Hrósar Íslendingum fyrir frábæra 75 ára þjónustu við alþjóðaflugið Kristján Már Unnarsson skrifar 18. október 2023 21:45 Christian Schleifer er stjórnarformaður Joint Support Committee hjá ICAO. Sú nefnd starfrækir samning Íslands við Alþjóðaflugmálastofnunina. Sigurjón Ólason Þetta hefur verið kallað minnst þekkti útflutningsatvinnuvegur Íslands, hann skapar þó níu milljarða króna gjaldeyristekjur á þessu ári og yfir þrjúhundruð hálaunastörf. Þetta er flugumferðarþjónusta Íslendinga fyrir alþjóðaflugið en 75 ára afmæli hennar var fagnað í dag. Þjónustan hófst í gamla flugturninum á Reykjavíkurflugvelli skömmu eftir síðari heimsstyrjöld en er núna til húsa í flugstjórnarmiðstöðinni, sem heimsótt var í fréttum Stöðvar 2. Þar var þess minnst í dag að 75 ár eru liðin frá því Alþjóðaflugmálastofnunin samdi við Íslendinga árið 1948 um að annast flugumferðarþjónustu á Norður-Atlantshafinu, á svæði sem nær allt til Norðurpólsins. Í tilefni afmælisins afhjúpuðu þeir Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, dótturfélags Isavia, og Christian Schleifer, fulltrúi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, minnismerki en Austurríkismaðurinn Schleifer bar lof á þjónustu Íslendinga. Minnismerkið afhjúpað í flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli í dag.Sigurjón Ólason „Á þeim 75 árum sem þessi samningur hefur verið í gildi hefur það sannast að þið hafið veitt frábæra þjónustu. Ísland hefur veitt frábæra þjónustu. Isavia hefur veitt frábæra þjónustu,“ sagði Christian Schleifer, en hann er stjórnarformaður Joint Support Committee hjá ICAO, sem annast samninginn við Ísland. Þannig hafi Íslendingum tekist vel að aðlaga þjónustuna að breyttum þörfum alþjóðaflugsins. „Frábær vinna, góð aðlögun. Við heimsóttum flugstjórnarmiðstöðina hérna og það sést að þetta fólk stendur við það sem það lofaði. Og við sjáum árangurinn í mjög góðri frammistöðu þessarar stofnunar,“ sagði Christian Schleifer. Flugumferðarstjórinn Ásgeir Pálsson starfaði í 46 ár í flugleiðsöguþjónustu og stýrði flugstjórnarmiðstöðinni í aldarfjórðung. Ásgeir Pálsson, fyrrum framkvæmdastjóri Isavia ANS.Sigurjón Ólason „Ég hef oft höfðað til þess að þetta sé minnst þekkti útflutningsatvinnuvegur Íslands. Út af því að þetta er auðvitað borgað af notendagjöldum af þeirri flugumferð sem flýgur hérna yfir,“ sagði Ásgeir, sem er fyrrum framkvæmdastjóri Isavia ANS. „Þetta gerir mikið fyrir samfélagið okkar. Ég held að veltan hérna sé á milli átta og níu milljarðar á þessu ári í tekjur hjá okkur,“ sagði Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS. „Þetta er auðvitað allt greitt í gjaldeyri og sjötíu prósent af rekstrarkostnaði hérna eru launagreiðslur,“ sagði Ásgeir. Kjartan segir að um 250 manns starfi í flugstjórnarmiðstöðinni vegna alþjóðaflugsins og áætlar að fimmtíu til eitthundrað störf til viðbótar tengist starfseminni. Flugumferðarstjórar að störfum í flugstjórnarmiðstöðinni í dag.Sigurjón Ólason „Og fyrirtækið hér og starfsmenn þess eru mjög stoltir af þjónustunni. Og við teljum okkur vera ákveðna leiðtoga í samstarfi ríkjanna sem eru að sjá um flugið í Norður-Atlantshafinu. Að því leyti viljum við viðhalda þeirri stöðu og vera áfram í fararbroddi,“ sagði Kjartan Briem. Íslenska flugstjórnarsvæðið er með stærri flugstjórnarsvæðum heims en það nær yfir 5,4 milljón ferkílómetra svæði, samkvæmt upplýsingum Isavia. Flugstjórnarsvæðið nær frá Greenwich-lengdarbaugnum í austri og vestur fyrir Grænland, frá Norðurpólnum, suður fyrir Færeyjar og langleiðina til Skotlands. Rétt rúmlega fjórðungur flugumferðar á leið yfir Norður-Atlantshafið fer í gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Kynjahlutföllum snúið við í flugturninum á Akureyri Konur hafa tekið yfir flugturninn á Akureyri. Karlar eru þar orðinn minnihlutahópur og telja aðeins þriðjung flugumferðarstjóra fyrir norðan. 24. júlí 2023 07:27 Flugumferð nálgast það sem var fyrir faraldurinn Flugumferð yfir Norður-Atlantshafið er farin að nálgast það sem var áður en kórónuveirufaraldurinn tók að breiðast út. Isavia auglýsir nú í fyrsta sinn, frá því fyrir faraldur, eftir umsækjendum í flugumferðarstjóranám. 1. febrúar 2022 22:01 Isavia tilnefnt til verðlauna á sviði flugleiðsögu Isavia fær tilnefningar fyrir ADS-B væðingu í íslensku flugstjórnarmiðstöðinni og verkefni við að setja upp samtengt fjarskiptastjórnkerfi í Gufunesi og Ballygirren á Írlandi. 27. janúar 2016 08:37 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Þjónustan hófst í gamla flugturninum á Reykjavíkurflugvelli skömmu eftir síðari heimsstyrjöld en er núna til húsa í flugstjórnarmiðstöðinni, sem heimsótt var í fréttum Stöðvar 2. Þar var þess minnst í dag að 75 ár eru liðin frá því Alþjóðaflugmálastofnunin samdi við Íslendinga árið 1948 um að annast flugumferðarþjónustu á Norður-Atlantshafinu, á svæði sem nær allt til Norðurpólsins. Í tilefni afmælisins afhjúpuðu þeir Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, dótturfélags Isavia, og Christian Schleifer, fulltrúi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, minnismerki en Austurríkismaðurinn Schleifer bar lof á þjónustu Íslendinga. Minnismerkið afhjúpað í flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli í dag.Sigurjón Ólason „Á þeim 75 árum sem þessi samningur hefur verið í gildi hefur það sannast að þið hafið veitt frábæra þjónustu. Ísland hefur veitt frábæra þjónustu. Isavia hefur veitt frábæra þjónustu,“ sagði Christian Schleifer, en hann er stjórnarformaður Joint Support Committee hjá ICAO, sem annast samninginn við Ísland. Þannig hafi Íslendingum tekist vel að aðlaga þjónustuna að breyttum þörfum alþjóðaflugsins. „Frábær vinna, góð aðlögun. Við heimsóttum flugstjórnarmiðstöðina hérna og það sést að þetta fólk stendur við það sem það lofaði. Og við sjáum árangurinn í mjög góðri frammistöðu þessarar stofnunar,“ sagði Christian Schleifer. Flugumferðarstjórinn Ásgeir Pálsson starfaði í 46 ár í flugleiðsöguþjónustu og stýrði flugstjórnarmiðstöðinni í aldarfjórðung. Ásgeir Pálsson, fyrrum framkvæmdastjóri Isavia ANS.Sigurjón Ólason „Ég hef oft höfðað til þess að þetta sé minnst þekkti útflutningsatvinnuvegur Íslands. Út af því að þetta er auðvitað borgað af notendagjöldum af þeirri flugumferð sem flýgur hérna yfir,“ sagði Ásgeir, sem er fyrrum framkvæmdastjóri Isavia ANS. „Þetta gerir mikið fyrir samfélagið okkar. Ég held að veltan hérna sé á milli átta og níu milljarðar á þessu ári í tekjur hjá okkur,“ sagði Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS. „Þetta er auðvitað allt greitt í gjaldeyri og sjötíu prósent af rekstrarkostnaði hérna eru launagreiðslur,“ sagði Ásgeir. Kjartan segir að um 250 manns starfi í flugstjórnarmiðstöðinni vegna alþjóðaflugsins og áætlar að fimmtíu til eitthundrað störf til viðbótar tengist starfseminni. Flugumferðarstjórar að störfum í flugstjórnarmiðstöðinni í dag.Sigurjón Ólason „Og fyrirtækið hér og starfsmenn þess eru mjög stoltir af þjónustunni. Og við teljum okkur vera ákveðna leiðtoga í samstarfi ríkjanna sem eru að sjá um flugið í Norður-Atlantshafinu. Að því leyti viljum við viðhalda þeirri stöðu og vera áfram í fararbroddi,“ sagði Kjartan Briem. Íslenska flugstjórnarsvæðið er með stærri flugstjórnarsvæðum heims en það nær yfir 5,4 milljón ferkílómetra svæði, samkvæmt upplýsingum Isavia. Flugstjórnarsvæðið nær frá Greenwich-lengdarbaugnum í austri og vestur fyrir Grænland, frá Norðurpólnum, suður fyrir Færeyjar og langleiðina til Skotlands. Rétt rúmlega fjórðungur flugumferðar á leið yfir Norður-Atlantshafið fer í gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Kynjahlutföllum snúið við í flugturninum á Akureyri Konur hafa tekið yfir flugturninn á Akureyri. Karlar eru þar orðinn minnihlutahópur og telja aðeins þriðjung flugumferðarstjóra fyrir norðan. 24. júlí 2023 07:27 Flugumferð nálgast það sem var fyrir faraldurinn Flugumferð yfir Norður-Atlantshafið er farin að nálgast það sem var áður en kórónuveirufaraldurinn tók að breiðast út. Isavia auglýsir nú í fyrsta sinn, frá því fyrir faraldur, eftir umsækjendum í flugumferðarstjóranám. 1. febrúar 2022 22:01 Isavia tilnefnt til verðlauna á sviði flugleiðsögu Isavia fær tilnefningar fyrir ADS-B væðingu í íslensku flugstjórnarmiðstöðinni og verkefni við að setja upp samtengt fjarskiptastjórnkerfi í Gufunesi og Ballygirren á Írlandi. 27. janúar 2016 08:37 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Kynjahlutföllum snúið við í flugturninum á Akureyri Konur hafa tekið yfir flugturninn á Akureyri. Karlar eru þar orðinn minnihlutahópur og telja aðeins þriðjung flugumferðarstjóra fyrir norðan. 24. júlí 2023 07:27
Flugumferð nálgast það sem var fyrir faraldurinn Flugumferð yfir Norður-Atlantshafið er farin að nálgast það sem var áður en kórónuveirufaraldurinn tók að breiðast út. Isavia auglýsir nú í fyrsta sinn, frá því fyrir faraldur, eftir umsækjendum í flugumferðarstjóranám. 1. febrúar 2022 22:01
Isavia tilnefnt til verðlauna á sviði flugleiðsögu Isavia fær tilnefningar fyrir ADS-B væðingu í íslensku flugstjórnarmiðstöðinni og verkefni við að setja upp samtengt fjarskiptastjórnkerfi í Gufunesi og Ballygirren á Írlandi. 27. janúar 2016 08:37