Gunnar íhugar framtíð sína hjá UFC sem slítur samstarfi sínu við USADA Aron Guðmundsson skrifar 12. október 2023 14:31 Feðgarnir Haraldur og Gunnar Nelson á góðri stundu Vísir/Getty Óvíst er hvað íslenski UFC bardagakappinn Gunnar Nelson mun gera ef fyrirhuguð endalok á samstarfi UFC við bandaríska lyfjaeftirlitið raungerast. Þetta segir Haraldur Nelson, faðir hans og umboðsmaður en mikil óvissa er uppi varðandi það hvernig og yfir höfuð hvort UFC muni halda áfram að láta lyfjaprófa sína bardagamenn frá og með 1. janúar á næsta ári. Greint var frá því í gær að samstarf UFC bardagasamtakanna við bandaríska lyfjaeftirlitið (USADA) myndi líða undir lok strax í byrjun þessa árs. Í yfirlýsingu sem framkvæmdastjóri USADA, Travis Tygart, sendi frá sér varðandi endalok samstarfs lyfjaeftirlitsins við UFC segir að upp á síðkastið hafi samband þessara tveggja aðila stirðnað. Read the full statement from USADA CEO Travis T. Tygart here: https://t.co/3vfuhx5haD pic.twitter.com/MNGgnDN6U6— USADA (@usantidoping) October 11, 2023 Fréttirnar koma skömmu eftir að USADA staðfesti að írski bardagakappinn Conor McGregor væri aftur kominn á skrá hjá sér en í tengslum við þær vendingar segir Travis USADA hafi verið skýrt í sinni afstöðu. McGregor myndi ekki fá neina undanþágu hjá þeim til þess að snúa fyrr inn í bardagabúrið. McGregor hefur um margra ára bil verið andlit UFC út á við, helsta stjarna samtakanna. Travis segir sambandið milli USADA og UFC verið óviðunandi sökum yfirlýsinga fulltrúa UFC varðandi McGregor og mögulega undanþágu hans frá reglum USADA. Viðræður um áframhaldandi samstarf höfðu verið í gangi milli fulltrúa USADA og UFC en nú er það að frumkvæði UFC sem ákvörðun hefur verið tekin um að samstarfið muni líða undir lok strax í byrjun næsta árs. Deilumál varðandi stöðu Conor McGregor eru sögð spila stóran þátt í endalokum samstarfsins. Írski UFC bardagakappinn Conor McGregorVísir/Getty „Ömurlegar fréttir“ Fréttirnar koma eins og þruma úr heiðskýru lofti fyrir íslenska bardagakappann Gunnar Nelson og hans teymi, sem hefur verið afar ánægt með vinnubrögð USADA í gegnum tíðina. Sjálfur hefur Gunnar lýst því yfir hversu mikilvægt honum finnist að utanumhaldið í kringum lyfjaprófanir sé gott og strangt. „Ég sendi honum þessar fréttir í morgun og hann svaraði því með því að segja að þetta væru ömurlegar fréttir. Ef þetta færi svona,“ segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars. „Maður á eftir að sjá hvað kemur út úr þessu. Hvort að þetta muni fara svona eins og það stefnir í að þetta fari. Að samstarf UFC og USADA líði undir lok þarna strax á nýju ári. Ég bara trúi því ekki að UFC ætli að hætta lyfjaprófa sína bardagamenn. Það yrðu ömurlegar fréttir.“ Farið í um 40 lyfjapróf Mikil ánægja hefur ríkt hjá Gunnari sjálfum sem og teyminu í kringum hann varðandi samstarfið við USADA sem og Lyfjaeftirlit Íslands sem framkvæmir umræddar prófanir fyrir USADA hér á landi. „Við höfum verið rosalega ánægðir með fyrirkomulagið og samstarfið með USADA í gegnum tíðina. Síðan að þeir byrja að lyfjaprófa hefur Gunnar farið í rétt um fjörutíu lyfjapróf og svona viljum við auðvitað hafa þetta.“ Gunnar Nelson er fyrsti og eini fulltrúi Íslands í UFC til þessaVísir/Getty „Hvenær og hvar hefur Gunnar hefur til dæmis verið settur í lyfjapróf hefur verið af mjög handahófskenndum hætti. Ég hef það staðfest frá Lyfjaeftirliti Íslands að það er enginn íþróttamaður hér á landi settur oftar í lyfjapróf en Gunnar. Núna í mars á þessu ári var Gunnar settur þrisvar sinnum í lyfjapróf. Það liðu aðeins nokkrir dagar á milli lyfjaprófa og þú getur aldrei verið viss um hvenær og hvenær ekki þú verður settur í lyfjapróf. Bardagamenn á vegum UFC þurfa alltaf að tilkynna sig inn. Hvar þeir dvelja ef þeir fara úr landi, hvert þeir séu að fara.“ Gunnar ræðir við föður sinn og umboðsmann, Harald Nelson fyrir UFC 231 bardagakvöldiðVísir/Getty Haraldur viðurkennir að það geti auðvitað verið mikið á tímum en þeir hafi hingað til fagnað þessu utanumhaldi. „Gunnar fór til að mynda til Búdapest í helgarferð fyrir ekki svo löngu síðan. Hann er á leið í skoðunarferð um borgina þegar að síminn hringir. Ungverska lyfjaeftirlitið er þá mætt upp á hótel til hans í Búdapest til þess að taka hann í lyfjapróf. Hann þurfti því að taka leigubíl frá þeim stað sem hann var, upp á hótel og fara í þetta lyfjapróf. Við höfum bara verið mjög ánægðir með þetta fyrirkomulag. Gunnar hefur lýst því yfir að hann sé ekki tilbúinn í að fara berjast við einhverja steraköggla. Þetta eru því afar vondar fréttir fyrir hann og okkur sem eru nú að berast af endalokum samstarfs UFC og USADA.“ Lyfjapróf verði að vera á borði óháðs aðila Það hefur nefnilega verið áberandi í gegnum tíðina hversu mikla áherslu Gunnar leggur á að reglurnar og fyrirkomulagið varðandi lyfjaprófin séu góðar. Hann hefur verið mjög ánægður með utanumhaldið hjá UFC og nefnt það í viðtölum áður að akkúrat þessi stefna samtakanna hafi valdið því að hann hafi ekki hugsað sér hreyfings og skrifað undir samning hjá öðrum bardagasamtökum þrátt fyrir áhuga. „Ég tel bara mjög vafasamt, og það er bara mín persónulega skoðun, ef UFC ætlar sér að fara taka lyfjaprófanirnar innanhúss hjá sér. Það yrðu bara ekki góðir starfshættir. Það segir sig sjálft að í svona yrði að vera þriðji aðili að sjá um þetta, óháður aðili. Þú getur ekki verið að lyfjaprófa sjálfan þig. Það yrði auðvitað skárra en engar lyfjaprófanir en þeir yrðu þá að sýna manni fram á það væri alvöru eftirlit með þessu. Þess vegna skil ég ekki af hverju þeir geta ekki notað USADA og WADA sem eru þessi alþjóðlegu lyfjaeftirlit sem fólk tekur mark á.“ Óvíst hvað Gunnar muni þá gera Nú sé bara að vona að menn sjái að sér. Að USADA og UFC nái að finna einhvern flöt á frekara samstarfi áður en nýtt ár rennur upp. Annars sé óvíst hvað taki við. „Við vonum bara að það rætist úr þessu. Að þessir aðilar nái aftur saman. Það er nú smá tími fram að áramótum. En ef ekki, þá í raun veit ég ekki hvað Gunnar gerir,“ segir Haraldur. Gunnar íhugi nú framtíð sína. UFC 286 Official Weigh-in LONDON, ENGLAND - MARCH 17: Gunnar Nelson of Iceland poses on the scale during the UFC 286 official weigh-in at Hilton London Canary Wharf on March 17, 2023 in London, England. (Photo by Jeff Bottari/Zuffa LLC via Getty Images) „Ég veit það bara að Gunnar er ekki tilbúinn til þess, held ég, að berjast undir merkjum einhverra sem eru ekki að lyfjaprófa sína bardagakappa. Það kæmi mér allavegana verulega á óvart. Hann er allavegana klárlega ekki að fara setja í sig eitthvað svona skíta drasl.“ MMA Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Sjá meira
Greint var frá því í gær að samstarf UFC bardagasamtakanna við bandaríska lyfjaeftirlitið (USADA) myndi líða undir lok strax í byrjun þessa árs. Í yfirlýsingu sem framkvæmdastjóri USADA, Travis Tygart, sendi frá sér varðandi endalok samstarfs lyfjaeftirlitsins við UFC segir að upp á síðkastið hafi samband þessara tveggja aðila stirðnað. Read the full statement from USADA CEO Travis T. Tygart here: https://t.co/3vfuhx5haD pic.twitter.com/MNGgnDN6U6— USADA (@usantidoping) October 11, 2023 Fréttirnar koma skömmu eftir að USADA staðfesti að írski bardagakappinn Conor McGregor væri aftur kominn á skrá hjá sér en í tengslum við þær vendingar segir Travis USADA hafi verið skýrt í sinni afstöðu. McGregor myndi ekki fá neina undanþágu hjá þeim til þess að snúa fyrr inn í bardagabúrið. McGregor hefur um margra ára bil verið andlit UFC út á við, helsta stjarna samtakanna. Travis segir sambandið milli USADA og UFC verið óviðunandi sökum yfirlýsinga fulltrúa UFC varðandi McGregor og mögulega undanþágu hans frá reglum USADA. Viðræður um áframhaldandi samstarf höfðu verið í gangi milli fulltrúa USADA og UFC en nú er það að frumkvæði UFC sem ákvörðun hefur verið tekin um að samstarfið muni líða undir lok strax í byrjun næsta árs. Deilumál varðandi stöðu Conor McGregor eru sögð spila stóran þátt í endalokum samstarfsins. Írski UFC bardagakappinn Conor McGregorVísir/Getty „Ömurlegar fréttir“ Fréttirnar koma eins og þruma úr heiðskýru lofti fyrir íslenska bardagakappann Gunnar Nelson og hans teymi, sem hefur verið afar ánægt með vinnubrögð USADA í gegnum tíðina. Sjálfur hefur Gunnar lýst því yfir hversu mikilvægt honum finnist að utanumhaldið í kringum lyfjaprófanir sé gott og strangt. „Ég sendi honum þessar fréttir í morgun og hann svaraði því með því að segja að þetta væru ömurlegar fréttir. Ef þetta færi svona,“ segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars. „Maður á eftir að sjá hvað kemur út úr þessu. Hvort að þetta muni fara svona eins og það stefnir í að þetta fari. Að samstarf UFC og USADA líði undir lok þarna strax á nýju ári. Ég bara trúi því ekki að UFC ætli að hætta lyfjaprófa sína bardagamenn. Það yrðu ömurlegar fréttir.“ Farið í um 40 lyfjapróf Mikil ánægja hefur ríkt hjá Gunnari sjálfum sem og teyminu í kringum hann varðandi samstarfið við USADA sem og Lyfjaeftirlit Íslands sem framkvæmir umræddar prófanir fyrir USADA hér á landi. „Við höfum verið rosalega ánægðir með fyrirkomulagið og samstarfið með USADA í gegnum tíðina. Síðan að þeir byrja að lyfjaprófa hefur Gunnar farið í rétt um fjörutíu lyfjapróf og svona viljum við auðvitað hafa þetta.“ Gunnar Nelson er fyrsti og eini fulltrúi Íslands í UFC til þessaVísir/Getty „Hvenær og hvar hefur Gunnar hefur til dæmis verið settur í lyfjapróf hefur verið af mjög handahófskenndum hætti. Ég hef það staðfest frá Lyfjaeftirliti Íslands að það er enginn íþróttamaður hér á landi settur oftar í lyfjapróf en Gunnar. Núna í mars á þessu ári var Gunnar settur þrisvar sinnum í lyfjapróf. Það liðu aðeins nokkrir dagar á milli lyfjaprófa og þú getur aldrei verið viss um hvenær og hvenær ekki þú verður settur í lyfjapróf. Bardagamenn á vegum UFC þurfa alltaf að tilkynna sig inn. Hvar þeir dvelja ef þeir fara úr landi, hvert þeir séu að fara.“ Gunnar ræðir við föður sinn og umboðsmann, Harald Nelson fyrir UFC 231 bardagakvöldiðVísir/Getty Haraldur viðurkennir að það geti auðvitað verið mikið á tímum en þeir hafi hingað til fagnað þessu utanumhaldi. „Gunnar fór til að mynda til Búdapest í helgarferð fyrir ekki svo löngu síðan. Hann er á leið í skoðunarferð um borgina þegar að síminn hringir. Ungverska lyfjaeftirlitið er þá mætt upp á hótel til hans í Búdapest til þess að taka hann í lyfjapróf. Hann þurfti því að taka leigubíl frá þeim stað sem hann var, upp á hótel og fara í þetta lyfjapróf. Við höfum bara verið mjög ánægðir með þetta fyrirkomulag. Gunnar hefur lýst því yfir að hann sé ekki tilbúinn í að fara berjast við einhverja steraköggla. Þetta eru því afar vondar fréttir fyrir hann og okkur sem eru nú að berast af endalokum samstarfs UFC og USADA.“ Lyfjapróf verði að vera á borði óháðs aðila Það hefur nefnilega verið áberandi í gegnum tíðina hversu mikla áherslu Gunnar leggur á að reglurnar og fyrirkomulagið varðandi lyfjaprófin séu góðar. Hann hefur verið mjög ánægður með utanumhaldið hjá UFC og nefnt það í viðtölum áður að akkúrat þessi stefna samtakanna hafi valdið því að hann hafi ekki hugsað sér hreyfings og skrifað undir samning hjá öðrum bardagasamtökum þrátt fyrir áhuga. „Ég tel bara mjög vafasamt, og það er bara mín persónulega skoðun, ef UFC ætlar sér að fara taka lyfjaprófanirnar innanhúss hjá sér. Það yrðu bara ekki góðir starfshættir. Það segir sig sjálft að í svona yrði að vera þriðji aðili að sjá um þetta, óháður aðili. Þú getur ekki verið að lyfjaprófa sjálfan þig. Það yrði auðvitað skárra en engar lyfjaprófanir en þeir yrðu þá að sýna manni fram á það væri alvöru eftirlit með þessu. Þess vegna skil ég ekki af hverju þeir geta ekki notað USADA og WADA sem eru þessi alþjóðlegu lyfjaeftirlit sem fólk tekur mark á.“ Óvíst hvað Gunnar muni þá gera Nú sé bara að vona að menn sjái að sér. Að USADA og UFC nái að finna einhvern flöt á frekara samstarfi áður en nýtt ár rennur upp. Annars sé óvíst hvað taki við. „Við vonum bara að það rætist úr þessu. Að þessir aðilar nái aftur saman. Það er nú smá tími fram að áramótum. En ef ekki, þá í raun veit ég ekki hvað Gunnar gerir,“ segir Haraldur. Gunnar íhugi nú framtíð sína. UFC 286 Official Weigh-in LONDON, ENGLAND - MARCH 17: Gunnar Nelson of Iceland poses on the scale during the UFC 286 official weigh-in at Hilton London Canary Wharf on March 17, 2023 in London, England. (Photo by Jeff Bottari/Zuffa LLC via Getty Images) „Ég veit það bara að Gunnar er ekki tilbúinn til þess, held ég, að berjast undir merkjum einhverra sem eru ekki að lyfjaprófa sína bardagakappa. Það kæmi mér allavegana verulega á óvart. Hann er allavegana klárlega ekki að fara setja í sig eitthvað svona skíta drasl.“
MMA Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Sjá meira