„Þetta er rétt ákvörðun“ Oddur Ævar Gunnarsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 10. október 2023 11:42 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist telja ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vera rétta. Hún segir ákvörðunina hafa komið sér á óvart. „Fyrstu viðbrögð eru bara þau að þetta er rétt ákvörðun. Hann er að axla ábyrgð og það er alveg rétt að ráðherra var ekki lengur kleift að sinna sínum verkefnum,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. „Hann hefur náttúrulega verið núna fjármálaráðherra nær óslitið í tíu ár þannig þetta eru mikil tímamót en það er það er kannski ekki mikið meira um þessa ákvörðun að segja á þessu stigi.“ Kom þetta þér á óvart? „Ég get alveg viðurkennt að þetta kom mér á óvart. Það hefur mikið gengið á. Allt sem hefur verið rannsakað í þessu máli, Íslandsbankamálinu, það hefur komið illa út. Rannsóknarnefndin, skýrsla FME og svo núna þetta og það hafa komið upp mörg tilvik þar sem þetta hefði getað átt sér stað eða hann hefði getað tekið þessa ákvörðun en aðalmálið núna er að þetta er rétt ákvörðun og það liggur fyrir að hann gat bara ekkert sinnt þessu embætti lengur.“ Bjarni hafi verið rúinn trausti Bjarni sagði meðal annars á blaðamannafundi í morgun að hann væri ósammála ýmsu í áliti umboðsmanns. Hann hefði engu að síður ákveðið að virða niðurstöðu umboðsmannsins. „Ég held að það liggi alveg fyrir að það hvernig staðið er að sölu á fyrirtæki í ríkiseigu er mjög mikilvægt og það er ekki hægt að líta fram hjá því að benda á einhverja niðurstöðu. Niðurstaðan er sú að fjármálaráðherra var rúinn trausti eftir þetta ferli og þetta hafði líka áhrif á traust á fjármálakerfinu í heild sinni,“ segir Kristrún. „Þannig það er ekki hægt að bera fyrir sig að þetta hefði ekki haft nein áhrif þó efnislega hefði hann verið ánægður með niðurstöðuna. Niðurstaðan snýst ekki bara um verðmiðann sem fékkst fyrir bankann heldur hvert viðhorf almennings var gagnvart ráðherra, ríkisstjórn og fjármálakerfinu vegna þess hvernig var haldið utan um þessa sölu.“ Ríkistjórnin þurfi að svara Hvaða áhrif heldurðu að þetta geti haft á ríkisstjórnarsamstarfið? „Fjármálaráðherra er að hætta að eigin sögn vegna þess að hann telur sér ekki kleift að halda áfram að sinna sínum verkefnum og ég held að ríkisstjórnin þurfi nú bara að svara þeirri spurningu hvort henni sé kleift að sinna þeim verkefnum sem liggja fyrir og skipta fólkið í landinu máli.“ Kristrún segist sérstaklega hugsa um stóru velferðarmálin og efnahagsmálin. Hún geti lítið sagt um framhaldið þar sem hlutirnir gerist hratt. Ótækt að fara í áframhaldandi sölu Kristrún segir ljóst að það sé alveg ótækt að hægt verði að fara í áframhaldandi sölu á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hafi ekki traust til að klára það ferli. „Þrátt fyrir að fjármálaráðherra hafi stigið frá er ýmislegt sem þarf að koma betur. En allt sem hefur verið rannsakað í þessu máli hefur komið illa út þannig það þarf að fara mjög varlega í næstu skref og ég trúi ekki öðru en að áframhaldandi sala sé núna á ís.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð eru bara þau að þetta er rétt ákvörðun. Hann er að axla ábyrgð og það er alveg rétt að ráðherra var ekki lengur kleift að sinna sínum verkefnum,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. „Hann hefur náttúrulega verið núna fjármálaráðherra nær óslitið í tíu ár þannig þetta eru mikil tímamót en það er það er kannski ekki mikið meira um þessa ákvörðun að segja á þessu stigi.“ Kom þetta þér á óvart? „Ég get alveg viðurkennt að þetta kom mér á óvart. Það hefur mikið gengið á. Allt sem hefur verið rannsakað í þessu máli, Íslandsbankamálinu, það hefur komið illa út. Rannsóknarnefndin, skýrsla FME og svo núna þetta og það hafa komið upp mörg tilvik þar sem þetta hefði getað átt sér stað eða hann hefði getað tekið þessa ákvörðun en aðalmálið núna er að þetta er rétt ákvörðun og það liggur fyrir að hann gat bara ekkert sinnt þessu embætti lengur.“ Bjarni hafi verið rúinn trausti Bjarni sagði meðal annars á blaðamannafundi í morgun að hann væri ósammála ýmsu í áliti umboðsmanns. Hann hefði engu að síður ákveðið að virða niðurstöðu umboðsmannsins. „Ég held að það liggi alveg fyrir að það hvernig staðið er að sölu á fyrirtæki í ríkiseigu er mjög mikilvægt og það er ekki hægt að líta fram hjá því að benda á einhverja niðurstöðu. Niðurstaðan er sú að fjármálaráðherra var rúinn trausti eftir þetta ferli og þetta hafði líka áhrif á traust á fjármálakerfinu í heild sinni,“ segir Kristrún. „Þannig það er ekki hægt að bera fyrir sig að þetta hefði ekki haft nein áhrif þó efnislega hefði hann verið ánægður með niðurstöðuna. Niðurstaðan snýst ekki bara um verðmiðann sem fékkst fyrir bankann heldur hvert viðhorf almennings var gagnvart ráðherra, ríkisstjórn og fjármálakerfinu vegna þess hvernig var haldið utan um þessa sölu.“ Ríkistjórnin þurfi að svara Hvaða áhrif heldurðu að þetta geti haft á ríkisstjórnarsamstarfið? „Fjármálaráðherra er að hætta að eigin sögn vegna þess að hann telur sér ekki kleift að halda áfram að sinna sínum verkefnum og ég held að ríkisstjórnin þurfi nú bara að svara þeirri spurningu hvort henni sé kleift að sinna þeim verkefnum sem liggja fyrir og skipta fólkið í landinu máli.“ Kristrún segist sérstaklega hugsa um stóru velferðarmálin og efnahagsmálin. Hún geti lítið sagt um framhaldið þar sem hlutirnir gerist hratt. Ótækt að fara í áframhaldandi sölu Kristrún segir ljóst að það sé alveg ótækt að hægt verði að fara í áframhaldandi sölu á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hafi ekki traust til að klára það ferli. „Þrátt fyrir að fjármálaráðherra hafi stigið frá er ýmislegt sem þarf að koma betur. En allt sem hefur verið rannsakað í þessu máli hefur komið illa út þannig það þarf að fara mjög varlega í næstu skref og ég trúi ekki öðru en að áframhaldandi sala sé núna á ís.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira