Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 18. október 2023 10:30 Í morgun leiddi ég son minn á leið í leikskólann í leðurjakka og með Avengers úr á vinstri hendi og hann sagði mér að hann kynni á klukku því hann kann að telja einn, tveir, þrír, fjórir og fimm.Í morgun vöknuðu blóðug börn með glerbrot í hárinu úr sjónvarpinu því sumir morgnar eru þannig og á þannig morgnum vaknar mamma aldrei aftur. Sumsstaðar í heiminum er hafragrautur í morgunmat og annarsstaðar fæðast börn í sprengjuregni því þau kunnu ekki á klukku og vissu ekki að fyrir utan var maður með byssu tilbúinn að skjóta en öskrin í mömmu heyrðust ekki fyrir öskrunum í honum þannig að barnið gat fæðst án þess að nokkur vissi. Í litlu eldhúsi á Suðurgötu sullast mjólk á gólfið og mamma nær í hreina tusku og segir ekki neitt því það er svo lýjandi að þrífa mjólkursull á hverjum morgni. En heima hjá sumum sullast mjólk á gólfið og blandast við blóðpollinn úr pabba sem tekur því ekki að þrífa því það kemur bara meira blóð á morgun. Ég sagði henni að hún mætti ekki meiða hann. Ég sagði honum að hann mætti ekki lemja hana og henda í hana leikfangabíl. Ég sagði honum að hann mætti ekki klípa og bíta en hann gerði það samt því hún var svo leiðinleg við hann og honum fannst hún eiga það skilið. En bræður og systur berjast og þannig hefur það alltaf verið. En svo þegar systkini eldast og þroskast þá hætta þau að slást, svona oftast og yfirleitt. AlþjóðamannúðarlögGenfarsamningarSamningurinn um ómannúðleg vopnJarðsprengjusamningurinnKlasasprengjusamningurinnFórnarlömb vopnaðra átakaAðferðir og leiðir við hernaðSjó- og lofthernaðurMenningarverðmætiSaknæm undirokun Hvenær ætlar fullorðið fólk að hætta að lemja og slást? Afhverju eru stríð samþykkt og afhverju þurfum við mannúðarlög? Það er ekkert mannúðlegt við stríð. Sama hvort það er almennur borgari í grænum kjól eða hermaður í felubúningi sem verður fyrir byssukúlunni. Hér er allt í blóði og það tekur því ekki að þrífa því það kemur bara meira blóð á morgun. Af því að einhver sagði að ég mætti berja bróður minn og systur ef þau væru til í það og ef ég gerði það rétt. Ég má bara ekki henda í þau klasasprengjum þó ég eigi þær til og geymi kjarnavopn í kjallaranum hjá mömmu. Leikreglur stríðs:Ég má ekki slást við þá sem teljast til almennra borgara, heilbrigðisstarfsfólk og viðbragðsaðila. Læt þau vera. Ég má ekki lemja þá sem eru meiddir. Ég má ekki ráðast á borgara því það er stríðsglæpur. Það þarf að passa borgarana, hina má ég drepa. Ég þarf að passa að skemma ekki húsin þeirra og ég þarf að passa að þau komist í vatn og mat. Ég má ekki drepa dýrin þeirra eða eyðileggja uppskeru. Ég þarf að koma þeim meiddu á spítala, þegar ég er búin að meiða þau. Ég má ekki sprengja spítala eða ráðast á heilbrigðisstarfsfólk eða sjúkrabíla. Ég má ekki pynta gíslana mína en ég má samt alveg vera með gísla. Bara passa að meiða þá ekki meira. Og ég þarf víst að gefa þeim að éta og drekka og leyfa þeim að skrifa ástarbréf. Ég má ekki nota hvaða vopn sem er, bara vopn sem meiða lítið og drepa hratt svo enginn þjáist lengi. Ég má ekki nauðga, bara drepa. Suma. Það er gott að hafa leikreglur stríðs því annars værum við bara villimenn og þetta færi allt úr böndunum. Bræður og systur berjast og þannig hefur það alltaf verið. Hér er allt í blóði og það tekur því ekki að þrífa því það kemur bara meira blóð á morgun. En það er allt í lagi því við erum með leikreglur með mannúðina að vopni og kunnum öll á klukku: einn, tveir, þrír, fjórir og fimm. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Í morgun leiddi ég son minn á leið í leikskólann í leðurjakka og með Avengers úr á vinstri hendi og hann sagði mér að hann kynni á klukku því hann kann að telja einn, tveir, þrír, fjórir og fimm.Í morgun vöknuðu blóðug börn með glerbrot í hárinu úr sjónvarpinu því sumir morgnar eru þannig og á þannig morgnum vaknar mamma aldrei aftur. Sumsstaðar í heiminum er hafragrautur í morgunmat og annarsstaðar fæðast börn í sprengjuregni því þau kunnu ekki á klukku og vissu ekki að fyrir utan var maður með byssu tilbúinn að skjóta en öskrin í mömmu heyrðust ekki fyrir öskrunum í honum þannig að barnið gat fæðst án þess að nokkur vissi. Í litlu eldhúsi á Suðurgötu sullast mjólk á gólfið og mamma nær í hreina tusku og segir ekki neitt því það er svo lýjandi að þrífa mjólkursull á hverjum morgni. En heima hjá sumum sullast mjólk á gólfið og blandast við blóðpollinn úr pabba sem tekur því ekki að þrífa því það kemur bara meira blóð á morgun. Ég sagði henni að hún mætti ekki meiða hann. Ég sagði honum að hann mætti ekki lemja hana og henda í hana leikfangabíl. Ég sagði honum að hann mætti ekki klípa og bíta en hann gerði það samt því hún var svo leiðinleg við hann og honum fannst hún eiga það skilið. En bræður og systur berjast og þannig hefur það alltaf verið. En svo þegar systkini eldast og þroskast þá hætta þau að slást, svona oftast og yfirleitt. AlþjóðamannúðarlögGenfarsamningarSamningurinn um ómannúðleg vopnJarðsprengjusamningurinnKlasasprengjusamningurinnFórnarlömb vopnaðra átakaAðferðir og leiðir við hernaðSjó- og lofthernaðurMenningarverðmætiSaknæm undirokun Hvenær ætlar fullorðið fólk að hætta að lemja og slást? Afhverju eru stríð samþykkt og afhverju þurfum við mannúðarlög? Það er ekkert mannúðlegt við stríð. Sama hvort það er almennur borgari í grænum kjól eða hermaður í felubúningi sem verður fyrir byssukúlunni. Hér er allt í blóði og það tekur því ekki að þrífa því það kemur bara meira blóð á morgun. Af því að einhver sagði að ég mætti berja bróður minn og systur ef þau væru til í það og ef ég gerði það rétt. Ég má bara ekki henda í þau klasasprengjum þó ég eigi þær til og geymi kjarnavopn í kjallaranum hjá mömmu. Leikreglur stríðs:Ég má ekki slást við þá sem teljast til almennra borgara, heilbrigðisstarfsfólk og viðbragðsaðila. Læt þau vera. Ég má ekki lemja þá sem eru meiddir. Ég má ekki ráðast á borgara því það er stríðsglæpur. Það þarf að passa borgarana, hina má ég drepa. Ég þarf að passa að skemma ekki húsin þeirra og ég þarf að passa að þau komist í vatn og mat. Ég má ekki drepa dýrin þeirra eða eyðileggja uppskeru. Ég þarf að koma þeim meiddu á spítala, þegar ég er búin að meiða þau. Ég má ekki sprengja spítala eða ráðast á heilbrigðisstarfsfólk eða sjúkrabíla. Ég má ekki pynta gíslana mína en ég má samt alveg vera með gísla. Bara passa að meiða þá ekki meira. Og ég þarf víst að gefa þeim að éta og drekka og leyfa þeim að skrifa ástarbréf. Ég má ekki nota hvaða vopn sem er, bara vopn sem meiða lítið og drepa hratt svo enginn þjáist lengi. Ég má ekki nauðga, bara drepa. Suma. Það er gott að hafa leikreglur stríðs því annars værum við bara villimenn og þetta færi allt úr böndunum. Bræður og systur berjast og þannig hefur það alltaf verið. Hér er allt í blóði og það tekur því ekki að þrífa því það kemur bara meira blóð á morgun. En það er allt í lagi því við erum með leikreglur með mannúðina að vopni og kunnum öll á klukku: einn, tveir, þrír, fjórir og fimm. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun