Um það bil 1.100 látnir og útlit fyrir meiri blóðsúthellingar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2023 06:46 Unnið að rýmingu í Ashkelon í suðurhluta Ísrael. AP/Tsafrir Abayov Íbúum í borginni Sderot í suðurhluta Ísrael hefur verið sagt að halda sig heima við í dag. Borgarstjórinn Alon Davidi segir hryðjuverkamenn í og umhverfis borgina og þá heyrast byssuskot á götum úti. Alls eru 1.100 látnir eftir óvænta árás Hamas inn í Ísrael á laugardag, 700 í Ísrael og 413 á Gaza. Deborah Lipstadt, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum gyðinga, hefur kallað árásir Hamas „banvænustu árásina gegn gyðingum frá helförinni“. Hún segir enga leið til að réttlæta fjöldamorð og villimannslegar árásir gegn almennum borgurum. Sendinefnd Palestínumanna við Sameinuðu þjóðirnar hafa hins vegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að þróun mála hafi ekki átt sér stað í tómarúmi. Árásirnar hafi verið gerðar í kjölfar drápa hundruða Palestínumanna og áratuga árása Ísraelsmanna gegn borgum, bæjum og þorpum Palestínu. Íranir hafa neitað að hafa komið að skipulagningu árása Hamas, eins og Ísraelsmenn hafa haldið fram. Sendinefnd Íran við Sameinuðu þjóðirnar sagðist styðja Palestínumenn og málstað þeirra en sakaði Ísraelsmenn um að reyna að gera Íran að blóraböggli fyrir eigið öryggisklúður. Ísraelski herinn segist hafa gert árásir á 500 skotmörk tengdum Hamas og Islamic Jihad í nótt, þar á meðal á starfstöðvar og á heimili Ruhi Mashtaa, háttsetts leiðtoga innan Hamas og meints skipuleggjanda árásanna á laugardag. Herinn segir ástandið slæmt og fyrirséð að fleiri muni láta lífið. Associated Press segir nítján einstaklinga innan sömu fjölskyldunnar hafa látið lífið í árásum Ísraela á flóttamannabúðir á Gaza. Engar fregnir hafa borist af þeim um 100 gíslum sem Hamas-liðar eru taldir hafa flutt frá Ísrael til Gaza en þetta er sagt flækja nokkuð hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna. Um það bil 260 eru taldir hafa látist á tónlistarhátíð sem stóð yfir þegar Hamas-liðar gerðu árás. Fjöldi ríkja fordæmdi aðgerðir Hamas á lokuðum neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær. Robert Wood, sendifulltrúi Bandaríkjanna, sagði fordæminguna þó ekki hafa verið samhljóða og sagði blaðamenn líklega getað giskað á hverjir sátu þar hjá. Virðist nokkuð ljós að Wood er þarna að tala um Rússland. Bandaríkjamenn segja hernaðarstuðning á leið til Ísrael en bandarísk flugfélög eru meðal þeirra sem hafa lagt niður flug til Tel Aviv í bili. Má þar nefna Delta, American Airlines og United. Ísrael Palestína Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Alls eru 1.100 látnir eftir óvænta árás Hamas inn í Ísrael á laugardag, 700 í Ísrael og 413 á Gaza. Deborah Lipstadt, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum gyðinga, hefur kallað árásir Hamas „banvænustu árásina gegn gyðingum frá helförinni“. Hún segir enga leið til að réttlæta fjöldamorð og villimannslegar árásir gegn almennum borgurum. Sendinefnd Palestínumanna við Sameinuðu þjóðirnar hafa hins vegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að þróun mála hafi ekki átt sér stað í tómarúmi. Árásirnar hafi verið gerðar í kjölfar drápa hundruða Palestínumanna og áratuga árása Ísraelsmanna gegn borgum, bæjum og þorpum Palestínu. Íranir hafa neitað að hafa komið að skipulagningu árása Hamas, eins og Ísraelsmenn hafa haldið fram. Sendinefnd Íran við Sameinuðu þjóðirnar sagðist styðja Palestínumenn og málstað þeirra en sakaði Ísraelsmenn um að reyna að gera Íran að blóraböggli fyrir eigið öryggisklúður. Ísraelski herinn segist hafa gert árásir á 500 skotmörk tengdum Hamas og Islamic Jihad í nótt, þar á meðal á starfstöðvar og á heimili Ruhi Mashtaa, háttsetts leiðtoga innan Hamas og meints skipuleggjanda árásanna á laugardag. Herinn segir ástandið slæmt og fyrirséð að fleiri muni láta lífið. Associated Press segir nítján einstaklinga innan sömu fjölskyldunnar hafa látið lífið í árásum Ísraela á flóttamannabúðir á Gaza. Engar fregnir hafa borist af þeim um 100 gíslum sem Hamas-liðar eru taldir hafa flutt frá Ísrael til Gaza en þetta er sagt flækja nokkuð hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna. Um það bil 260 eru taldir hafa látist á tónlistarhátíð sem stóð yfir þegar Hamas-liðar gerðu árás. Fjöldi ríkja fordæmdi aðgerðir Hamas á lokuðum neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær. Robert Wood, sendifulltrúi Bandaríkjanna, sagði fordæminguna þó ekki hafa verið samhljóða og sagði blaðamenn líklega getað giskað á hverjir sátu þar hjá. Virðist nokkuð ljós að Wood er þarna að tala um Rússland. Bandaríkjamenn segja hernaðarstuðning á leið til Ísrael en bandarísk flugfélög eru meðal þeirra sem hafa lagt niður flug til Tel Aviv í bili. Má þar nefna Delta, American Airlines og United.
Ísrael Palestína Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira