Rússar útilokaðir úr Ólympíuhreyfingunni Valur Páll Eiríksson skrifar 12. október 2023 15:02 Þessir mótmælendur í Brussel hafa fengið ósk sína um útilokun Rússa frá Ólympíuleikunum í París uppfyllta. Getty Alþjóðaólympíunefndin, IOC, hefur leyst upp starfsemi Ólympíunefndar Rússa og útilokað úr hreyfingunni. Tilkynnt var um þessa ákvörðun eftir fund framkvæmdaráðs nefndarinnar í dag. Rússneskir íþróttamenn hafa verið í banni frá keppni eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar í fyrra. Mörg íþróttasambönd hafa fylgt fordæmi IOC í málinu líkt og knattspyrnusamböndin FIFA og UEFA. Á fundi dagsins í dag tók framkvæmdanefnd IOC annað skref í átt að útilokun Rússa með því að fella úr gildi starfsleyfi Ólympíunefndar Rússa og banna hana frá störfum um óákveðinn tíma. „Rússneska Ólympíunefndin hefur verið leyst frá störfum samstundis þar til ákvörðun er tekin um annað,“ segir í yfirlýsingu frá framkvæmdaráði IOC í dag. IOC Executive Board suspends Russian Olympic Committee with immediate effect.IOC statement: pic.twitter.com/vS7YoT1MLx— IOC MEDIA (@iocmedia) October 12, 2023 „Rússneska Ólympíunefndin hefur ekki lengur leyfi til að starfa sem landsnefnd, líkt og skilgreind er í Ólympíusáttmálanum, og má ekki fá neinn fjárhagslegan stuðning frá Ólympíuhreyfingunni,“ segir þar enn fremur. IOC heldur því samt sem áður opnu að rússneskir íþróttamenn taki þátt undir hlutlausum fána, líkt og margir slíkir gerðu eftir að upp komst um lyfjahneyksli í rússneskum íþróttum fyrir örfáum árum síðan. „Líkt og greint var frá í yfirlýsingu þann 28. mars, sem stendur enn, áskilur IOC sér rétt til að taka ákvörðun um þátttöku hlutlausra íþróttamanna með rússneskt vegabréf hvað varðar þátttöku á Ólympíuleikunum í París 2024 og á Vetrarólympíuleikunum í Mílanó og Cortina 2026, þegar þar að kemur,“ segir í yfirlýsingu IOC. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Rússneskir íþróttamenn hafa verið í banni frá keppni eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar í fyrra. Mörg íþróttasambönd hafa fylgt fordæmi IOC í málinu líkt og knattspyrnusamböndin FIFA og UEFA. Á fundi dagsins í dag tók framkvæmdanefnd IOC annað skref í átt að útilokun Rússa með því að fella úr gildi starfsleyfi Ólympíunefndar Rússa og banna hana frá störfum um óákveðinn tíma. „Rússneska Ólympíunefndin hefur verið leyst frá störfum samstundis þar til ákvörðun er tekin um annað,“ segir í yfirlýsingu frá framkvæmdaráði IOC í dag. IOC Executive Board suspends Russian Olympic Committee with immediate effect.IOC statement: pic.twitter.com/vS7YoT1MLx— IOC MEDIA (@iocmedia) October 12, 2023 „Rússneska Ólympíunefndin hefur ekki lengur leyfi til að starfa sem landsnefnd, líkt og skilgreind er í Ólympíusáttmálanum, og má ekki fá neinn fjárhagslegan stuðning frá Ólympíuhreyfingunni,“ segir þar enn fremur. IOC heldur því samt sem áður opnu að rússneskir íþróttamenn taki þátt undir hlutlausum fána, líkt og margir slíkir gerðu eftir að upp komst um lyfjahneyksli í rússneskum íþróttum fyrir örfáum árum síðan. „Líkt og greint var frá í yfirlýsingu þann 28. mars, sem stendur enn, áskilur IOC sér rétt til að taka ákvörðun um þátttöku hlutlausra íþróttamanna með rússneskt vegabréf hvað varðar þátttöku á Ólympíuleikunum í París 2024 og á Vetrarólympíuleikunum í Mílanó og Cortina 2026, þegar þar að kemur,“ segir í yfirlýsingu IOC.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira