Lífið

Leik­konan Suzanne So­mers er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Suzanne Somers á viðburði 2022.
Suzanne Somers á viðburði 2022. Getty

Bandaríska leikkonan Suzanne Somers er látin, 76 ára að aldri. Hún er þekktust fyrir hlutverk sín í þáttunum Step By Step og Three‘s Company.

Bandarískir fjölmiðlar segja hana hafa andast í faðmi fjölskyldu sinnar á heimili sínu í gær en hún hafði um árabil glímt við brjóstakrabbamein. Hún greindist fyrst með meinið árið 2000.

Somers sló fyrst í gegn árið 1977 sem Chrissy Snow, herbergisfélaga Jack Tripper sem John Ritter túlkaði og Janet Wood í túlkun Joyce DeWitt í gamanþáttum Three‘s Company. Hún hafði þó áður birst í aukahlutverki í myndinni American Graffiti.

Á tíunda áratugnum fór hún svo með hlutverk Carol Foster Lambert í þáttunum Step by Step.

Somers gerði einnig garðinn frægan fyrir sölu á líkamsræktartækinu ThighMaster sem hún átti fyrirtækið með eiginmanni sínum Alan Hamel, en tækið seldist í um tíu milljónum eintaka. Þá gaf hún einnig úr nokkrar bækur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×