Vill skoða sameiningu við Mosfellsbæ og Seltjarnarnes Árni Sæberg skrifar 16. október 2023 15:49 Líf Magneudóttir er borgarfulltrúi Vinstri grænna. Egill Aðalsteinsson Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, mun leggja til að Reykjavíkurborg bjóði Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ til viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna þriggja. „Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að bjóða Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ til viðræðna um kosti þess að sameina sveitarfélögin þrjú í eina, öfluga heild,“ svo hljóðar tillaga Lífar, sem tekin verður fyrir á fundi borgarstjórnar á morgun. Umræðan ekki verið tekin á höfuðborgarsvæðinu Í greinargerð með tillögunni segir að á síðustu árum hafi mikil umræða átt sér stað um sameiningu sveitarfélaga og ýmis stór skref verið stigin í þá átt. Þessar sameiningar hafi þó að mestu verið bundnar við landsbyggðina þó að á höfuðborgarsvæðinu sé fjöldi sveitarfélaga af öllum stærðum og gerðum. Í samtali við Vísi segir Líf að eðlilegt sé að taka samtalið líka á höfuðborgarsvæðinu og bendir á að Reykjavík, Mosfellsbær og Seltjarnarnes myndi í raun landfræðilega heild. Þrjátíu ár frá síðustu tilraun Í greinargerðinni segir að næsta sumar verði þrjátíu ár liðin frá því að kosið var um sameiningu þessara þriggja sveitarfélaga að viðbættu Kjalarnesi og Kjósarhreppi. Sameining Reykjavíkur og Kjalarness hafi orðið að veruleika skömmu síðar. Litlu hafi mátt muna að íbúar Kjósarhrepps hefðu samþykkt sameiningu en stuðningur Seltirninga og Mosfellinga hafi verið öllu minni. „Hafa ber þó í huga að kosningarnar 1993 voru að langmestu leyti að frumkvæði félagsmálaráðuneytisins sem knúði fram sameiningarkosningar um mestallt land. Þær tillögur náðu fæstar fram að ganga en sáðu þó fræjum og innan fárra missera komst skriður á sameiningarmál í fjölda sveitarfélaga sem þó höfðu hafnað slíku í kosningunum 1993.“ Viðfangsefnin orðin fleiri og flóknari Þá segir að mikið vatn hafi runnið til sjávar á þessum þrjátíu árum. Viðfangsefni sveitarfélaga hafi orðið fleiri og flóknari, sem auki á þörfina á öflugum stofnunum og stoðkerfum. Einnig hafi augu fólks opnast fyrir mikilvægi þess að unnt sé að vinna að skipulagsmálum og uppbyggingu samgangna á stærri svæðum en núverandi sveitarfélagamörk segja til um. Þannig sé til dæmis ljóst að Reykjavík og Mosfellsbær sjá fyrir sér stórfellda uppbyggingu á nálega samliggjandi svæðum á allra næstu árum. Engin afstaða tekin til frekari sameiningar Loks segir að Seltjarnarnes, Reykjavík og Mosfellsbær myndu sameinuð mynda órofa heild á norðanverðu höfuðborgarsvæðinu. Með tillögunni sé engin afstaða tekin til þess hvort stefna bæri að frekari sameiningum á svæðinu, svo sem með samruna sveitarfélaganna á suðursvæðinu. „Lykilatriðið er að koma umræðunni af stað og nálgast verkefnið fordómalaust.“ Þá segir Líf í samtali við Vísi að hún sé ekki að leggja sameininguna til, einungis að hún verði skoðuð. „Mér fyndist gaman að liggja yfir þessu, meta kosti og galla. Það er líka ágætt að vera með eitthvað nýtt í umræðunni einhvern tímann, svo við séum ekki í því sama endalaust. Það er okkur hollt að hugsa aðeins út fyrir kassann og sjá framtíðina fyrir okkur eins og hún gæti orðið en ekki eins og hún er núna.“ Borgarstjórn Vinstri græn Reykjavík Seltjarnarnes Mosfellsbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að bjóða Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ til viðræðna um kosti þess að sameina sveitarfélögin þrjú í eina, öfluga heild,“ svo hljóðar tillaga Lífar, sem tekin verður fyrir á fundi borgarstjórnar á morgun. Umræðan ekki verið tekin á höfuðborgarsvæðinu Í greinargerð með tillögunni segir að á síðustu árum hafi mikil umræða átt sér stað um sameiningu sveitarfélaga og ýmis stór skref verið stigin í þá átt. Þessar sameiningar hafi þó að mestu verið bundnar við landsbyggðina þó að á höfuðborgarsvæðinu sé fjöldi sveitarfélaga af öllum stærðum og gerðum. Í samtali við Vísi segir Líf að eðlilegt sé að taka samtalið líka á höfuðborgarsvæðinu og bendir á að Reykjavík, Mosfellsbær og Seltjarnarnes myndi í raun landfræðilega heild. Þrjátíu ár frá síðustu tilraun Í greinargerðinni segir að næsta sumar verði þrjátíu ár liðin frá því að kosið var um sameiningu þessara þriggja sveitarfélaga að viðbættu Kjalarnesi og Kjósarhreppi. Sameining Reykjavíkur og Kjalarness hafi orðið að veruleika skömmu síðar. Litlu hafi mátt muna að íbúar Kjósarhrepps hefðu samþykkt sameiningu en stuðningur Seltirninga og Mosfellinga hafi verið öllu minni. „Hafa ber þó í huga að kosningarnar 1993 voru að langmestu leyti að frumkvæði félagsmálaráðuneytisins sem knúði fram sameiningarkosningar um mestallt land. Þær tillögur náðu fæstar fram að ganga en sáðu þó fræjum og innan fárra missera komst skriður á sameiningarmál í fjölda sveitarfélaga sem þó höfðu hafnað slíku í kosningunum 1993.“ Viðfangsefnin orðin fleiri og flóknari Þá segir að mikið vatn hafi runnið til sjávar á þessum þrjátíu árum. Viðfangsefni sveitarfélaga hafi orðið fleiri og flóknari, sem auki á þörfina á öflugum stofnunum og stoðkerfum. Einnig hafi augu fólks opnast fyrir mikilvægi þess að unnt sé að vinna að skipulagsmálum og uppbyggingu samgangna á stærri svæðum en núverandi sveitarfélagamörk segja til um. Þannig sé til dæmis ljóst að Reykjavík og Mosfellsbær sjá fyrir sér stórfellda uppbyggingu á nálega samliggjandi svæðum á allra næstu árum. Engin afstaða tekin til frekari sameiningar Loks segir að Seltjarnarnes, Reykjavík og Mosfellsbær myndu sameinuð mynda órofa heild á norðanverðu höfuðborgarsvæðinu. Með tillögunni sé engin afstaða tekin til þess hvort stefna bæri að frekari sameiningum á svæðinu, svo sem með samruna sveitarfélaganna á suðursvæðinu. „Lykilatriðið er að koma umræðunni af stað og nálgast verkefnið fordómalaust.“ Þá segir Líf í samtali við Vísi að hún sé ekki að leggja sameininguna til, einungis að hún verði skoðuð. „Mér fyndist gaman að liggja yfir þessu, meta kosti og galla. Það er líka ágætt að vera með eitthvað nýtt í umræðunni einhvern tímann, svo við séum ekki í því sama endalaust. Það er okkur hollt að hugsa aðeins út fyrir kassann og sjá framtíðina fyrir okkur eins og hún gæti orðið en ekki eins og hún er núna.“
Borgarstjórn Vinstri græn Reykjavík Seltjarnarnes Mosfellsbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira