Sextán ára og fylgdi eftir bronsi á heimsleikum með Íslandsmeistaragulli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2023 10:30 Bergrós Björnsdóttir á verðlaunapallinum með þeim Guðbjörgu Valdimarsdóttur (til hægri) og Helenu Pétursdóttur. @bergrosbjornsdottir Bergrós Björnsdóttir varð um helgina yngsti Íslandsmeistarinn í CrossFit frá upphafi þegar hún tryggði sér sigur á Íslandsmótinu sem haldið var hjá CrossFit Reykjavík. Bergrós er aðeins sextán ára gömul en er án efa langefnilegasta CrossFit kona Íslands í dag. Hún vann brons í flokki sextán til sautján ára á heimsleikunum í haust og var þá eini Íslendingurinn á verðlaunapalli. Það voru táningarnir sem voru bestir á mótinu því hinni nítján ára gamli Bjarni Leifs vann opna flokkinn hjá körlunum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland) Bjarni hafði betur eftir keppni við reynsluboltann Frederik Ægidius sem varð í öðru sæti en næstir urðu síðan Ægir Björn Gunnsteinsson og Carlos Fernandez. Bjarni vann sex af sjö greinum og endaði í öðru sæti í þeirri sjöundu. Eini sem náði að vinna hann í grein var Birkir Örn Kristjánsson sem endaði í fimmta sætinu. Sigur Bjarna var því öruggur. Bergrós hafði ekki alveg eins mikla yfirburði í keppninni en sigur hennar var þó aldrei í mikilli hættu. Bergrós fékk þó verðuga samkeppni frá fráfarandi Íslandsmeistara Guðbjörgu Valdimarsdóttur ekki síst eftir að Bergrós endaði í níunda sætinu í einni grein. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir) Bergrós vann fjórar af sjö greinum og varð einnig í öðru og þriðja sæti í greinum. Þessi eina slæma grein kom því ekki að sök og hún vann að lokum með fjórum stigum. Fékk átján stig á móti 22 frá Guðbjörgu en þarna er markmiðið að vera með sem lægsta tölu. Talan ræðst að sæti hver og eins í hverri grein. Helena Pétursdóttir varð þriðja og næstar á eftir henni urðu Andrea Ingibjörg Orradóttir, Birta Líf Þórarinsdóttir og Hjördís Ósk Óskarsdóttir. Bæði hafa þau Bjarni og Bergrós æft CrossFit í fjögur ár en voru áður í boltagreinum, Bjarni í fótbolta en Bergrós í handbolta. Bergrós er frá Selfossi en æfir í Reykjavík og leggur því ekki aðeins mikið á sig við æfingar heldur eyðir miklum tíma líka í að ferðast á milli. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland) CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira
Bergrós er aðeins sextán ára gömul en er án efa langefnilegasta CrossFit kona Íslands í dag. Hún vann brons í flokki sextán til sautján ára á heimsleikunum í haust og var þá eini Íslendingurinn á verðlaunapalli. Það voru táningarnir sem voru bestir á mótinu því hinni nítján ára gamli Bjarni Leifs vann opna flokkinn hjá körlunum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland) Bjarni hafði betur eftir keppni við reynsluboltann Frederik Ægidius sem varð í öðru sæti en næstir urðu síðan Ægir Björn Gunnsteinsson og Carlos Fernandez. Bjarni vann sex af sjö greinum og endaði í öðru sæti í þeirri sjöundu. Eini sem náði að vinna hann í grein var Birkir Örn Kristjánsson sem endaði í fimmta sætinu. Sigur Bjarna var því öruggur. Bergrós hafði ekki alveg eins mikla yfirburði í keppninni en sigur hennar var þó aldrei í mikilli hættu. Bergrós fékk þó verðuga samkeppni frá fráfarandi Íslandsmeistara Guðbjörgu Valdimarsdóttur ekki síst eftir að Bergrós endaði í níunda sætinu í einni grein. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir) Bergrós vann fjórar af sjö greinum og varð einnig í öðru og þriðja sæti í greinum. Þessi eina slæma grein kom því ekki að sök og hún vann að lokum með fjórum stigum. Fékk átján stig á móti 22 frá Guðbjörgu en þarna er markmiðið að vera með sem lægsta tölu. Talan ræðst að sæti hver og eins í hverri grein. Helena Pétursdóttir varð þriðja og næstar á eftir henni urðu Andrea Ingibjörg Orradóttir, Birta Líf Þórarinsdóttir og Hjördís Ósk Óskarsdóttir. Bæði hafa þau Bjarni og Bergrós æft CrossFit í fjögur ár en voru áður í boltagreinum, Bjarni í fótbolta en Bergrós í handbolta. Bergrós er frá Selfossi en æfir í Reykjavík og leggur því ekki aðeins mikið á sig við æfingar heldur eyðir miklum tíma líka í að ferðast á milli. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland)
CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira