Segir sveitarfélög draga lappirnar vegna illa lagðra hlaupahjóla Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. október 2023 06:45 Erlendur vill að sveitarfélög standi sína plikt sem veghaldarar hjólreiðastíga. Vísir Hjólreiðaaðgerðarsinni segir illa lögð rafhlaupahjól á hjólreiðastígum höfuðborgarsvæðisins vera orðin eitt helsta vandamálið á stígunum. Hann segir alveg ljóst að sveitarfélög beri ábyrgð á málinu, þó sum hver firri sig ábyrgð og segir þrjá möguleika til betrumbóta. „Til þess að gera hjólreiðar að aðlaðandi kosti þá þarf einhverja innviði og svo þarf að reka þá innviði og það þarf að hafa stjórn á þeim og það eru þrír hlutir sem eru bara vandamál,“ segir Erlendur S. Þorsteinsson, sem meðal annars er stjórnarmaður í Landssamtökum hjólreiðamanna, í samtali við Vísi. Hann segir að það sé verktakafúsk, vetrarþjónusta og illa lögð rafhlaupahjól. Hann segir hið síðastnefnda vera orðið stærsta vandann. Erlendur hefur meðal annars bent Kópavogsbæ á skútuvandann en bæjaryfirvöld bent á rafhlaupahjólaleigurnar sjálfar, sem Erlendur telur fráleitt. Velti því upp hvort andstæðingar legðu rafhlaupahjólunum illa Tilefni fréttarinnar er að Erlendur stofnaði fyrir tveimur árum Facebook hópinn „Verst lagða rafskútan.“ Hópurinn er eins og nafnið gefur til kynna helgaður myndum af illa lögðum rafhlaupahjólum. Erlendur sá sig knúinn til að bregðast við vangaveltum Alexöndru Briem, borgarfulltrúa Pírata á Facebook hópnum „Samtök um bíllausan lífsstíl.“ Alexandra lýsti því að hún hefði nýtt sér rafmagnshlaupahjól á ferðalagi sínu í Borgartún úr Ráðhúsinu. Hún segist hafa þurft að stoppa og færa fjögur slík rafhlaupahjól sem ekki bara hafi verið lagt illa, heldur hafi verið líkt og þeim hafi verið stillt upp til að vera eins mikið fyrir og mögulegt er. „Ég er svona varla að kaupa það að notendur skilji þau svona rosalega lélega eftir sig, bara þvert yfir gangstéttina, hornrétt. Getur verið að andstæðingar rafhlaupahjóla séu að færa þau til að gera fólk mótfallnara þessum ferðamáta?“ Alexandra varð síðan að árétta misskilninginn, um að hún væri ekki raunverulega að halda því fram að andstæðingar rafhlaupahjóla gerðu þetta. Hún hefði sagt þetta í hálfkæringi til að undirstrika hversu fullkomlega galinn frágangur á sumum þeirra virtist vera. Alexandra trúði því ekki hvað hlaupahjólunum sem hún sá var lagt illa.Vísir/Vilhelm Segir um að ræða mikinn vanda Erlendur segir að hann hafi séð sig knúinn til að þvo hendur sínar af málinu og því birti hann yfirlýsingu á Facebook vegna málsins. Ummæli Alexöndru hafi komið sér spánskt fyrir sjónir. Ljóst sé að illa lögð rafhlaupahjól séu raunverulegt vanndamál. „Þetta er baráttumál hjá mér, sem tengist öðrum svipuðum baráttumálum, um að Reykjavíkurborg og Kópavogur líka, þeim gengur illa að hafa stjórn á ágangi á hjólreiðastíga,“ segir Erlendur. „Það eru þrír hlutir sem eru vandamál. Það er að rafskútum er lagt á hjólastíga, verktakar virða ekki hjólastíga, ég kalla það verktakafúsk þar sem verktakar gera hvað sem er, loka hjólastígunum eða skera þá í sundur og borginni í þessum tveimur tilvikum gengur rosalega illa að hafa stjórn á áganginum. Svo er það vetrarþjónustan.“ Hjólreiðamenn hjóli öðruvísi en 2019 Erlendur segir að illa lögð rafhlaupahjól séu stærsta vandamálið. Þær séu ekki í takmarkaðan tíma eins og vetrarveður, heldur allt árið, allan sólarhringinn. „Glitið á þeim er hörmulegt. Það er bara ofboðslega erfitt að sjá þær í myrkri og rigningu og þær eru út um allt. Þú getur ekki treyst því að þær séu á einhverjum ákveðnum stað.“ Erlendur nefnir sem dæmi að þennan sama morgun og viðtalið var tekið hafi hann þurft að færa tvö rafhlaupahjól sem hafi verið á miðjum hjólreiðastíg í Fossvogsdal. Hann segir að það sé nauðsynlegt að færa þær. „Það væru ekkert endilega þessar tvær skútur á þessum sama stað, heldur bara einhverjar aðrar tvær skútur á öðrum stað sem þýðir að það þarf að hjóla, sérstaklega í myrkri og rigningu, í mjög mikilli vörn. Maður þarf stöðugt að horfa bara rétt fyrir framan sig, til að vera viss um að það sé ekki eitthvað fyrir framan mann sem á ekki að vera þar.“ Hjólreiðastígum hefur fjölgað mikið á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hér malbika menn einn slíkan við Öskjuhlíð árið 2020. Vísir/Vilhelm Erlendur segir að reynsla sín og annarra hjólreiðamanna sé sú að það hafi verið hægt að hjóla á allt annan hátt á stígunum fyrir árið 2019, þegar rafhlaupahjólin gerðu fyrst vart við sig á stígum landsins. Líkurnar í dag á að hjólreiðamenn geti slasað sig séu orðnar þannig að þeir þurfi að íhuga hvernig þeir hjóla. „Maður gat horft fram fyrir sig. Ljósið var aðeins stillt upp, maður horfði fram, gat kíkt eftir bílstjórum og eftir gangandi vegfarendum. Núna er maður farinn að stilla ljósið alveg niður þannig að það sé beint fyrir framan dekkið og horfir bara beint fyrir framan sig, á bremsunum allan tímann ef það skyldi gerast eitthvað. Þá treysti ég á að bílstjórar séu með ljósin á bílunum og horfi í kringum sig og vona að gangandi vegfarendur, ef maður er ekki á hjólastíg, sjái ljósið frá mér.“ Alveg ljóst að sveitarfélögin beri ábyrgð Erlendur tekur fram að hann hafi átt í góðu samstarf við Hopp vegna málsins. Þar á bæ hafi menn verið duglegir að setja bannsvæði í kringum undirgöng til að mynda. Hann segist ekki hafa átt í svipuðum samskiptum við Zolo. „En fyrst og fremst ætti þetta að koma frá sveitarfélögum. Sveitarfélög, sem veghaldarar, sem ábyrgðaraðilar þessa stíga, ættu náttúrulega að vera með þessa vinnu með leigunum.“ Erlendur ætlar að senda Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ gagnabeiðni og biðja um samninga sem gerðir hafi verið við rafhlaupahjólaleigurnar. Hann segir þrennt í stöðunni til að koma böndum á ástandið á hjólreiðastígunum. Erlendur segir að samtal verði átt við sveitarfélög um hvernig megi leysa vandann á hjólreiðastígum. Vísir/Vilhelm „Í fyrsta lagi að halda áfram með stöðvalausar leigur. Þetta er rosalega flott konsept, ofboðslega þægilegt og gott. Er hægt að halda áfram með þetta en gera eitthvað til að laga hlutina? Til þess þurfa sveitarfélögin að ná stjórn á stígunum, finna leiðir svo það sé ekki, innan einhverja marka, verktakar, rafskútur eða annað rusl á stígunum,“ segir Erlendur. „Önnur hugmyndin er að breyta þessu í stöðvaleigur. Að krefjast þess að þú megir ekki skilja skútuna eftir hvar sem er. Þú verðir að skilja hana eftir í stæði og ef þú gerir það ekki haldi klukkan bara áfram að tikka og þú borgar þar til þú skilar.“ Einn möguleiki að hætta með rafhlaupahjólin Erlendur segir að þriðja hugmyndin sé sú að hætta einfaldlega með slík rafhlaupahjól í útleigu hér á landi. Hann segir að sú hugmynd sé sú sem síst hafi fallið í kramið. „Ég hef fengið rosalega gagnrýni fyrir að viðra þessa seinustu hugmynd. En mér finnst undarlegt að mega ekki tala um það að það séu þrjár lausnir. Stöðvarlausar leigur, stöðvaleigur eða einfaldlega að hætta þessu. Við þurfum einfaldlega að horfa á þessa þrjá möguleika og velta fyrir okkur: Hvað viljum við? Hvernig viljum við að hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu þróist? Eða yfirleitt allar samgöngur aðrar heldur en bara bíllinn.“ Erlendur segir Landssamtök hjólreiðamanna munu biðja um samtal við sveitarfélögin vegna málsins. Þar muni hjólreiðamenn koma áhyggjum sínum á framfæri. „Með það að markmiði að allir þessir samgöngumátar, venjuleg reiðhjól, rafmagnsreiðhjól, rafskútur og svo framvegis, að það verði hægt að nota þetta allt saman með öruggum hætti og ýta undir að sem fæstir þurfi að nota bílana sína, sem sjaldnast.“ Rafhlaupahjól Samgöngur Hjólreiðar Sveitarstjórnarmál Umferðaröryggi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Til þess að gera hjólreiðar að aðlaðandi kosti þá þarf einhverja innviði og svo þarf að reka þá innviði og það þarf að hafa stjórn á þeim og það eru þrír hlutir sem eru bara vandamál,“ segir Erlendur S. Þorsteinsson, sem meðal annars er stjórnarmaður í Landssamtökum hjólreiðamanna, í samtali við Vísi. Hann segir að það sé verktakafúsk, vetrarþjónusta og illa lögð rafhlaupahjól. Hann segir hið síðastnefnda vera orðið stærsta vandann. Erlendur hefur meðal annars bent Kópavogsbæ á skútuvandann en bæjaryfirvöld bent á rafhlaupahjólaleigurnar sjálfar, sem Erlendur telur fráleitt. Velti því upp hvort andstæðingar legðu rafhlaupahjólunum illa Tilefni fréttarinnar er að Erlendur stofnaði fyrir tveimur árum Facebook hópinn „Verst lagða rafskútan.“ Hópurinn er eins og nafnið gefur til kynna helgaður myndum af illa lögðum rafhlaupahjólum. Erlendur sá sig knúinn til að bregðast við vangaveltum Alexöndru Briem, borgarfulltrúa Pírata á Facebook hópnum „Samtök um bíllausan lífsstíl.“ Alexandra lýsti því að hún hefði nýtt sér rafmagnshlaupahjól á ferðalagi sínu í Borgartún úr Ráðhúsinu. Hún segist hafa þurft að stoppa og færa fjögur slík rafhlaupahjól sem ekki bara hafi verið lagt illa, heldur hafi verið líkt og þeim hafi verið stillt upp til að vera eins mikið fyrir og mögulegt er. „Ég er svona varla að kaupa það að notendur skilji þau svona rosalega lélega eftir sig, bara þvert yfir gangstéttina, hornrétt. Getur verið að andstæðingar rafhlaupahjóla séu að færa þau til að gera fólk mótfallnara þessum ferðamáta?“ Alexandra varð síðan að árétta misskilninginn, um að hún væri ekki raunverulega að halda því fram að andstæðingar rafhlaupahjóla gerðu þetta. Hún hefði sagt þetta í hálfkæringi til að undirstrika hversu fullkomlega galinn frágangur á sumum þeirra virtist vera. Alexandra trúði því ekki hvað hlaupahjólunum sem hún sá var lagt illa.Vísir/Vilhelm Segir um að ræða mikinn vanda Erlendur segir að hann hafi séð sig knúinn til að þvo hendur sínar af málinu og því birti hann yfirlýsingu á Facebook vegna málsins. Ummæli Alexöndru hafi komið sér spánskt fyrir sjónir. Ljóst sé að illa lögð rafhlaupahjól séu raunverulegt vanndamál. „Þetta er baráttumál hjá mér, sem tengist öðrum svipuðum baráttumálum, um að Reykjavíkurborg og Kópavogur líka, þeim gengur illa að hafa stjórn á ágangi á hjólreiðastíga,“ segir Erlendur. „Það eru þrír hlutir sem eru vandamál. Það er að rafskútum er lagt á hjólastíga, verktakar virða ekki hjólastíga, ég kalla það verktakafúsk þar sem verktakar gera hvað sem er, loka hjólastígunum eða skera þá í sundur og borginni í þessum tveimur tilvikum gengur rosalega illa að hafa stjórn á áganginum. Svo er það vetrarþjónustan.“ Hjólreiðamenn hjóli öðruvísi en 2019 Erlendur segir að illa lögð rafhlaupahjól séu stærsta vandamálið. Þær séu ekki í takmarkaðan tíma eins og vetrarveður, heldur allt árið, allan sólarhringinn. „Glitið á þeim er hörmulegt. Það er bara ofboðslega erfitt að sjá þær í myrkri og rigningu og þær eru út um allt. Þú getur ekki treyst því að þær séu á einhverjum ákveðnum stað.“ Erlendur nefnir sem dæmi að þennan sama morgun og viðtalið var tekið hafi hann þurft að færa tvö rafhlaupahjól sem hafi verið á miðjum hjólreiðastíg í Fossvogsdal. Hann segir að það sé nauðsynlegt að færa þær. „Það væru ekkert endilega þessar tvær skútur á þessum sama stað, heldur bara einhverjar aðrar tvær skútur á öðrum stað sem þýðir að það þarf að hjóla, sérstaklega í myrkri og rigningu, í mjög mikilli vörn. Maður þarf stöðugt að horfa bara rétt fyrir framan sig, til að vera viss um að það sé ekki eitthvað fyrir framan mann sem á ekki að vera þar.“ Hjólreiðastígum hefur fjölgað mikið á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hér malbika menn einn slíkan við Öskjuhlíð árið 2020. Vísir/Vilhelm Erlendur segir að reynsla sín og annarra hjólreiðamanna sé sú að það hafi verið hægt að hjóla á allt annan hátt á stígunum fyrir árið 2019, þegar rafhlaupahjólin gerðu fyrst vart við sig á stígum landsins. Líkurnar í dag á að hjólreiðamenn geti slasað sig séu orðnar þannig að þeir þurfi að íhuga hvernig þeir hjóla. „Maður gat horft fram fyrir sig. Ljósið var aðeins stillt upp, maður horfði fram, gat kíkt eftir bílstjórum og eftir gangandi vegfarendum. Núna er maður farinn að stilla ljósið alveg niður þannig að það sé beint fyrir framan dekkið og horfir bara beint fyrir framan sig, á bremsunum allan tímann ef það skyldi gerast eitthvað. Þá treysti ég á að bílstjórar séu með ljósin á bílunum og horfi í kringum sig og vona að gangandi vegfarendur, ef maður er ekki á hjólastíg, sjái ljósið frá mér.“ Alveg ljóst að sveitarfélögin beri ábyrgð Erlendur tekur fram að hann hafi átt í góðu samstarf við Hopp vegna málsins. Þar á bæ hafi menn verið duglegir að setja bannsvæði í kringum undirgöng til að mynda. Hann segist ekki hafa átt í svipuðum samskiptum við Zolo. „En fyrst og fremst ætti þetta að koma frá sveitarfélögum. Sveitarfélög, sem veghaldarar, sem ábyrgðaraðilar þessa stíga, ættu náttúrulega að vera með þessa vinnu með leigunum.“ Erlendur ætlar að senda Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ gagnabeiðni og biðja um samninga sem gerðir hafi verið við rafhlaupahjólaleigurnar. Hann segir þrennt í stöðunni til að koma böndum á ástandið á hjólreiðastígunum. Erlendur segir að samtal verði átt við sveitarfélög um hvernig megi leysa vandann á hjólreiðastígum. Vísir/Vilhelm „Í fyrsta lagi að halda áfram með stöðvalausar leigur. Þetta er rosalega flott konsept, ofboðslega þægilegt og gott. Er hægt að halda áfram með þetta en gera eitthvað til að laga hlutina? Til þess þurfa sveitarfélögin að ná stjórn á stígunum, finna leiðir svo það sé ekki, innan einhverja marka, verktakar, rafskútur eða annað rusl á stígunum,“ segir Erlendur. „Önnur hugmyndin er að breyta þessu í stöðvaleigur. Að krefjast þess að þú megir ekki skilja skútuna eftir hvar sem er. Þú verðir að skilja hana eftir í stæði og ef þú gerir það ekki haldi klukkan bara áfram að tikka og þú borgar þar til þú skilar.“ Einn möguleiki að hætta með rafhlaupahjólin Erlendur segir að þriðja hugmyndin sé sú að hætta einfaldlega með slík rafhlaupahjól í útleigu hér á landi. Hann segir að sú hugmynd sé sú sem síst hafi fallið í kramið. „Ég hef fengið rosalega gagnrýni fyrir að viðra þessa seinustu hugmynd. En mér finnst undarlegt að mega ekki tala um það að það séu þrjár lausnir. Stöðvarlausar leigur, stöðvaleigur eða einfaldlega að hætta þessu. Við þurfum einfaldlega að horfa á þessa þrjá möguleika og velta fyrir okkur: Hvað viljum við? Hvernig viljum við að hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu þróist? Eða yfirleitt allar samgöngur aðrar heldur en bara bíllinn.“ Erlendur segir Landssamtök hjólreiðamanna munu biðja um samtal við sveitarfélögin vegna málsins. Þar muni hjólreiðamenn koma áhyggjum sínum á framfæri. „Með það að markmiði að allir þessir samgöngumátar, venjuleg reiðhjól, rafmagnsreiðhjól, rafskútur og svo framvegis, að það verði hægt að nota þetta allt saman með öruggum hætti og ýta undir að sem fæstir þurfi að nota bílana sína, sem sjaldnast.“
Rafhlaupahjól Samgöngur Hjólreiðar Sveitarstjórnarmál Umferðaröryggi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira