Viðskipti erlent

Claudia Goldin nýr hand­hafi Nóbels í hag­fræði

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Claudia er einungis þriðja konan til að vinna til verðlaunanna.
Claudia er einungis þriðja konan til að vinna til verðlaunanna. Vísir/AP

Banda­ríski hag­fræðingurinn Claudia Goldin hefur hlotið hag­fræði­verð­laun sænska seðla­bankans til minningar um Al­freð Nóbel árið 2023. Verð­launin fær hún fyrir rann­sóknir sínar á af­komu kvenna á vinnu­markaði.

Í til­kynningu vegna valsins kemur fram að Claudia hafi unnið fyrstu al­hliða skýrsluna um af­komu kvenna og þátt­töku þeirra á vinnu­markaði í sögu­legu sam­hengi. Rann­sóknir Claudiu hafi af­hjúpað á­stæður fyrir breytingum á stöðu kvenna á vinnu­markaði en einnig á­stæður þess að launa­munur kynjanna við­helst enn.

Verð­launin teljast strangt til tekið ekki til Nóbels­verð­launa enda eru verð­launin ekki komin frá Al­fred Nobel sjálfum. Verð­launin hafa verið veitt frá árinu 1969 og er al­mennt talað um þau sem hluta af Nóbels­verð­laununum.

Claudia er einungis þriðja konan sem hlýtur Nóbels­verð­launanna. Elin­or Ostrom hlaut verð­launin árið 2009 og Esther Duflo árið 2019. Meðal þeirra karl­kyns hag­fræðinga sem áður hafa hlotið verð­launin eru Fri­edrich August von Hayek, Milton Fri­ed­man og Paul Krug­man.

Á síðasta ári fengu banda­rísku hag­fræðingarnir Ben S. Bernan­ke, Dou­glas W. Diamond og Philip H. Dyb­vig verð­launin. Þau fengu þeir fyrir rann­sóknir sínar á bönkum og fjár­mála­kreppum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×