Innlent

Bein út­sending: Nýtt fyrir­komu­lag eftir­lits með hollustu­háttum, mengunar­vörnum og mat­vælum

Atli Ísleifsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði starfshópinn á síðasta ári. Ármann Kr. Ólafsson er formaður hans.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði starfshópinn á síðasta ári. Ármann Kr. Ólafsson er formaður hans. Vísir/Vilhelm

Starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra mun kynna skýrslu sína um nýtt fyrirkomulag að eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum á fundi sem hefst klukkan 11:30.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hafi skipað starfshópinn í október 2022, í samráði við matvælaráðherra.

Hópurinn hefur nú skilað ráðherra tillögum sínum og verða þær kynntar á Hótel Natura, í dag þriðjudaginn 17. október kl. 11:30.

Starfshópinn skipuðu:

  • Ármann Kr. Ólafsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogsbæ, sem er formaður hópsins,
  • Gunnar Alexander Ólafsson, sérfræðingur,
  • Sigríður Gísladóttir, dýralæknir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×