Faðir sem ógnaði ítrekað lífi eiginkonu og barna sinna fær mildari dóm Jón Þór Stefánsson skrifar 6. október 2023 16:40 Landsréttur dæmdi manninn í átján mánaða fangelsi, en í héraði hafði hann fengið tveggja ára dóm. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur mildað dóm yfir karlmanni sem hefur verið sakfelldur fyrir stórfelld brot gegn þáverandi eiginkonu sinni og tveimur börnum. Í Héraðsdómi Reykaness hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm, en Landsréttur dæmir hann til að sæta átján mánaða fangelsisvist. Jafnframt voru miskabæturnar sem manninum er gert að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni lækkaðar úr 3,5 milljónum niður í 2,5 milljónir. Miskabætur til barnanna voru óbreyttar, en þær voru 2,5 milljónir annars vegar og 1,5 milljón hins vegar. Brotin sem maðurinn var ákærður fyrir áttu sér stað frá árinu 2012 til 2020 og voru ákæruliðirnir þrettán talsins. Í ákærunni er margendurteknum ofbeldisbrotum mannsins lýst, en þau beindust að þáverandi eiginkonu hans, syni og dóttur. Þá fann móðir konunnar einnig fyrir ofbeldinu. Meinaði eiginkonu sinni að fara Ein lýsingin í ákærunni varðar brot sem átti sér stað í febrúar 2013, þegar maðurinn hrinti konunni þegar hún stóð upp úr sófa á heimili þeirra. Í kjölfarið hafi konan ætlað að yfirgefa heimilið, en hann svipt hana frelsi sínu, ýtt henni inn í svefnherbergi þeirra þar sem hann beitti henni líkamlegu ofbeldi á ýmsa vegu. Til dæmis með barsmíðum og með því að lemja höfði hennar ítrekað í rúm þeirra. Jafnframt er að finna lýsingar á ofbeldi mannsins þar sem hann misþyrmdi börnum sínum tveimur með líkamlegu og andlegu ofbeldi. Jafnframt kemur fram að börnin hafi verið stundum verið viðstödd þegar faðirinn beitti aðra fjölskyldumeðlimi ofbeldi. Ógnaði lífi þeirra ítrekað Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi ítrekað og á sérstaklega sársaukafullan hátt ógnað lífi og heilsu fjölskyldumeðlima sinna með ofbeldi sínu. Þáverandi eiginkona hans og börn hafi lifað við ógnarástand innan veggja heimilis síns í um tvö ár. Í dómnum segir að það sé langur tími fyrir þann sem verður fyrir ofbeldinu og því hafi faðirinn „misnotað freklega yfirburðastöðu sína í ljósi þess að hann hélt þáverandi eiginkonu sinni, móður hennar og tveimur börnum, í þessu ógnarástandi.“ Líkt og áður segir var dómurinn yfir manninum mildaður, úr tveimur árum yfir í átján mánuði. Í dómi Landsréttar er ekki farið sérstaklega yfir þá ákvörðun, en vísað er til dómaframkvæmdar. Þá voru miskabætur til fyrrverandi eiginkonunnar lækkaðar, en að öðru leiti var dómur héraðsdóms staðfestur. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Jafnframt voru miskabæturnar sem manninum er gert að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni lækkaðar úr 3,5 milljónum niður í 2,5 milljónir. Miskabætur til barnanna voru óbreyttar, en þær voru 2,5 milljónir annars vegar og 1,5 milljón hins vegar. Brotin sem maðurinn var ákærður fyrir áttu sér stað frá árinu 2012 til 2020 og voru ákæruliðirnir þrettán talsins. Í ákærunni er margendurteknum ofbeldisbrotum mannsins lýst, en þau beindust að þáverandi eiginkonu hans, syni og dóttur. Þá fann móðir konunnar einnig fyrir ofbeldinu. Meinaði eiginkonu sinni að fara Ein lýsingin í ákærunni varðar brot sem átti sér stað í febrúar 2013, þegar maðurinn hrinti konunni þegar hún stóð upp úr sófa á heimili þeirra. Í kjölfarið hafi konan ætlað að yfirgefa heimilið, en hann svipt hana frelsi sínu, ýtt henni inn í svefnherbergi þeirra þar sem hann beitti henni líkamlegu ofbeldi á ýmsa vegu. Til dæmis með barsmíðum og með því að lemja höfði hennar ítrekað í rúm þeirra. Jafnframt er að finna lýsingar á ofbeldi mannsins þar sem hann misþyrmdi börnum sínum tveimur með líkamlegu og andlegu ofbeldi. Jafnframt kemur fram að börnin hafi verið stundum verið viðstödd þegar faðirinn beitti aðra fjölskyldumeðlimi ofbeldi. Ógnaði lífi þeirra ítrekað Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi ítrekað og á sérstaklega sársaukafullan hátt ógnað lífi og heilsu fjölskyldumeðlima sinna með ofbeldi sínu. Þáverandi eiginkona hans og börn hafi lifað við ógnarástand innan veggja heimilis síns í um tvö ár. Í dómnum segir að það sé langur tími fyrir þann sem verður fyrir ofbeldinu og því hafi faðirinn „misnotað freklega yfirburðastöðu sína í ljósi þess að hann hélt þáverandi eiginkonu sinni, móður hennar og tveimur börnum, í þessu ógnarástandi.“ Líkt og áður segir var dómurinn yfir manninum mildaður, úr tveimur árum yfir í átján mánuði. Í dómi Landsréttar er ekki farið sérstaklega yfir þá ákvörðun, en vísað er til dómaframkvæmdar. Þá voru miskabætur til fyrrverandi eiginkonunnar lækkaðar, en að öðru leiti var dómur héraðsdóms staðfestur.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira