Innlent

Nafn mannsins sem lést á Skóga­heiði

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sigurður var 76 og lætur eftir sig eiginkonu og fimm uppkomin börn.
Sigurður var 76 og lætur eftir sig eiginkonu og fimm uppkomin börn.

Maðurinn sem lést af slysförum á Skógaheiði síðastliðinn fimmtudag hét Sigurður Sigurjónsson og var bóndi á Ytri Skógum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Sigurður var 76 ára og lætur eftir sig eiginkonu og fimm uppkomin börn.

Lögreglan á Suðurlandi er enn með tildrög slyssins til rannsóknar. Í tilkynningu frá lögreglu fyrir helgi kom fram að slysið hafi orðið við notkun buggybíls á Skógaheiði, norðan við Skógafoss. Sigurður hafi verið úrskuðaður látinn á slysstað.


Tengdar fréttir

Banaslys á buggybíl á Skógaheiði

Eldri maður lést í dag eftir slys á Skógaheiði, norðan við Skógafoss á Suðurlandi. Lögreglunni barst tilkynning um slysið á fjórða tímanum í dag en það varð við notkun buggybíls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×