Ætlar að leggja sig alla fram við söluna Íslandsbanka Atli Ísleifsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 16. október 2023 13:32 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við embætti fjármála- og efnahagsráðherra í dag. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir ljóst að nýjar áherslur fylgi alltaf nýju fólki. Hún segir óhætt að segja að ekkert í hennar störfum bendi til þess að hún sé ekki fær um að bera ábyrgð á áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þetta sagði Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu eftir að hún hafði komið lyklunum að utanríkisráðuneytinu í hendur Bjarna Benediktssonar. Hún tekur sjálf við lyklunum að fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 13:45 í dag. „Það fylgja alltaf nýjar áherslur nýju fólki. Ég hlakka til að máta mig inn í þessi stóru og miklu verkefni á nýjum stað sem hafa líka annars konar tengingu við fólk og skipta allar fjölskyldur máli. Þannig að ég kveð þetta ráðuneyti gríðarlega þakklát fyrir þessi tvö ár sem ég hef hérna verið þar sem hefur reynt á mikið. Við lifum tíma þar sem reyna mjög á utanríkisþjónustu og utanríkisráðherra, því miður, þar sem það eru að gerast hlutir þar sem minni kynslóð var lofað að myndi ekki gerast aftur. Á nýjum stað taka við stór og mikilvæg verkefni og ég hlakka mikið til,“ segir Þórdís Kolbrún. Ráðherrann segist kveðja utanríkisráðuneytið með miklum söknuði. „Þetta hafa verið stórkostleg tvö ár og í þessu ráðuneyti er einfaldlega ótrúlega framúrskarandi fólk, bæði hérna heima og út um allan heim. Auðvitað eru verkefni sem eru á slíkum skala og hafa þannig áhrif á veröldina alla. Ísland er ekki ónæmt fyrir þeim breytingum. Þannig að þetta hefur verið alveg gríðarlega lærdómsríkt, gefandi og það er mjög góð tilfinning sem fylgir því að finna – það sem maður segir – hefur áhrif á stærri mynd en ég hef nokkru sinni haft áður tækifæri til að hafa áhrif á.“ Tekur sæti Bjarna í ríkisfjármálanefnd Þórdís segist munu taka sæti Bjarna í ríkisfjármálanefnd og að hann fari sjálfur úr nefndinni. Aðspurð um þær raddir sem segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki vel til þess fallinn að stjórna áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka segir Þórdís að það sé óhætt að segja að ekkert í hennar störfum bendi til þess að hún sé ekki fær um að bera ábyrgð á slíku ferli. „Það er auðvitað ákveðin vinna í gangi og ég mun leggja allt kapp á það að klára þá vinnu og gera þetta með sem vönduðustum hætti og með sem flestum. Það er forgangsverkefni að klára þessa sölu þar sem það er það sem er rétt að gera fyrir hagsmuni Íslendinga og ríkissjóðs, að við losum okkur undan þessu eignarhaldi og nýtum þá fjármuni í annað vitsamlegra. En það þarf að gera það almennilega og ég mun leggja mig alla fram í því,“ segir Þórdís Kolbrún. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Boðar ekki breytingar í nýju ráðuneyti Nýr utanríkisráðherra segir ekki tímabært að boða breytingar í ráðuneytinu. Fyrstu skref verði að koma sér fyrir og setja sig inn í stöðu mála. 16. október 2023 13:39 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Þetta sagði Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu eftir að hún hafði komið lyklunum að utanríkisráðuneytinu í hendur Bjarna Benediktssonar. Hún tekur sjálf við lyklunum að fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 13:45 í dag. „Það fylgja alltaf nýjar áherslur nýju fólki. Ég hlakka til að máta mig inn í þessi stóru og miklu verkefni á nýjum stað sem hafa líka annars konar tengingu við fólk og skipta allar fjölskyldur máli. Þannig að ég kveð þetta ráðuneyti gríðarlega þakklát fyrir þessi tvö ár sem ég hef hérna verið þar sem hefur reynt á mikið. Við lifum tíma þar sem reyna mjög á utanríkisþjónustu og utanríkisráðherra, því miður, þar sem það eru að gerast hlutir þar sem minni kynslóð var lofað að myndi ekki gerast aftur. Á nýjum stað taka við stór og mikilvæg verkefni og ég hlakka mikið til,“ segir Þórdís Kolbrún. Ráðherrann segist kveðja utanríkisráðuneytið með miklum söknuði. „Þetta hafa verið stórkostleg tvö ár og í þessu ráðuneyti er einfaldlega ótrúlega framúrskarandi fólk, bæði hérna heima og út um allan heim. Auðvitað eru verkefni sem eru á slíkum skala og hafa þannig áhrif á veröldina alla. Ísland er ekki ónæmt fyrir þeim breytingum. Þannig að þetta hefur verið alveg gríðarlega lærdómsríkt, gefandi og það er mjög góð tilfinning sem fylgir því að finna – það sem maður segir – hefur áhrif á stærri mynd en ég hef nokkru sinni haft áður tækifæri til að hafa áhrif á.“ Tekur sæti Bjarna í ríkisfjármálanefnd Þórdís segist munu taka sæti Bjarna í ríkisfjármálanefnd og að hann fari sjálfur úr nefndinni. Aðspurð um þær raddir sem segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki vel til þess fallinn að stjórna áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka segir Þórdís að það sé óhætt að segja að ekkert í hennar störfum bendi til þess að hún sé ekki fær um að bera ábyrgð á slíku ferli. „Það er auðvitað ákveðin vinna í gangi og ég mun leggja allt kapp á það að klára þá vinnu og gera þetta með sem vönduðustum hætti og með sem flestum. Það er forgangsverkefni að klára þessa sölu þar sem það er það sem er rétt að gera fyrir hagsmuni Íslendinga og ríkissjóðs, að við losum okkur undan þessu eignarhaldi og nýtum þá fjármuni í annað vitsamlegra. En það þarf að gera það almennilega og ég mun leggja mig alla fram í því,“ segir Þórdís Kolbrún.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Boðar ekki breytingar í nýju ráðuneyti Nýr utanríkisráðherra segir ekki tímabært að boða breytingar í ráðuneytinu. Fyrstu skref verði að koma sér fyrir og setja sig inn í stöðu mála. 16. október 2023 13:39 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Boðar ekki breytingar í nýju ráðuneyti Nýr utanríkisráðherra segir ekki tímabært að boða breytingar í ráðuneytinu. Fyrstu skref verði að koma sér fyrir og setja sig inn í stöðu mála. 16. október 2023 13:39