Erlent

Vaktin: Að minnsta kosti 260 manns voru skotnir á tónlistarhátíð

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Samúel Karl Ólason og Ólafur Björn Sverrisson skrifa
Hjálparsveitir Ísraela fjarlægja lík af götu eftir loftárás Hamas-liða.
Hjálparsveitir Ísraela fjarlægja lík af götu eftir loftárás Hamas-liða. Getty

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael hefur lýst yfir herlögum í landinu vegna stríðsins sem hófst þar í gærmorgun. Minnst sex hundruð Ísraelar hafa fallið í árásum Hamas og þrjú hundruð Palestínumenn fallið í gagnárásum Ísraela.

Minnst tvö þúsund eru særðir, beggja vegna landamæranna og þá hafa sjö Palestínumenn fallið í átökum við ísraelska herinn á Vesturbakkanum. Aðeins lítill hluti þeirra Ísraelsmanna sem fallið hafa síðasta sólarhringinn eru hermenn, eða 44 samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Ísrael. 

Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Ísrael í allan dag.

Ef vaktin sést ekki hér að neðan gæti þurft að endurhlaða síðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×