Um það bil 1.100 látnir og útlit fyrir meiri blóðsúthellingar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2023 06:46 Unnið að rýmingu í Ashkelon í suðurhluta Ísrael. AP/Tsafrir Abayov Íbúum í borginni Sderot í suðurhluta Ísrael hefur verið sagt að halda sig heima við í dag. Borgarstjórinn Alon Davidi segir hryðjuverkamenn í og umhverfis borgina og þá heyrast byssuskot á götum úti. Alls eru 1.100 látnir eftir óvænta árás Hamas inn í Ísrael á laugardag, 700 í Ísrael og 413 á Gaza. Deborah Lipstadt, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum gyðinga, hefur kallað árásir Hamas „banvænustu árásina gegn gyðingum frá helförinni“. Hún segir enga leið til að réttlæta fjöldamorð og villimannslegar árásir gegn almennum borgurum. Sendinefnd Palestínumanna við Sameinuðu þjóðirnar hafa hins vegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að þróun mála hafi ekki átt sér stað í tómarúmi. Árásirnar hafi verið gerðar í kjölfar drápa hundruða Palestínumanna og áratuga árása Ísraelsmanna gegn borgum, bæjum og þorpum Palestínu. Íranir hafa neitað að hafa komið að skipulagningu árása Hamas, eins og Ísraelsmenn hafa haldið fram. Sendinefnd Íran við Sameinuðu þjóðirnar sagðist styðja Palestínumenn og málstað þeirra en sakaði Ísraelsmenn um að reyna að gera Íran að blóraböggli fyrir eigið öryggisklúður. Ísraelski herinn segist hafa gert árásir á 500 skotmörk tengdum Hamas og Islamic Jihad í nótt, þar á meðal á starfstöðvar og á heimili Ruhi Mashtaa, háttsetts leiðtoga innan Hamas og meints skipuleggjanda árásanna á laugardag. Herinn segir ástandið slæmt og fyrirséð að fleiri muni láta lífið. Associated Press segir nítján einstaklinga innan sömu fjölskyldunnar hafa látið lífið í árásum Ísraela á flóttamannabúðir á Gaza. Engar fregnir hafa borist af þeim um 100 gíslum sem Hamas-liðar eru taldir hafa flutt frá Ísrael til Gaza en þetta er sagt flækja nokkuð hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna. Um það bil 260 eru taldir hafa látist á tónlistarhátíð sem stóð yfir þegar Hamas-liðar gerðu árás. Fjöldi ríkja fordæmdi aðgerðir Hamas á lokuðum neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær. Robert Wood, sendifulltrúi Bandaríkjanna, sagði fordæminguna þó ekki hafa verið samhljóða og sagði blaðamenn líklega getað giskað á hverjir sátu þar hjá. Virðist nokkuð ljós að Wood er þarna að tala um Rússland. Bandaríkjamenn segja hernaðarstuðning á leið til Ísrael en bandarísk flugfélög eru meðal þeirra sem hafa lagt niður flug til Tel Aviv í bili. Má þar nefna Delta, American Airlines og United. Ísrael Palestína Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Alls eru 1.100 látnir eftir óvænta árás Hamas inn í Ísrael á laugardag, 700 í Ísrael og 413 á Gaza. Deborah Lipstadt, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum gyðinga, hefur kallað árásir Hamas „banvænustu árásina gegn gyðingum frá helförinni“. Hún segir enga leið til að réttlæta fjöldamorð og villimannslegar árásir gegn almennum borgurum. Sendinefnd Palestínumanna við Sameinuðu þjóðirnar hafa hins vegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að þróun mála hafi ekki átt sér stað í tómarúmi. Árásirnar hafi verið gerðar í kjölfar drápa hundruða Palestínumanna og áratuga árása Ísraelsmanna gegn borgum, bæjum og þorpum Palestínu. Íranir hafa neitað að hafa komið að skipulagningu árása Hamas, eins og Ísraelsmenn hafa haldið fram. Sendinefnd Íran við Sameinuðu þjóðirnar sagðist styðja Palestínumenn og málstað þeirra en sakaði Ísraelsmenn um að reyna að gera Íran að blóraböggli fyrir eigið öryggisklúður. Ísraelski herinn segist hafa gert árásir á 500 skotmörk tengdum Hamas og Islamic Jihad í nótt, þar á meðal á starfstöðvar og á heimili Ruhi Mashtaa, háttsetts leiðtoga innan Hamas og meints skipuleggjanda árásanna á laugardag. Herinn segir ástandið slæmt og fyrirséð að fleiri muni láta lífið. Associated Press segir nítján einstaklinga innan sömu fjölskyldunnar hafa látið lífið í árásum Ísraela á flóttamannabúðir á Gaza. Engar fregnir hafa borist af þeim um 100 gíslum sem Hamas-liðar eru taldir hafa flutt frá Ísrael til Gaza en þetta er sagt flækja nokkuð hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna. Um það bil 260 eru taldir hafa látist á tónlistarhátíð sem stóð yfir þegar Hamas-liðar gerðu árás. Fjöldi ríkja fordæmdi aðgerðir Hamas á lokuðum neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær. Robert Wood, sendifulltrúi Bandaríkjanna, sagði fordæminguna þó ekki hafa verið samhljóða og sagði blaðamenn líklega getað giskað á hverjir sátu þar hjá. Virðist nokkuð ljós að Wood er þarna að tala um Rússland. Bandaríkjamenn segja hernaðarstuðning á leið til Ísrael en bandarísk flugfélög eru meðal þeirra sem hafa lagt niður flug til Tel Aviv í bili. Má þar nefna Delta, American Airlines og United.
Ísrael Palestína Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira