Ný CrossFit dóttir er fædd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2023 12:00 Nýjasta CrossFit dóttirin Bergrós Björnsdóttir hefur átt frábært ár þar sem hún var á palli á Reykjavíkurleikunun, á heimsleikunum og á Íslandsmeistaramótinu. Samsett/Instagram/@bergrosbjornsdottir Íslensku dæturnar hafa vakið mikla athygli í CrossFit heiminum í gegnum tíðina og nú lítur út fyrir að ný dóttir sé að bætast í hópinn. Það vissu flestir í íslenska CrossFit samfélaginu að Bergrós Björnsdóttir væri efnileg CrossFit kona. Það hefur nú sýnt í keppni unglinga á heimsleikunum og þegar hún byrjaði árið á því að vinna Reykjavíkurleikana með Anníe Mist Þórisdóttir. Bergrós sannaði sig sem alvöru keppenda á alþjóðlegu sviði þegar hún vann til bronsverðlauna í flokki sextán til sautján ára á heimsleikunum í CrossFit í haust. Þar var Bergrós að keppa í flokki þar sem hún er enn á yngra ári. Hún fær því annað tækifæri í flokknum á næsta ári. Bergrós skrifaði aftur á móti íslensku CrossFit söguna um síðustu helgi þegar hún varð Íslandsmeistari aðeins sextán ára gömul. Sú yngsta í sögunni til að gera það. Bergrós hefur æft CrossFit frá því að hún var tólf ára og það er gaman að sjá hversu langt hún er komin á þessum fjórum árum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland) CrossFit á Íslandi fagnar árangri Bergrósar í færslu hjá sér þar sem er farið yfir árangur stelpunnar. Þar kemur fram að hún sé þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á Wodapalooza stórmótinu í Miami í janúar. Þetta er mjög stórt og flott mót. Markmið hennar fyrir keppnisárið 2024 er samkvæmt CrossFit á Íslandi síðunni að komast inn á undanúrslit einstaklinga í undankeppni heimsleikanna og fá þar með að keppa með stóru stelpunum. Það ætti að gefa henni meiri keppnisreynslu. Bergrós ætlar einnig að komast á CrossFit heimsleikana sem unglingur og þar eru markmiðin að sjálfsögðu sett á efsta pall eins og það er orðað á síðunni. Færsla CrossFit á Íslandi endar svo á ensku. „We have a new daughter in town“ eða það er komin ný dóttir á svæðið. Anníe Mist Þórisdóttir keppti fyrst Íslendinga á heimsleikunum í CrossFit árið 2009 en þá var Bergrós aðeins tveggja ára gömul. CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Sjá meira
Það vissu flestir í íslenska CrossFit samfélaginu að Bergrós Björnsdóttir væri efnileg CrossFit kona. Það hefur nú sýnt í keppni unglinga á heimsleikunum og þegar hún byrjaði árið á því að vinna Reykjavíkurleikana með Anníe Mist Þórisdóttir. Bergrós sannaði sig sem alvöru keppenda á alþjóðlegu sviði þegar hún vann til bronsverðlauna í flokki sextán til sautján ára á heimsleikunum í CrossFit í haust. Þar var Bergrós að keppa í flokki þar sem hún er enn á yngra ári. Hún fær því annað tækifæri í flokknum á næsta ári. Bergrós skrifaði aftur á móti íslensku CrossFit söguna um síðustu helgi þegar hún varð Íslandsmeistari aðeins sextán ára gömul. Sú yngsta í sögunni til að gera það. Bergrós hefur æft CrossFit frá því að hún var tólf ára og það er gaman að sjá hversu langt hún er komin á þessum fjórum árum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland) CrossFit á Íslandi fagnar árangri Bergrósar í færslu hjá sér þar sem er farið yfir árangur stelpunnar. Þar kemur fram að hún sé þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á Wodapalooza stórmótinu í Miami í janúar. Þetta er mjög stórt og flott mót. Markmið hennar fyrir keppnisárið 2024 er samkvæmt CrossFit á Íslandi síðunni að komast inn á undanúrslit einstaklinga í undankeppni heimsleikanna og fá þar með að keppa með stóru stelpunum. Það ætti að gefa henni meiri keppnisreynslu. Bergrós ætlar einnig að komast á CrossFit heimsleikana sem unglingur og þar eru markmiðin að sjálfsögðu sett á efsta pall eins og það er orðað á síðunni. Færsla CrossFit á Íslandi endar svo á ensku. „We have a new daughter in town“ eða það er komin ný dóttir á svæðið. Anníe Mist Þórisdóttir keppti fyrst Íslendinga á heimsleikunum í CrossFit árið 2009 en þá var Bergrós aðeins tveggja ára gömul.
CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Sjá meira