Þriggja barna móðir berst við kerfið eftir banaslys á bænum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. október 2023 21:01 Helga Björg berst við stjórnkerfið vegna nýrrar kennitölu sem þarf að setja á búið eftir fráfall manns hennar í vinnuslysi í mars. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ekkja með þrjú lítil börn, sem missti manninn sinn snemma í vor í vinnuslysi á bæ þeirra hjóna í Rangárvallasýslu er mjög ósátt við það hvernig stjórnkerfið sækir á hana með allskonar leyfum og rukkunum eftir að maður hennar dó því búið var á hans kennitölu. Hjónin voru búin að vera í tíu ár í kúabúskap þegar maðurinn dó og rétt áður brunnu kindurnar þeirra inni í eldsvoða á bænum. Helga Björg Helgadóttir er kúabóndi með 45 kýr á bænum Syðri Hömrum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu með þrjú lítil börn, tveggja ára, níu ára og ellefu ára. 17. mars síðastliðinn dó Guðjón Björnsson, maður hennar í vinnuslysi á bænum aðeins 40 ára gamall. Áður höfðu þau misst allar kindurnar sínar í bruna á bænum. Helga Björg skrifaði í vikunni pistil á síðu kúabænda á Facebook þar sem hún sagði frá því hvernig kerfið eins og hún kallar það sé sífellt að ráðast á hana á sama tíma og hún og fjölskyldan syrgja Guðjón heitinn. Guðjón heitinn með börn þeirra Helgu en þau eru í dag tveggja ára, níu ára og ellefu ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Búið okkar var skráð á hans kennitölu en þá þurfti ég að skipta um kennitölu, gat ekki notað hans áfram og setja á mína kennitölu og þarf þá að fara að færa öll okkar viðskipti yfir á mig. Í flestum tilfellum var það ekkert mál, bara eitt símtal og því var reddað. Svo heyri ég í Auðhumlu, þar sem ég legg mjólkina inn hjá og þeir eru með eitthvað flóknara regluverk en aðrir og ég þarf að sækja um eins og ég sé nýr innleggjandi þó að ég sé búin að vera í búskap með manninum mínum í 10 ár,” segir Helga Björg. Hún þurfti þá að fylla út nýja umsókn til Auðhumlu og láta Matvælastofnun vita svo hún gæti fengið nýtt mjólkursöluleyfi og þar með nýtt innleggsnúmer með tilheyrandi kostnaði. „Þegar þú ert í þessum sporum eins og ég, búin að missa manninn þinn, ert í sorg, ert með þrjú börn í sorg, þá hefur þú ekki tíma fyrir svona vitleysu, það er bara þannig,” segir Helga Björg meðal annars í viðtalinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þá hélt ég að ég gæti bara hringt í þá og þeir myndu bara senda mér nýtt mjólkursöluleyfi því ég var með mjólkursöluleyfi fyrir. En það var ekki þannig. Þá þurfti ég að fá starfsmann frá þeim til að koma og taka út búið hjá mér bara eins og ég væri ný byrjuð. Þegar þú ert í þessum sporum eins og ég, búin að missa manninn þinn, ert í sorg, ert með þrjú börn í sorg, þá hefur þú ekki tíma fyrir svona vitleysu. Það er bara þannig,” segir Helga og bætir við: „Regluverkið er bara svo ferkantað að það gerir bara ekki ráð fyrir að þú getir dáið, það er engin sveigjanleiki.” Útför Guðjóns fór fram frá Selfosskirkju 4. apríl.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helga Björg segist hafa fengið mjög mikil viðbrögð við pistli sínum á síðu kúabænda. Þar svarar framkvæmdastjóri Auðhumlu henni meðal annars þar sem kemur fram að fyrirtækið megi ekki skrá nýjan innleggjanda í sínar bækur nema viðkomandi hafi gilt mjólkursöluleyfi frá Matvælastofnun. „Ég vona bara að þetta hreyfi við einhverju, að einhverjum reglum verði breytt. Ég vona náttúrulega innilega að enginn lendi í því sama og ég að missa maka sinn á svona hræðilegan hátt,” segir Helga Björg. Ásahreppur Landbúnaður Vinnuslys Stjórnsýsla Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Ásahreppi Karlmaðurinn sem lést eftir að hafa klemmst við vinnu við dráttarvél á sveitabýli í Ásahreppi hét Guðjón Björnsson. Hann var fæddur árið 1983 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Haldin var bænastund í hreppnum í gær. 20. mars 2023 15:24 Klemmdist og lést í vinnuslysi Karlmaður lést eftir að hafa klemmst við vinnu við dráttarvél á sveitabýli í Ásahreppi á föstudag. 19. mars 2023 13:32 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Helga Björg Helgadóttir er kúabóndi með 45 kýr á bænum Syðri Hömrum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu með þrjú lítil börn, tveggja ára, níu ára og ellefu ára. 17. mars síðastliðinn dó Guðjón Björnsson, maður hennar í vinnuslysi á bænum aðeins 40 ára gamall. Áður höfðu þau misst allar kindurnar sínar í bruna á bænum. Helga Björg skrifaði í vikunni pistil á síðu kúabænda á Facebook þar sem hún sagði frá því hvernig kerfið eins og hún kallar það sé sífellt að ráðast á hana á sama tíma og hún og fjölskyldan syrgja Guðjón heitinn. Guðjón heitinn með börn þeirra Helgu en þau eru í dag tveggja ára, níu ára og ellefu ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Búið okkar var skráð á hans kennitölu en þá þurfti ég að skipta um kennitölu, gat ekki notað hans áfram og setja á mína kennitölu og þarf þá að fara að færa öll okkar viðskipti yfir á mig. Í flestum tilfellum var það ekkert mál, bara eitt símtal og því var reddað. Svo heyri ég í Auðhumlu, þar sem ég legg mjólkina inn hjá og þeir eru með eitthvað flóknara regluverk en aðrir og ég þarf að sækja um eins og ég sé nýr innleggjandi þó að ég sé búin að vera í búskap með manninum mínum í 10 ár,” segir Helga Björg. Hún þurfti þá að fylla út nýja umsókn til Auðhumlu og láta Matvælastofnun vita svo hún gæti fengið nýtt mjólkursöluleyfi og þar með nýtt innleggsnúmer með tilheyrandi kostnaði. „Þegar þú ert í þessum sporum eins og ég, búin að missa manninn þinn, ert í sorg, ert með þrjú börn í sorg, þá hefur þú ekki tíma fyrir svona vitleysu, það er bara þannig,” segir Helga Björg meðal annars í viðtalinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þá hélt ég að ég gæti bara hringt í þá og þeir myndu bara senda mér nýtt mjólkursöluleyfi því ég var með mjólkursöluleyfi fyrir. En það var ekki þannig. Þá þurfti ég að fá starfsmann frá þeim til að koma og taka út búið hjá mér bara eins og ég væri ný byrjuð. Þegar þú ert í þessum sporum eins og ég, búin að missa manninn þinn, ert í sorg, ert með þrjú börn í sorg, þá hefur þú ekki tíma fyrir svona vitleysu. Það er bara þannig,” segir Helga og bætir við: „Regluverkið er bara svo ferkantað að það gerir bara ekki ráð fyrir að þú getir dáið, það er engin sveigjanleiki.” Útför Guðjóns fór fram frá Selfosskirkju 4. apríl.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helga Björg segist hafa fengið mjög mikil viðbrögð við pistli sínum á síðu kúabænda. Þar svarar framkvæmdastjóri Auðhumlu henni meðal annars þar sem kemur fram að fyrirtækið megi ekki skrá nýjan innleggjanda í sínar bækur nema viðkomandi hafi gilt mjólkursöluleyfi frá Matvælastofnun. „Ég vona bara að þetta hreyfi við einhverju, að einhverjum reglum verði breytt. Ég vona náttúrulega innilega að enginn lendi í því sama og ég að missa maka sinn á svona hræðilegan hátt,” segir Helga Björg.
Ásahreppur Landbúnaður Vinnuslys Stjórnsýsla Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Ásahreppi Karlmaðurinn sem lést eftir að hafa klemmst við vinnu við dráttarvél á sveitabýli í Ásahreppi hét Guðjón Björnsson. Hann var fæddur árið 1983 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Haldin var bænastund í hreppnum í gær. 20. mars 2023 15:24 Klemmdist og lést í vinnuslysi Karlmaður lést eftir að hafa klemmst við vinnu við dráttarvél á sveitabýli í Ásahreppi á föstudag. 19. mars 2023 13:32 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Nafn mannsins sem lést í Ásahreppi Karlmaðurinn sem lést eftir að hafa klemmst við vinnu við dráttarvél á sveitabýli í Ásahreppi hét Guðjón Björnsson. Hann var fæddur árið 1983 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Haldin var bænastund í hreppnum í gær. 20. mars 2023 15:24
Klemmdist og lést í vinnuslysi Karlmaður lést eftir að hafa klemmst við vinnu við dráttarvél á sveitabýli í Ásahreppi á föstudag. 19. mars 2023 13:32