Heilsusamleg rútína í fyrsta sæti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. október 2023 23:00 Gísli Geir Gíslason er 25 ára leikmaður í Ljósleiðaradeildinni. Gísli Geir Gíslason spilar undir nafninu TripleG fyrir ÍA í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike. Gísli er 25 ára og alinn upp í sveit og hann telur sig hafa verið aðeins 12 ára þegar hann spilaði Counter-Strike í fyrsta sinn. Hann sá leikinn í tölvunni hjá bróður sínum ungur að aldri og segist hafa stolist í leikinn af og til hjá honum og strax fengið áhuga. Counter-Strike Source er útgáfa leiksins sem Gísli Geir spilaði fyrst af krafti, en tíu manna leikir með öðrum Íslendingum voru þá vinsælir og Gísli þekkir enn í dag stráka sem hann spilaði með á sínum tíma. Liðsfélagar hans, J0n og Hozider hefur hann þekkt lengi, en þeir spiluðu saman með liði Tindastóls áður fyrr. „Þetta er bara spurning um að gera þetta nógu mikið“ Gísli spilar hlutverk leikstjórnanda (in-game leader) fyrir ÍA og þarf þar af leiðandi að stjórna sínu liði. Aðspurður segist hann fyrst um sinn hafa verið stressaður yfir að vera sá sem tekur ábyrgð og ákvarðanir. „Þetta sé bara spurning um að gera þetta nógu mikið og þá kemur þetta þægilega,“ segir Gísli. Til að undirbúa sig betur undir hlutverkið segir Gísli að hann sé duglegur að horfa á leiki hjá öðrum liðum, sérstaklega liðum úti í heimi sem eru á hærra getustigi en hann sjálfur og reynir að læra af því. Hann skrifar hjá sér hvað honum finnst áhugavert við ákvarðanir annarra liða og reynir að innleiða spilastíl þeirra í sinn eigin. „Mikilvægt að halda rútínu“ Gísli passar að hugsa um heilsu sína þegar kemur að keppni í Counter-Strike. Í upphafi ferils hans segist hann hafa oft verið mjög stressaður yfir leikjunum, en þó hafi það minnkað síðan. „Þetta er auðvitað gömul saga og ný, en maður er náttúrulega ennþá stressaður fyrir leikjum,“ segir Gísli. Hann telur sig þó vera rólegri fyrir leiki í dag, en segist ekki vera laus við stress. Mikilvægast finnst honum að undirbúa sig bæði andlega og líkamlega fyrir leiki, en það gerir hann t.d. með að passa upp á mataræði fyrir leik ásamt svefni og fyrst og fremst finnst honum mikilvægt að halda í rútínu þegar kemur að leik. „Finnst fólk virða það að ég þarf að undirbúa mig.“ Gísli segir að hann finni fyrir stuðningi úr öllum áttum þegar kemur að rafíþróttaferli sínum. „Auðvitað var þetta erfitt þegar maður var unglingur, þá var þetta meira svona tímafrekt áhugamál, maður var náttúrulega hangandi í tölvunni, en núna finnst mér fólk átta sig betur á hvað þetta er stórt,“ segir Gísli. Kærustuna sína segir hann vera sinn stærsta aðdáanda. Aðspurður segir Gísli að honum hafi fundist viðhorf til rafíþrótta hafa batnað gegnum tíðina en sjálfur hafi hann aldrei fundið fyrir fordómum. Gísli vinnur í félagsmiðstöð og segir vinnuna sömuleiðis sýna stuðning. „Vinnan virðir að ég þurfi að undirbúa mig fyrir leiki,“ segir hann. ÍA situr í fimmta sæti Ljósleiðaradeildarinnar eftir fjórar umferðir með tvo sigra og tvö töp. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti
Counter-Strike Source er útgáfa leiksins sem Gísli Geir spilaði fyrst af krafti, en tíu manna leikir með öðrum Íslendingum voru þá vinsælir og Gísli þekkir enn í dag stráka sem hann spilaði með á sínum tíma. Liðsfélagar hans, J0n og Hozider hefur hann þekkt lengi, en þeir spiluðu saman með liði Tindastóls áður fyrr. „Þetta er bara spurning um að gera þetta nógu mikið“ Gísli spilar hlutverk leikstjórnanda (in-game leader) fyrir ÍA og þarf þar af leiðandi að stjórna sínu liði. Aðspurður segist hann fyrst um sinn hafa verið stressaður yfir að vera sá sem tekur ábyrgð og ákvarðanir. „Þetta sé bara spurning um að gera þetta nógu mikið og þá kemur þetta þægilega,“ segir Gísli. Til að undirbúa sig betur undir hlutverkið segir Gísli að hann sé duglegur að horfa á leiki hjá öðrum liðum, sérstaklega liðum úti í heimi sem eru á hærra getustigi en hann sjálfur og reynir að læra af því. Hann skrifar hjá sér hvað honum finnst áhugavert við ákvarðanir annarra liða og reynir að innleiða spilastíl þeirra í sinn eigin. „Mikilvægt að halda rútínu“ Gísli passar að hugsa um heilsu sína þegar kemur að keppni í Counter-Strike. Í upphafi ferils hans segist hann hafa oft verið mjög stressaður yfir leikjunum, en þó hafi það minnkað síðan. „Þetta er auðvitað gömul saga og ný, en maður er náttúrulega ennþá stressaður fyrir leikjum,“ segir Gísli. Hann telur sig þó vera rólegri fyrir leiki í dag, en segist ekki vera laus við stress. Mikilvægast finnst honum að undirbúa sig bæði andlega og líkamlega fyrir leiki, en það gerir hann t.d. með að passa upp á mataræði fyrir leik ásamt svefni og fyrst og fremst finnst honum mikilvægt að halda í rútínu þegar kemur að leik. „Finnst fólk virða það að ég þarf að undirbúa mig.“ Gísli segir að hann finni fyrir stuðningi úr öllum áttum þegar kemur að rafíþróttaferli sínum. „Auðvitað var þetta erfitt þegar maður var unglingur, þá var þetta meira svona tímafrekt áhugamál, maður var náttúrulega hangandi í tölvunni, en núna finnst mér fólk átta sig betur á hvað þetta er stórt,“ segir Gísli. Kærustuna sína segir hann vera sinn stærsta aðdáanda. Aðspurður segir Gísli að honum hafi fundist viðhorf til rafíþrótta hafa batnað gegnum tíðina en sjálfur hafi hann aldrei fundið fyrir fordómum. Gísli vinnur í félagsmiðstöð og segir vinnuna sömuleiðis sýna stuðning. „Vinnan virðir að ég þurfi að undirbúa mig fyrir leiki,“ segir hann. ÍA situr í fimmta sæti Ljósleiðaradeildarinnar eftir fjórar umferðir með tvo sigra og tvö töp.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti