli stofnana hefur verið til endurskoðunar og nú er verið að færa allar tímabókanir yfir til Brjóstamiðstöðvar. Með þessari tilfærslu verkefna mun Brjóstamiðstöð sjá bæði um framkvæmd brjóstaskimunar ásamt tímabókun í brjóstaskimun. Þessi breyting á verklagi mun auka enn frekar aðgengi í brjóstaskimun sem vonandi skilar sér í betra mætingarhlutfalli. Önnur nýjung á Brjóstamiðstöð og sem liður í því að færa aðgengi að þjónustu að þörfum nútímans er í gengum Landspítala smáforritið sem má nú nota til að senda skilaboð með ósk um aðstoð eða samband við brjóstateymið. Í tilefni bleiks októbers höfum við einnig framleitt nýja fræðslumynd um brjóstmein með áherslu á að upplýsa um brjóstaskimun, greiningu og meðferðir brjóstmeina ásamt því að skjólstæðingar gáfu innsýn inn í sýna reynslu og baráttu við brjóstakrabbamein. Brjóstamiðstöð hvetur öll sem fá boð í brjóstaskimun að svara kallinu og mæta í skimun. Mikilvægasta forvörnin gegn brjóstakrabbameini er regluleg mæting í brjóstaskimun. Skreppum í skimun, dreifum boðskapnum og björgum mannslífum! Átt þú tíma? Höfundur er yfirlæknir brjóstaskurðlækningadeild Landspítala og Brjóstamiðstöðvar Landspítala. 19. október 2023. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni að bleikum október og árlegri vitundarvakningu um brjóstakrabbamein stendur Brjóstamiðstöð Landspítala fyrir átaksverkefninu „skrepp í skimun“ í samstarfi við Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Félag kvenna í atvinnulífinu. Markmið átaksins er að draga fram hversu mikilvægt og einfalt það er að mæta í brjóstaskimun og fjölga þeim sem koma í skimun. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum og mikilvægasta forvörnin gegn því er regluleg mæting í brjóstaskimun. Rannsóknir sýna að vel skipulögð brjóstaskimun bjargar mannslífum og getur lækkað dánartíðni af völdum brjóstakrabbameins um 20–30%. Nýgengi brjóstakrabbameins hefur aldrei verið hærra hérlendis. Að meðaltali greinast um 260 einstaklingar með brjóstakrabbamein á hverju ári og jafngildir það fimm nýgreiningum á viku. Því fyrr sem mein greinast, því betri líkur eru á góðum árangri í meðferð og lækningu krabbameins. Staðan er hins vegar sú að meirihluti þeirra sem greinast eru með einkenni og þar með komin af forstigi sjúkdómsins, sem dregur úr bæði lífslíkum og lífsgæðum. Enn fremur svarar einungis um helmingur kvenna boði í brjóstaskimun. Það er von okkar að „skrepp í skimun“ átakið hvetji konur til þess að mæta í brjóstaskimun. Boðskapnum er miðlað í gegnum auglýsingaherferð og á Brjóstamiðstöð hanga nú veggspjöld sem kynna herferðina og hvetja konur sem koma í skimun til að leggja okkur lið. Í gegnum Instagram síðu herferðarinnar er hægt að hvetja vini og vandamenn til að bregðast jákvætt við boði í brjóstaskimun. Á síðunni má finna fjölda af deilimyndum og fróðleik. Við hvetjum því sem flest til að skella í eina sjálfu og dreifa boðskapnum! Brjóstaskimun er framkvæmd á Brjóstamiðstöð Landspítala, á sjúkrahúsinu á Akureyri og einnig fer Brjóstamiðstöð í skipulagðar ferðir um landsbyggðina með brjóstaskimunartæki eftir auglýstum dagsetningum. Samhliða reynum við á Brjóstamiðstöð sífellt að bæta þjónustuna. Skipulagning brjóstaskimunar milli stofnana hefur verið til endurskoðunar og nú er verið að færa allar tímabókanir yfir til Brjóstamiðstöðvar. Með þessari tilfærslu verkefna mun Brjóstamiðstöð sjá bæði um framkvæmd brjóstaskimunar ásamt tímabókun í brjóstaskimun. Þessi breyting á verklagi mun auka enn frekar aðgengi í brjóstaskimun sem vonandi skilar sér í betra mætingarhlutfalli. Önnur nýjung á Brjóstamiðstöð og sem liður í því að færa aðgengi að þjónustu að þörfum nútímans er í gengum Landspítala smáforritið sem má nú nota til að senda skilaboð með ósk um aðstoð eða samband við brjóstateymið. Í tilefni bleiks októbers höfum við einnig framleitt nýja fræðslumynd um brjóstmein með áherslu á að upplýsa um brjóstaskimun, greiningu og meðferðir brjóstmeina ásamt því að skjólstæðingar gáfu innsýn inn í sýna reynslu og baráttu við brjóstakrabbamein. Brjóstamiðstöð hvetur öll sem fá boð í brjóstaskimun að svara kallinu og mæta í skimun. Mikilvægasta forvörnin gegn brjóstakrabbameini er regluleg mæting í brjóstaskimun. Skreppum í skimun, dreifum boðskapnum og björgum mannslífum! Átt þú tíma? Höfundur er yfirlæknir brjóstaskurðlækningadeild Landspítala og Brjóstamiðstöðvar Landspítala. 19. október 2023.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun