Elvar með fyrstu þrennuna sem sést hefur í Meistaradeildinni í sex ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2023 09:31 Elvar Már Friðriksson fór á kostum í leiknum í gær og afrekaði það sem enginn leikmaður á útivelli hefur gert áður í Meistaradeildinni í körfubolta. @basketballcl Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson er einstakur í sögu Meistaradeildarinnar í körfubolta eftir frammistöðu sína í Istanbul í Tyrklandi í gærkvöldi. Elvar var þá með þrefalda tvennu í 88-77 sigri gríska liðsins PAOK á útivelli á móti Galatasaray. Þetta var fyrsta þrennan sem lítur dagsins ljós í Meistaradeildinni í sex ár og enn sögulegra er að þetta er fyrsta þrennan sem leikmaður nær á útivelli í allri sögu keppninnar sem er næsthæsta stig Evrópukeppni í körfubolta. The man from Iceland delivers the coldest stat line since 2017 #BasketballCL pic.twitter.com/HfwtRe6uLG— Basketball Champions League (@BasketballCL) October 18, 2023 Elvar sem er á fyrsta tímabili sínu með PAOK og var þarna að spila sinn fyrsta Evrópuleik með félaginu var með 19 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum. Elvar með köldustu tölfræðilínuna síðan 2017 eins og sjá mátti á miðlum Meistaradeildarinnar eftir leikinn. Leikurinn fór fram í höll Galatasaray sem heitir Sinan Erdem Dome og tekur sextán þúsund manns í sæti. Elvar tryggði sér þrennuna með því að gefa stoðsendingu á félaga sinn Andrew Harrison sem skoraði þriggja stiga körfu tíu sekúndum fyrir leikslok. Hinir tveir leikmennirnir sem náðu þessu eru Chris Kramer í janúar 2017 og Arnas Butkevicius í nóvember 2017. Þeir voru hins vegar báðir að spila á heimavelli í þessum leikjum sínum. Chris Kramer er Bandaríkjamaður sem var með 16 stig, 10 fráköst og 13 stoðsendingar í leik með þýska liðinu Oldenburg á móti Muratbey Usak en Arnas Butkevicius er Lithái sem var með 19 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar í leik með Neptunas Klaipeda á móti PAOK. Með því að fletta hér fyrir neðan má sjá nokkur tilþrif frá Elvari úr þessum leik. View this post on Instagram A post shared by Basketball Champions League (@basketballcl) Körfubolti Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Elvar var þá með þrefalda tvennu í 88-77 sigri gríska liðsins PAOK á útivelli á móti Galatasaray. Þetta var fyrsta þrennan sem lítur dagsins ljós í Meistaradeildinni í sex ár og enn sögulegra er að þetta er fyrsta þrennan sem leikmaður nær á útivelli í allri sögu keppninnar sem er næsthæsta stig Evrópukeppni í körfubolta. The man from Iceland delivers the coldest stat line since 2017 #BasketballCL pic.twitter.com/HfwtRe6uLG— Basketball Champions League (@BasketballCL) October 18, 2023 Elvar sem er á fyrsta tímabili sínu með PAOK og var þarna að spila sinn fyrsta Evrópuleik með félaginu var með 19 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum. Elvar með köldustu tölfræðilínuna síðan 2017 eins og sjá mátti á miðlum Meistaradeildarinnar eftir leikinn. Leikurinn fór fram í höll Galatasaray sem heitir Sinan Erdem Dome og tekur sextán þúsund manns í sæti. Elvar tryggði sér þrennuna með því að gefa stoðsendingu á félaga sinn Andrew Harrison sem skoraði þriggja stiga körfu tíu sekúndum fyrir leikslok. Hinir tveir leikmennirnir sem náðu þessu eru Chris Kramer í janúar 2017 og Arnas Butkevicius í nóvember 2017. Þeir voru hins vegar báðir að spila á heimavelli í þessum leikjum sínum. Chris Kramer er Bandaríkjamaður sem var með 16 stig, 10 fráköst og 13 stoðsendingar í leik með þýska liðinu Oldenburg á móti Muratbey Usak en Arnas Butkevicius er Lithái sem var með 19 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar í leik með Neptunas Klaipeda á móti PAOK. Með því að fletta hér fyrir neðan má sjá nokkur tilþrif frá Elvari úr þessum leik. View this post on Instagram A post shared by Basketball Champions League (@basketballcl)
Körfubolti Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira