Afhjúpar það sem er óþægilegt að segja upphátt Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. október 2023 07:01 Katrín Björgvinsdóttir leikstjóri ræddi við blaðamann um lífið, listina, óþægileg viðfangsefni, stöðu kvenna í bransanum og ýmislegt annað. Vísir/Vilhelm „Ég fýla að segja sögur um manneskjur, að kafa ofan í allt þetta litla sem er inn í okkur og okkur finnst kannski óþægilegt að segja upphátt,“ segir leikstjórinn Katrín Björgvinsdóttir, sem leikstýrir sjónvarpsseríunni Svo lengi sem við lifum. Blaðamaður ræddi við Katrínu um listsköpunina og lífið. Katrín Björgvinsdóttir er menntaður kvikmyndaleikstjóri úr Den Danske Filmskole í Kaupmannahöfn. Hún bjó þar í sjö ár en fluttist heim í fyrra sem hún segir hafa verið algjörlega rétt ákvörðun fyrir sig. Rétt ákvörðun að flytja heim „Ég hef verið að vinna bæði úti í Danmörku og hér heima við hugmyndaþróun, handritsskrif og leikstjórn.“ Katrín leikstýrði meðal annars þremur þáttum af þriðju seríu Ófærðar og er nú í tökum af annarri seríu af Ráðherranum, þar sem hún leikstýrir tveimur þáttum. Auk þess var hún leikstjóri seríunnar Svo lengi sem við lifum sem Aníta Briem skrifaði og leikur aðalhlutverk í en serían kom út á dögunum. Katrín bjó í Danmörku í sjö ár en fann svo allt í einu að nú væri kominn tími til að flytja heim. Vísir/Vilhelm Aðspurð segir Katrín merkilega tilfinningu að fylgja verkefnunum eftir til enda. „Maður horfir náttúrulega svona milljón sinnum á hverja einustu mínútu af efninu sem maður er að skjóta í öllu eftirvinnsluferlinu og það er ekkert betra en þegar það gefst smá tími til þess að leggja verkefnið frá sér og hreinsa hugann áður en maður sýnir áhorfendum það. Þá getur maður upplifað verkið alveg upp á nýtt.“ Hún segir að svoleiðis hafi það verið með Svo lengi sem við lifum. Þá gafst smá andrými frá því að allt kláraðist og þangað til að þættirnir fóru í sýningu. „Svo héldum við litla frumsýningu með fullt af æðislegu fólki sem var komið til að fagna með okkur. Þá verða til svo miklir töfrar. Þetta liggur ekki eins mikið í taugakerfinu á manni og maður getur horft á þetta smá eins og áhorfandi, þó að auðvitað geti maður aldrei slökkt alveg á röddinni inn í sér sem hvíslar: Oh asninn þinn, þú hefðir átt að gera þetta öðruvísi.“ Vill hreinskilin viðbrögð Hún segir að það sé þó alltaf örlítið flóknara að fylgja sjónvarpsseríum eftir. „Fólk er bara að horfa á þær heima hjá sér, kannski bara undir sæng uppi í rúmi og maður er ekki þar til að fylgjast með því eða fylgjast með viðbrögðunum. En mér finnst það líka vera það sem getur verið svo spennandi við sjónvarpsseríuformattið, þetta er svo prívat upplifun á milli sögupersónanna og áhorfandans sem er kannski bara í náttfötum og með allar varnir niðri. Mér finnst allavega gott að ímynda mér að sé besta leiðin til þess að ná alveg beint inn í hjarta hjá fólki.“ Katrín segir besta lærdómin að fá viðbrögð frá fólki við verkefnum sínum.Vísir/Vilhelm Hún er þó dugleg að fá vini og vandamenn í samtal um efnið sitt til að átta sig betur á viðbrögðum. „Ég vil heyra hvaða atriði var skemmtilegt eða hvort þeim hafi leiðst á einhverjum stað. Maður getur það kannski ekki alltaf, sérstaklega ekki ef það er stutt síðan maður gerði þetta og þetta er ennþá svolítið viðkvæmt, en ég finn að núna hef ég mjög mikinn áhuga á því samtali. Ég elska þegar einhverjir vinir mínir eru búnir að horfa á þetta og þau geta sagt mér hvaða tilfinningar kviknuðu við hin og þessi atriði. Það er eiginlega besta leiðin til að læra finnst mér. Svo náttúrulega ræði ég við mína kollega í kvikmyndabransanum. Það er gaman að heyra hvað þeim finnst og mér finnst gaman að fá viðbrögð frá öðrum, það er svo stór hluti af þessu. Annars situr maður bara einn í herbergi og það verður takmarkaður lærdómur úr því, þó maður læri auðvitað fullt á að horfa á efnið sitt sjálfur og skoða hvar maður hefði viljað gera hlutina öðruvísi. En samtalið er svolítið lykilinn.“ Kann að lifa lífinu Aðspurð að því hvort hún hafi verið sérstaklega skapandi barn hikar Katrín og hugsar sig um. „Ekkert meira en aðrir held ég. Jú jú, ég klæddi mig upp í búninga og píndi bróður minn til þess að koma fram eftir kvöldmat í alls konar skemmtiatriðum og fannst gaman að fá athygli en mest var ég bara svolítið löt og sérhlífin, nennti aldrei að vera í íþróttum eða æfa mig á píanóið og vildi helst bara alltaf gera það sem mig langaði mest akkúrat þá og ég held ég sé ennþá þannig. Ég hélt lengi vel að þetta héti metnaðarleysi en nú held ég bara að þetta heiti að kunna að lifa lífinu.“ Katrín er alin upp í Kópavogi og Hafnarfirði en að lokinni grunnskólagöngu lá leiðin í Menntaskólann við Hamrahlíð. „Ég og vinkonur mínar fórum alltaf saman í strætó til Reykjavíkur sem var stórt fyrir okkur. Við ætluðum sko ekki að vera fastar í Hafnarfirði, eins og þetta væri einhver lítill bær lengst úti á landi,“ segir hún og hlær. Það sem Katrín hélt lengi vel að væri metnaðarleysi reyndist í raun vera lífskúnstnin að kunna að njóta lífsins. Vísir/Vilhelm Drulluerfitt að elta drauminn Katrín byrjaði ung að vinna í kvikmyndabransanum en áttaði sig ekki strax á því að leikstjórnin væri draumurinn. „Ég var lengi í allskonar skítadjobbum í hinum og þessum framleiðslum og ég fékk ótrúlega mikið út úr því að vera á setti innan um allan æsinginn og vesenið. Ég lærði líka alveg svakalega mikið á því, það er ómetanlegt að hafa byrjað á botninum og kynnst öllum kimum kvikmyndabransans á löturhægri leið minni upp úr samlokusmurningnum. Seint um síðir held ég að ég hafi byrjað að finna að nú þyrfti ég að fara í einhverja átt þar sem ég gæti verið meira í bílstjórasætinu, meira kreatív og skapað mitt eigið. Þá kom þessi draumur fram sem hafði greinilega blundað í mér heillengi, örugglega síðan ég var unglingur þó ég hafi ekki alveg áttað mig á því. En á einhverjum tímapunkti náði ég að taka hann upp, leggja hann á borðið, horfa á hann og segja bara nú ætla ég að reyna þetta. Sem var drullu erfitt vegna þess að ég var svo hrædd um að mér myndi mistakast. Það er svo óþægilegt að segja upphátt hvað mann langar, því þá eru svo mörg vitni ef maður nær ekki markmiði sínu. Þannig að það var mjög flókið fyrir mig.“ „Stundum þarf maður einhverja flotta konu til að labba á undan sér“ Eftir uppljómun Katrínar fór hún að skoða hvað yrði hennar næsta skref en hún vissi að hana langaði að mennta sig í kvikmyndaleikstjórn. Hún vissi af danska kvikmyndaskólanum og hafði fylgst vel með þeim sem komu þaðan, sem dæmi leikstjórarnir Dagur Kári, Rúnar Rúnarsson og Hlynur Pálmason. „Elsa María Jakobsdóttir, kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur, hafði fyrst íslenskra kvenna komist inn á leikstjórnarbrautina tveimur árum á undan mér. Þá varð þetta aðeins raunverulegra fyrir mér, að það væri kannski einhver séns. Hún gaf mér góð ráð í umsóknarferlinu og hvatti mig áfram. Stundum þarf maður einhverja flotta konu til að labba aðeins á undan sér og þá getur maður gert alls konar sem maður sá ekki fyrir sér.“ Katrín segir að kynjaumræðan geti verið flókin og óþægileg en þó sé mikilvægt að horfast í augu við hana.Vísir/Vilhelm Talið berst þá að stöðu konunnar í kvikmyndabransanum og segir Katrín að það sé endalaust hægt að velta því flókna máli fyrir sér. „Ég held að þetta sé mikið niðurgrafnara í okkur öll heldur en við erum tilbúin að viðurkenna. Í raun er búið að vera æðislega gaman fyrir mig að vera kona í þessum bransa, ég er búin að fá fullt af tækifærum sem bekkjarbræður mínir í skólanum láta sig ekki dreyma um. En það er einhver, auðvitað mismikil, kvenfyrirlitning inn í okkur öllum og það er nauðsynlegt að skoða hana og átta okkur á því hvernig við bregðumst við henni. En það er svo erfitt að skilja hana stundum því hún er oft rótgróin og það er erfitt að nákvæmlega koma auga á hana eða benda á hana án þess að fórnarlambavæða sig á nóinu.“ Augljós vanvirðing óboðleg Katrín segir auðvelt að líða eins og maður kannist ekkert við þessa tilfinningu því hún getur verið lengst ofan í undirmeðvitundinni. „Það getur verið mjög snúið að vera kona í stjórnunarstöðu og það gerir mig alveg brjálaða þegar mér er sýnd augljós vanvirðing og gert ráð fyrir að ég viti ekki alveg hvað ég er að gera eða hvað ég vill þó ég útlisti það skýrt og greinilega. Þá finnur maður að mann vantar einhverja forgjöf sem karlarnir hafa og það getur verið mjög erfitt að díla við það. Því þetta snýst ekki bara um hvort það sé klipið í rassinn á manni, eða blessunarlega ekki. Virðing er brjálæðislega flókið konsept og ég get ekki stjórnað því hver ber virðingu fyrir mér eða hvernig fólk upplifir mig. Eina lausnin er að við lítum inn á við og reynum að uppræta þetta eldgamla feðraveldisæxli sem kúrir inni í okkur.“ Katrín reynir að leita leiða þar sem erfið umræða getur verið forvitnileg og jafnvel fyndin og inspírandi. Hún flutti aftur til Íslands fyrir einu og hálfu ári síðan og nýtur sín vel í Vesturbænum með kisunni sinni.Vísir/Vilhelm Lyfti manni upp í staðinn fyrir að ýta manni niður Hún segir að það sé oft freistandi að hunsa þetta umræðuefni og einblína á vandamál sem eru minna flókin og maður getur sjálfur stjórnað. „En það skiptir máli að skoða þetta. Þó það geti verið alveg hræðilega þunglyndislegt að festast í pælingum um þetta kerfisbundna óréttlæti og misrétti. Auðvitað getur maður orðið ofboðslega reiður og jafnvel labbað á vegg og hugsað það er engin lausn á þessu. Þannig að maður þarf stundum að geta lagt þetta frá sér og einbeitt sér að öðru. Ég er að leita skemmtilegra leiða í þessu og hugsa hvernig ég geti notið þess að rannsaka þetta. Að geta pælt í þessum hlutum og það sé insperandi eða fyndið eða varpi ljósi á eitthvað nýtt. Að það lyfti manni í staðinn fyrir að þetta ýti manni niður. Það er flóknara en að segja það. En ég ætla samt að halda áfram að reyna það,“ segir Katrín brosandi. Hættulega afhjúpandi sögur Katrín segir að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðastliðinn rúman áratug. Í list sinni er hún svo algjörlega óhrædd við áskoranir og hefur skýra listræna sýn. „Ég dýrka sögur með persónulegum blæ. Sögur sem eru hættulega afhjúpandi og sögupersónan speglar eitthvað í áhorfandanum sem hann vill helst ekki horfast í augu við. Svo finn ég núna ofboðslega mikinn áhuga á sögum eftir konur og um konur því konur geta verið svo hræðilega vandræðalegar og bilaðar. Ég fýla að segja sögur um manneskjur og kafa ofan í allt þetta litla sem er inn í okkur og okkur finnst kannski óþægilegt að segja upphátt. Ég fýla líka sögur sem virðast kannski í fyrstu vera litlar en eru svo miklu stærri.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá stiklu úr sjónvarpsseríunni Svo lengi sem við lifum: Mikill innblástur í berskjöldun Þegar Katrín las fyrst handritið af Svo lengi sem við lifum segist hún strax hafa fundið að hún yrði að vinna að þessu verkefni. „Ég fékk bara yfirþyrmandi tilfinningu að ég yrði að gera þetta, ég hafði aldrei lesið handrit sem kallaði svona á mig.“ Hún segir að berskjöldunin í söguþræðinum hafi spilað veigamikið hlutverk. „Aníta skrifaði karakter sem maður kemst alveg inn í kjarnann á. Maður fær að upplifa allt þetta fallega og allt þetta ljóta líka. Þetta passaði líka algjörlega inn í mína sýn á hvernig sögur mér finnst einhvers virði að segja. Að það kosti mann eitthvað að segja söguna, að maður sé smá hræddur við að gera það, það finnst mér svo ótrúlega insperandi. Það var mjög merkilegt að vinna með leikkonu sem skildi alla núansana í söguþræðinum því þetta voru senur sem hún var búin að liggja yfir. Alveg frá byrjun lá það í loftinu að þessi sería myndi taka sénsa, leyfa sér að fara alla leið og vera í senn fíngerð og ögrandi. Ég held að okkur hafi tekist það og ég er mjög stolt af þessari seríu. Hún er óvenjuleg og svolítið hættuleg en með alveg risastórt hjarta.“ Ágætt að vera hrædd Aðspurð hvort hún sé hrædd við einhver verkefni segir Katrín: „Ég held að það sé alltaf einhver hluti af mér sem er hræddur við hvert einasta verkefni. Ég er mjög meðvituð um það að þegar maður er leikstjóri, og nýr leikstjóri, þá er maður alltaf að vaxa, verða betri í því sem maður gerir og maður lærir eitthvað á hverjum einasta degi. En mér finnst samt ágætt að vera svolítið hrædd, því ég held að um leið og maður getur hallað sér aftur í stólnum og hugsað ég er alveg með þetta, þá hættir þetta svolítið að vera spennandi. Það er alltaf allt í húfi, hvern einasta dag og eina leiðin til þess að komast í gegnum þetta er að vera í þráðbeinni tengingu við innsæið, treysta því og vera til staðar í sjálfum sér.“ Það er nóg um að vera hjá Katrínu um þessar mundir, sem ætlar sér þó ekki að fara of geyst í hlutina. „Við erum tökum núna í af Ráðherranum en eftir það er ég svolítið opin bara. Ég var komin í þá stöðu að ég var með frekar þétt plan alveg út næsta ár og ég fann að það var aðeins of mikið ef þetta átti að halda áfram að vera gaman. Mig langaði að losa aðeins um og ég náði að gera það. Þannig að núna er ég að pæla í mínum eigin verkefnum, er að þróa mínar eigin hugmyndir bæði hér heima og úti. Svo er ég alltaf opin fyrir sögum eftir aðra ef þær heilla mig upp úr skónum.“ Katrín segir hræðsluna ágæta þar sem hún heldur hlutunum spennandi og minnir hana á að verkefnið skiptir hana máli.Vísir/Vilhelm Nauðsynlegt að hafa gullmola í endalausu maraþoni Hún segir að starfið taki mikið á. „Maður setur allt á pásu og hellir sér ofan í verkefnin. Þetta kostar mann eitthvað þannig að ég finn að ég þarf að velja vel. Svo tekur þetta svo langan tíma, að búa til seríu eða bíómynd, þannig það þarf að vera einhver kjarni í verkefninu sem slokknar aldrei ef maður ætlar að komast út hinum megin. Einhver ástæða fyrir því að fólk þarf og á að sjá og upplifa ákveðna sögu. Það er ótrúlega erfitt að halda áfram í þessu endalausa maraþoni ef maður hefur ekki aðgang að þessari einu setningu inni í hausnum sem er pointið með þessu öllu. Það er gullmolinn manns sem drífur mann áfram þannig að maður gefst aldrei upp. Ef mann langar að gefast upp þá getur maður alltaf leitað í gullmolann og hugsað nei, við þurfum að halda áfram. Þetta er mikilvægt og akkúrat núna er þetta það mikilvægasta sem þarf að gerast. Það fyrir mér er oft spurningin hver er að fara að sjá þetta og hvaða þýðingu getur það haft fyrir þær manneskjur? Það getur verið alls konar, stórir hlutir á borð við loftslagsmál en það getur líka verið eitthvað minna. Einhver tilfinning eða upplifun sem manni líður eins og maður sé aleinn í heiminum með en nær að spegla í einhverri uppdiktaðri sögupersónu sem er að díla við nákvæmlega sömu tilfinningu.“ Gott að hafa nærbuxnaskúffuna á einum stað Hún segist sannarlega spennt fyrir því að vera á Íslandi um ókomna tíð. „Eftir að ég tók þessa ákvörðun að flytja heim og búa mér til líf hér þá róaðist eitthvað innra með mér. Mér leið mjög vel í Danmörku en einn daginn þá fann ég að ég þurfti að fara aftur heim. Ég finn að það er það rétta fyrir mig að vera hér. Íslenskar sögur kveikja miklu meiri eld innra með mér en danskar,“ segir Katrín en bætir þó við að hún ætli þó að halda áfram með ákveðin og spennandi verkefni úti. Það hafi þó ekki verið fyrir hana að vera algjörlega teygð á milli beggja landa. „Ég er aðeins búin að fatta að þessi draumur sem ég var með í maganum á sínum tíma að geta verið á báðum stöðum, stöðugt á ferðalagi í kaotísku lífi, það er ekki alveg jafn æskilegt og ég hélt. Nærbuxnaskúffan þín er alltaf bara á einum stað. Ég held að ég hafi verið að reyna að dreifa mér yfir tvö lönd og það virkaði ekki fyrir mig. Ég þarf að vera með nærbuxnaskúffuna mína á ákveðnum stað sem er aðal staðurinn, þar bý ég og svo get ég farið út í heimsókn í hinn heiminn,“ segir Katrín glöð í bragði að lokum. Menning Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fjölmenntu til að upplifa kynþokka og spennu í nýrri þáttaröð Forsýning dramaþáttanna, Svo lengi sem við lifum eða As long as we live, eftir Anítu Briem fór fram í Bíó Paradís í gær. Sjö ár eru liðin síðan Aníta byrjaði að skrifa handritið sem nú er orðið að veruleika. 5. október 2023 17:08 Aníta Briem fer á kostum í nýjum þáttum Ný stikla úr þáttunum Svo lengi sem við lifum er frumsýnd á Vísi í dag. Þættirnir eru hugarfóstur leikkonunnar Anítu Briem sem fer með aðalhlutverk í þáttunum og skrifar handritið að þeim. 28. september 2023 09:09 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Katrín Björgvinsdóttir er menntaður kvikmyndaleikstjóri úr Den Danske Filmskole í Kaupmannahöfn. Hún bjó þar í sjö ár en fluttist heim í fyrra sem hún segir hafa verið algjörlega rétt ákvörðun fyrir sig. Rétt ákvörðun að flytja heim „Ég hef verið að vinna bæði úti í Danmörku og hér heima við hugmyndaþróun, handritsskrif og leikstjórn.“ Katrín leikstýrði meðal annars þremur þáttum af þriðju seríu Ófærðar og er nú í tökum af annarri seríu af Ráðherranum, þar sem hún leikstýrir tveimur þáttum. Auk þess var hún leikstjóri seríunnar Svo lengi sem við lifum sem Aníta Briem skrifaði og leikur aðalhlutverk í en serían kom út á dögunum. Katrín bjó í Danmörku í sjö ár en fann svo allt í einu að nú væri kominn tími til að flytja heim. Vísir/Vilhelm Aðspurð segir Katrín merkilega tilfinningu að fylgja verkefnunum eftir til enda. „Maður horfir náttúrulega svona milljón sinnum á hverja einustu mínútu af efninu sem maður er að skjóta í öllu eftirvinnsluferlinu og það er ekkert betra en þegar það gefst smá tími til þess að leggja verkefnið frá sér og hreinsa hugann áður en maður sýnir áhorfendum það. Þá getur maður upplifað verkið alveg upp á nýtt.“ Hún segir að svoleiðis hafi það verið með Svo lengi sem við lifum. Þá gafst smá andrými frá því að allt kláraðist og þangað til að þættirnir fóru í sýningu. „Svo héldum við litla frumsýningu með fullt af æðislegu fólki sem var komið til að fagna með okkur. Þá verða til svo miklir töfrar. Þetta liggur ekki eins mikið í taugakerfinu á manni og maður getur horft á þetta smá eins og áhorfandi, þó að auðvitað geti maður aldrei slökkt alveg á röddinni inn í sér sem hvíslar: Oh asninn þinn, þú hefðir átt að gera þetta öðruvísi.“ Vill hreinskilin viðbrögð Hún segir að það sé þó alltaf örlítið flóknara að fylgja sjónvarpsseríum eftir. „Fólk er bara að horfa á þær heima hjá sér, kannski bara undir sæng uppi í rúmi og maður er ekki þar til að fylgjast með því eða fylgjast með viðbrögðunum. En mér finnst það líka vera það sem getur verið svo spennandi við sjónvarpsseríuformattið, þetta er svo prívat upplifun á milli sögupersónanna og áhorfandans sem er kannski bara í náttfötum og með allar varnir niðri. Mér finnst allavega gott að ímynda mér að sé besta leiðin til þess að ná alveg beint inn í hjarta hjá fólki.“ Katrín segir besta lærdómin að fá viðbrögð frá fólki við verkefnum sínum.Vísir/Vilhelm Hún er þó dugleg að fá vini og vandamenn í samtal um efnið sitt til að átta sig betur á viðbrögðum. „Ég vil heyra hvaða atriði var skemmtilegt eða hvort þeim hafi leiðst á einhverjum stað. Maður getur það kannski ekki alltaf, sérstaklega ekki ef það er stutt síðan maður gerði þetta og þetta er ennþá svolítið viðkvæmt, en ég finn að núna hef ég mjög mikinn áhuga á því samtali. Ég elska þegar einhverjir vinir mínir eru búnir að horfa á þetta og þau geta sagt mér hvaða tilfinningar kviknuðu við hin og þessi atriði. Það er eiginlega besta leiðin til að læra finnst mér. Svo náttúrulega ræði ég við mína kollega í kvikmyndabransanum. Það er gaman að heyra hvað þeim finnst og mér finnst gaman að fá viðbrögð frá öðrum, það er svo stór hluti af þessu. Annars situr maður bara einn í herbergi og það verður takmarkaður lærdómur úr því, þó maður læri auðvitað fullt á að horfa á efnið sitt sjálfur og skoða hvar maður hefði viljað gera hlutina öðruvísi. En samtalið er svolítið lykilinn.“ Kann að lifa lífinu Aðspurð að því hvort hún hafi verið sérstaklega skapandi barn hikar Katrín og hugsar sig um. „Ekkert meira en aðrir held ég. Jú jú, ég klæddi mig upp í búninga og píndi bróður minn til þess að koma fram eftir kvöldmat í alls konar skemmtiatriðum og fannst gaman að fá athygli en mest var ég bara svolítið löt og sérhlífin, nennti aldrei að vera í íþróttum eða æfa mig á píanóið og vildi helst bara alltaf gera það sem mig langaði mest akkúrat þá og ég held ég sé ennþá þannig. Ég hélt lengi vel að þetta héti metnaðarleysi en nú held ég bara að þetta heiti að kunna að lifa lífinu.“ Katrín er alin upp í Kópavogi og Hafnarfirði en að lokinni grunnskólagöngu lá leiðin í Menntaskólann við Hamrahlíð. „Ég og vinkonur mínar fórum alltaf saman í strætó til Reykjavíkur sem var stórt fyrir okkur. Við ætluðum sko ekki að vera fastar í Hafnarfirði, eins og þetta væri einhver lítill bær lengst úti á landi,“ segir hún og hlær. Það sem Katrín hélt lengi vel að væri metnaðarleysi reyndist í raun vera lífskúnstnin að kunna að njóta lífsins. Vísir/Vilhelm Drulluerfitt að elta drauminn Katrín byrjaði ung að vinna í kvikmyndabransanum en áttaði sig ekki strax á því að leikstjórnin væri draumurinn. „Ég var lengi í allskonar skítadjobbum í hinum og þessum framleiðslum og ég fékk ótrúlega mikið út úr því að vera á setti innan um allan æsinginn og vesenið. Ég lærði líka alveg svakalega mikið á því, það er ómetanlegt að hafa byrjað á botninum og kynnst öllum kimum kvikmyndabransans á löturhægri leið minni upp úr samlokusmurningnum. Seint um síðir held ég að ég hafi byrjað að finna að nú þyrfti ég að fara í einhverja átt þar sem ég gæti verið meira í bílstjórasætinu, meira kreatív og skapað mitt eigið. Þá kom þessi draumur fram sem hafði greinilega blundað í mér heillengi, örugglega síðan ég var unglingur þó ég hafi ekki alveg áttað mig á því. En á einhverjum tímapunkti náði ég að taka hann upp, leggja hann á borðið, horfa á hann og segja bara nú ætla ég að reyna þetta. Sem var drullu erfitt vegna þess að ég var svo hrædd um að mér myndi mistakast. Það er svo óþægilegt að segja upphátt hvað mann langar, því þá eru svo mörg vitni ef maður nær ekki markmiði sínu. Þannig að það var mjög flókið fyrir mig.“ „Stundum þarf maður einhverja flotta konu til að labba á undan sér“ Eftir uppljómun Katrínar fór hún að skoða hvað yrði hennar næsta skref en hún vissi að hana langaði að mennta sig í kvikmyndaleikstjórn. Hún vissi af danska kvikmyndaskólanum og hafði fylgst vel með þeim sem komu þaðan, sem dæmi leikstjórarnir Dagur Kári, Rúnar Rúnarsson og Hlynur Pálmason. „Elsa María Jakobsdóttir, kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur, hafði fyrst íslenskra kvenna komist inn á leikstjórnarbrautina tveimur árum á undan mér. Þá varð þetta aðeins raunverulegra fyrir mér, að það væri kannski einhver séns. Hún gaf mér góð ráð í umsóknarferlinu og hvatti mig áfram. Stundum þarf maður einhverja flotta konu til að labba aðeins á undan sér og þá getur maður gert alls konar sem maður sá ekki fyrir sér.“ Katrín segir að kynjaumræðan geti verið flókin og óþægileg en þó sé mikilvægt að horfast í augu við hana.Vísir/Vilhelm Talið berst þá að stöðu konunnar í kvikmyndabransanum og segir Katrín að það sé endalaust hægt að velta því flókna máli fyrir sér. „Ég held að þetta sé mikið niðurgrafnara í okkur öll heldur en við erum tilbúin að viðurkenna. Í raun er búið að vera æðislega gaman fyrir mig að vera kona í þessum bransa, ég er búin að fá fullt af tækifærum sem bekkjarbræður mínir í skólanum láta sig ekki dreyma um. En það er einhver, auðvitað mismikil, kvenfyrirlitning inn í okkur öllum og það er nauðsynlegt að skoða hana og átta okkur á því hvernig við bregðumst við henni. En það er svo erfitt að skilja hana stundum því hún er oft rótgróin og það er erfitt að nákvæmlega koma auga á hana eða benda á hana án þess að fórnarlambavæða sig á nóinu.“ Augljós vanvirðing óboðleg Katrín segir auðvelt að líða eins og maður kannist ekkert við þessa tilfinningu því hún getur verið lengst ofan í undirmeðvitundinni. „Það getur verið mjög snúið að vera kona í stjórnunarstöðu og það gerir mig alveg brjálaða þegar mér er sýnd augljós vanvirðing og gert ráð fyrir að ég viti ekki alveg hvað ég er að gera eða hvað ég vill þó ég útlisti það skýrt og greinilega. Þá finnur maður að mann vantar einhverja forgjöf sem karlarnir hafa og það getur verið mjög erfitt að díla við það. Því þetta snýst ekki bara um hvort það sé klipið í rassinn á manni, eða blessunarlega ekki. Virðing er brjálæðislega flókið konsept og ég get ekki stjórnað því hver ber virðingu fyrir mér eða hvernig fólk upplifir mig. Eina lausnin er að við lítum inn á við og reynum að uppræta þetta eldgamla feðraveldisæxli sem kúrir inni í okkur.“ Katrín reynir að leita leiða þar sem erfið umræða getur verið forvitnileg og jafnvel fyndin og inspírandi. Hún flutti aftur til Íslands fyrir einu og hálfu ári síðan og nýtur sín vel í Vesturbænum með kisunni sinni.Vísir/Vilhelm Lyfti manni upp í staðinn fyrir að ýta manni niður Hún segir að það sé oft freistandi að hunsa þetta umræðuefni og einblína á vandamál sem eru minna flókin og maður getur sjálfur stjórnað. „En það skiptir máli að skoða þetta. Þó það geti verið alveg hræðilega þunglyndislegt að festast í pælingum um þetta kerfisbundna óréttlæti og misrétti. Auðvitað getur maður orðið ofboðslega reiður og jafnvel labbað á vegg og hugsað það er engin lausn á þessu. Þannig að maður þarf stundum að geta lagt þetta frá sér og einbeitt sér að öðru. Ég er að leita skemmtilegra leiða í þessu og hugsa hvernig ég geti notið þess að rannsaka þetta. Að geta pælt í þessum hlutum og það sé insperandi eða fyndið eða varpi ljósi á eitthvað nýtt. Að það lyfti manni í staðinn fyrir að þetta ýti manni niður. Það er flóknara en að segja það. En ég ætla samt að halda áfram að reyna það,“ segir Katrín brosandi. Hættulega afhjúpandi sögur Katrín segir að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðastliðinn rúman áratug. Í list sinni er hún svo algjörlega óhrædd við áskoranir og hefur skýra listræna sýn. „Ég dýrka sögur með persónulegum blæ. Sögur sem eru hættulega afhjúpandi og sögupersónan speglar eitthvað í áhorfandanum sem hann vill helst ekki horfast í augu við. Svo finn ég núna ofboðslega mikinn áhuga á sögum eftir konur og um konur því konur geta verið svo hræðilega vandræðalegar og bilaðar. Ég fýla að segja sögur um manneskjur og kafa ofan í allt þetta litla sem er inn í okkur og okkur finnst kannski óþægilegt að segja upphátt. Ég fýla líka sögur sem virðast kannski í fyrstu vera litlar en eru svo miklu stærri.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá stiklu úr sjónvarpsseríunni Svo lengi sem við lifum: Mikill innblástur í berskjöldun Þegar Katrín las fyrst handritið af Svo lengi sem við lifum segist hún strax hafa fundið að hún yrði að vinna að þessu verkefni. „Ég fékk bara yfirþyrmandi tilfinningu að ég yrði að gera þetta, ég hafði aldrei lesið handrit sem kallaði svona á mig.“ Hún segir að berskjöldunin í söguþræðinum hafi spilað veigamikið hlutverk. „Aníta skrifaði karakter sem maður kemst alveg inn í kjarnann á. Maður fær að upplifa allt þetta fallega og allt þetta ljóta líka. Þetta passaði líka algjörlega inn í mína sýn á hvernig sögur mér finnst einhvers virði að segja. Að það kosti mann eitthvað að segja söguna, að maður sé smá hræddur við að gera það, það finnst mér svo ótrúlega insperandi. Það var mjög merkilegt að vinna með leikkonu sem skildi alla núansana í söguþræðinum því þetta voru senur sem hún var búin að liggja yfir. Alveg frá byrjun lá það í loftinu að þessi sería myndi taka sénsa, leyfa sér að fara alla leið og vera í senn fíngerð og ögrandi. Ég held að okkur hafi tekist það og ég er mjög stolt af þessari seríu. Hún er óvenjuleg og svolítið hættuleg en með alveg risastórt hjarta.“ Ágætt að vera hrædd Aðspurð hvort hún sé hrædd við einhver verkefni segir Katrín: „Ég held að það sé alltaf einhver hluti af mér sem er hræddur við hvert einasta verkefni. Ég er mjög meðvituð um það að þegar maður er leikstjóri, og nýr leikstjóri, þá er maður alltaf að vaxa, verða betri í því sem maður gerir og maður lærir eitthvað á hverjum einasta degi. En mér finnst samt ágætt að vera svolítið hrædd, því ég held að um leið og maður getur hallað sér aftur í stólnum og hugsað ég er alveg með þetta, þá hættir þetta svolítið að vera spennandi. Það er alltaf allt í húfi, hvern einasta dag og eina leiðin til þess að komast í gegnum þetta er að vera í þráðbeinni tengingu við innsæið, treysta því og vera til staðar í sjálfum sér.“ Það er nóg um að vera hjá Katrínu um þessar mundir, sem ætlar sér þó ekki að fara of geyst í hlutina. „Við erum tökum núna í af Ráðherranum en eftir það er ég svolítið opin bara. Ég var komin í þá stöðu að ég var með frekar þétt plan alveg út næsta ár og ég fann að það var aðeins of mikið ef þetta átti að halda áfram að vera gaman. Mig langaði að losa aðeins um og ég náði að gera það. Þannig að núna er ég að pæla í mínum eigin verkefnum, er að þróa mínar eigin hugmyndir bæði hér heima og úti. Svo er ég alltaf opin fyrir sögum eftir aðra ef þær heilla mig upp úr skónum.“ Katrín segir hræðsluna ágæta þar sem hún heldur hlutunum spennandi og minnir hana á að verkefnið skiptir hana máli.Vísir/Vilhelm Nauðsynlegt að hafa gullmola í endalausu maraþoni Hún segir að starfið taki mikið á. „Maður setur allt á pásu og hellir sér ofan í verkefnin. Þetta kostar mann eitthvað þannig að ég finn að ég þarf að velja vel. Svo tekur þetta svo langan tíma, að búa til seríu eða bíómynd, þannig það þarf að vera einhver kjarni í verkefninu sem slokknar aldrei ef maður ætlar að komast út hinum megin. Einhver ástæða fyrir því að fólk þarf og á að sjá og upplifa ákveðna sögu. Það er ótrúlega erfitt að halda áfram í þessu endalausa maraþoni ef maður hefur ekki aðgang að þessari einu setningu inni í hausnum sem er pointið með þessu öllu. Það er gullmolinn manns sem drífur mann áfram þannig að maður gefst aldrei upp. Ef mann langar að gefast upp þá getur maður alltaf leitað í gullmolann og hugsað nei, við þurfum að halda áfram. Þetta er mikilvægt og akkúrat núna er þetta það mikilvægasta sem þarf að gerast. Það fyrir mér er oft spurningin hver er að fara að sjá þetta og hvaða þýðingu getur það haft fyrir þær manneskjur? Það getur verið alls konar, stórir hlutir á borð við loftslagsmál en það getur líka verið eitthvað minna. Einhver tilfinning eða upplifun sem manni líður eins og maður sé aleinn í heiminum með en nær að spegla í einhverri uppdiktaðri sögupersónu sem er að díla við nákvæmlega sömu tilfinningu.“ Gott að hafa nærbuxnaskúffuna á einum stað Hún segist sannarlega spennt fyrir því að vera á Íslandi um ókomna tíð. „Eftir að ég tók þessa ákvörðun að flytja heim og búa mér til líf hér þá róaðist eitthvað innra með mér. Mér leið mjög vel í Danmörku en einn daginn þá fann ég að ég þurfti að fara aftur heim. Ég finn að það er það rétta fyrir mig að vera hér. Íslenskar sögur kveikja miklu meiri eld innra með mér en danskar,“ segir Katrín en bætir þó við að hún ætli þó að halda áfram með ákveðin og spennandi verkefni úti. Það hafi þó ekki verið fyrir hana að vera algjörlega teygð á milli beggja landa. „Ég er aðeins búin að fatta að þessi draumur sem ég var með í maganum á sínum tíma að geta verið á báðum stöðum, stöðugt á ferðalagi í kaotísku lífi, það er ekki alveg jafn æskilegt og ég hélt. Nærbuxnaskúffan þín er alltaf bara á einum stað. Ég held að ég hafi verið að reyna að dreifa mér yfir tvö lönd og það virkaði ekki fyrir mig. Ég þarf að vera með nærbuxnaskúffuna mína á ákveðnum stað sem er aðal staðurinn, þar bý ég og svo get ég farið út í heimsókn í hinn heiminn,“ segir Katrín glöð í bragði að lokum.
Menning Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fjölmenntu til að upplifa kynþokka og spennu í nýrri þáttaröð Forsýning dramaþáttanna, Svo lengi sem við lifum eða As long as we live, eftir Anítu Briem fór fram í Bíó Paradís í gær. Sjö ár eru liðin síðan Aníta byrjaði að skrifa handritið sem nú er orðið að veruleika. 5. október 2023 17:08 Aníta Briem fer á kostum í nýjum þáttum Ný stikla úr þáttunum Svo lengi sem við lifum er frumsýnd á Vísi í dag. Þættirnir eru hugarfóstur leikkonunnar Anítu Briem sem fer með aðalhlutverk í þáttunum og skrifar handritið að þeim. 28. september 2023 09:09 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Fjölmenntu til að upplifa kynþokka og spennu í nýrri þáttaröð Forsýning dramaþáttanna, Svo lengi sem við lifum eða As long as we live, eftir Anítu Briem fór fram í Bíó Paradís í gær. Sjö ár eru liðin síðan Aníta byrjaði að skrifa handritið sem nú er orðið að veruleika. 5. október 2023 17:08
Aníta Briem fer á kostum í nýjum þáttum Ný stikla úr þáttunum Svo lengi sem við lifum er frumsýnd á Vísi í dag. Þættirnir eru hugarfóstur leikkonunnar Anítu Briem sem fer með aðalhlutverk í þáttunum og skrifar handritið að þeim. 28. september 2023 09:09