Byggt og byggt á Kirkjubæjarklaustri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. október 2023 20:31 Jóhannes Gissurarson, oddviti Skaftárhrepps, sem er kátur og hress með nýju byggingarnar á Kirkjubæjarklaustri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Átta nýjar íbúðir eru nú í byggingu á Kirkjubæjarklaustri enda mikil vöntun á húsnæði á staðnum. Það eru heilmikil umsvif í Skaftárhreppi og alltaf eitthvað nýtt að gerast, ekki síst í kringum ferðaþjónustu. Næga atvinnu er að hafa í sveitarfélaginu og það vantar starfsfólk til ýmissa starfa. Oddvitinn er að vonum ánægður með að nú sé verið að byggja á tveimur stöðum á Kirkjubæjarklaustri átta íbúðir. „Það er öllum samfélögum hollt að byggja upp og endurnýja og byggja til framtíðar. Það er jafn mikilvægt fyrir okkur eins og alla aðra alls staðar á landinu. Nú kemur í ljós hvort nýju íbúðirnar seljist, seljendurnir sjá um það, það kemur í ljós hvernig það gengur,” segir Jóhannes Gissurarson, oddviti Skaftárhrepps. Það eru tveir verktakar á Klaustri að byggja nýju húsin. „Ég er að byggja parhús, tveggja íbúða parhús. Það standa vonir til þess að önnur íbúðin sé seld og ég trúi ekki öðru en að hin seljst líka því það er svo gott að vera á Klaustri og hérna vantar okkur vinnandi hendur,” segir Björn Helgi Snorrason, byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri. Björn Helgi Snorrason byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri við parhúsið, sem hann er að byggja.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er að byggja tvö hús með þremur íbúðum í hverju húsi ásamt Herði Davíðssyni frá Efri Vík. Íbúðirnar eru í þremur stærðum, 100 fermetra, 90 fermetra og 80 fermetra,” segir Böðvar Pétursson, byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri og tekur fram að mikil vöntun sé á húsnæði á staðnum. „Það er það. Það er eins og fyrir okkur bara að fá starfsmenn í vinnu er mjög erfitt því að það vantar húsnæði fyrir þá.” Böðvar er ekki í vafa um að íbúðirnar seljist allir enda sé svo fallegt og friðsælt að búa á Kirkjubæjarklaustri, svo ekki sé minnst á veðrið, sem hann segir alltaf gott. Böðvar Pétursson byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri, sem er að er að byggja tvö hús með þremur íbúðum í hverju húsi ásamt Herði Davíðssyni frá Efri Vík. Magnús Hlynur Hreiðarsson En er íbúum í Skaftárhreppi að fjölga eða fækka? „Okkur fjölgar heldur frekar en hitt núna undanfarin ár. Það er talsvert mikil fjölgun núna á undanförnum árum,” segir Jóhannes. En þetta er glæsilegt og flott sveitarfélag, er það ekki? „Það hefur verið talið það hingað til já en hverjum þykir sinn fugl fagur. Við skulum hafa það á hreinu líka," segir oddvitinn. Skaftárhreppur Húsnæðismál Byggðamál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Það eru heilmikil umsvif í Skaftárhreppi og alltaf eitthvað nýtt að gerast, ekki síst í kringum ferðaþjónustu. Næga atvinnu er að hafa í sveitarfélaginu og það vantar starfsfólk til ýmissa starfa. Oddvitinn er að vonum ánægður með að nú sé verið að byggja á tveimur stöðum á Kirkjubæjarklaustri átta íbúðir. „Það er öllum samfélögum hollt að byggja upp og endurnýja og byggja til framtíðar. Það er jafn mikilvægt fyrir okkur eins og alla aðra alls staðar á landinu. Nú kemur í ljós hvort nýju íbúðirnar seljist, seljendurnir sjá um það, það kemur í ljós hvernig það gengur,” segir Jóhannes Gissurarson, oddviti Skaftárhrepps. Það eru tveir verktakar á Klaustri að byggja nýju húsin. „Ég er að byggja parhús, tveggja íbúða parhús. Það standa vonir til þess að önnur íbúðin sé seld og ég trúi ekki öðru en að hin seljst líka því það er svo gott að vera á Klaustri og hérna vantar okkur vinnandi hendur,” segir Björn Helgi Snorrason, byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri. Björn Helgi Snorrason byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri við parhúsið, sem hann er að byggja.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er að byggja tvö hús með þremur íbúðum í hverju húsi ásamt Herði Davíðssyni frá Efri Vík. Íbúðirnar eru í þremur stærðum, 100 fermetra, 90 fermetra og 80 fermetra,” segir Böðvar Pétursson, byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri og tekur fram að mikil vöntun sé á húsnæði á staðnum. „Það er það. Það er eins og fyrir okkur bara að fá starfsmenn í vinnu er mjög erfitt því að það vantar húsnæði fyrir þá.” Böðvar er ekki í vafa um að íbúðirnar seljist allir enda sé svo fallegt og friðsælt að búa á Kirkjubæjarklaustri, svo ekki sé minnst á veðrið, sem hann segir alltaf gott. Böðvar Pétursson byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri, sem er að er að byggja tvö hús með þremur íbúðum í hverju húsi ásamt Herði Davíðssyni frá Efri Vík. Magnús Hlynur Hreiðarsson En er íbúum í Skaftárhreppi að fjölga eða fækka? „Okkur fjölgar heldur frekar en hitt núna undanfarin ár. Það er talsvert mikil fjölgun núna á undanförnum árum,” segir Jóhannes. En þetta er glæsilegt og flott sveitarfélag, er það ekki? „Það hefur verið talið það hingað til já en hverjum þykir sinn fugl fagur. Við skulum hafa það á hreinu líka," segir oddvitinn.
Skaftárhreppur Húsnæðismál Byggðamál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira