Erlent

Morðingi Abe fær sínu fram­gengt

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sun Myung Moon og eiginkona hans í brúðkaupi árið 1982.
Sun Myung Moon og eiginkona hans í brúðkaupi árið 1982. Getty

Japanska ríkið hefur krafist þess að starfsemi Sameiningarkirkjunnar þar í landi verði lögð niður. Fyrrverandi forsætisráðherra Japan var myrtur vegna þess að morðingi hans taldi hann tengjast kirkjunni. 

Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, var myrtur í júlí á síðasta ári þegar hann var að flytja ræðu í bænum Nara í vesturhluta Japan. Hann var skotinn til bana með haglabyssu og var morðinginn handtekinn á vettvangi. 

Morðinginn er hinn 41 árs gamli Tetsuya Yamagami en hann taldi að Abe tengdist hinni kóresku Sameiningarkirkju. Um er að ræða einn stærsta sértrúarsöfnuði heims sem stofnaður var árið 1954 af Sun Myung Moon. Er það talið að um þrjár milljónir manna séu í söfnuðinum. Um það bil sjötíu þúsund þeirra eru í japönsku deildinni.

Japanska ríkið hóf rannsókn á kirkjunni í kjölfar morðsins á Abe og hefur þess nú verið krafist að kirkjan verði leyst upp. Verði það gert mun kirkjan ekki lengur fá þau skattfríðindi sem hún hefur. 

Ef það verður sannað að kirkjan hafi skaðleg áhrif á lýðheilsu Japan verður hún leyst upp en hefur enn leyfi til að starfa sem samtök.


Tengdar fréttir

Mót­mæli við opin­bera út­för Shinzo Abe

Opinber útför Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, fer fram í höfuðborginni Tókýó í dag. Þúsundir hafa safnast sérstaklega saman til að mótmæla því að verið sé að nýta almannafé til útfararinnar og segja það geta nýst betur í önnur verkefni, en opinberar útfarir í japan eru vanalega einungis haldnar þegar meðlimir japönsku keisarafjölskyldunnar falla frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×