Lífið

Glæsi­eign fram­kvæmda­stjóra Ís­lenska líf­eyris­sjóðsins til sölu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Borðstofan prýðir evrópska hönnun frá árinu 1958.
Borðstofan prýðir evrópska hönnun frá árinu 1958. Fasteignaljósmyndun

Ólafur Páll Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenska lífeyrissjóðsins og Guðrún Ögmundsdóttir, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafa sett glæsilega eign sína við Skaftahlíð 13 í Reykjavík til sölu. Ásett verð er 132 milljónir.

Um er að ræða 189,5 fermetra hæð með sérinngangi. Húsið er byggt árið 1947. 

Húsið er byggt árið 1947. Íbúðin er 189,5 fermetrar að stærð, þar af er 22,4 fermetra bílskúr.Fasteignaljósmyndun

Franskir gluggar og klassísk hönnun

Íbúðin er glæsilega innréttuð þar sem málverk og glæsilegar mublur prýða hvern krók og kima. 

Í borðstofunni má sjá Eggið, klassíska danska hönnun frá árinu 1958 eftir Arne Jacobsen í rauðu ullarklæði. Yfir borðstofuborðinu er glæsileg ljósakróna frá ítalska merkinu Flos hannað af Gino Sarfatti árið 1958.

Rennihurð með frönskum gluggum skilja stofurnar tvær að sem gefur rýminu einstakan sjarma.

Í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis kemur fram að eignin skiptist í fjögur svefnherbergi, nýlega innréttað baðherbergi, í eldhúsi er sérsmíðuð viðarinnrétting, gráir neðri skápar með grárri steinborðsplötu. 

Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis.

Stofan er björt og notaleg.Fasteignaljósmyndun
Bókahillan í stofunni gefur rýminu mikinn sjarma.Fasteignaljósmyndun
Eldhúsið er parketlagt með sérsmíðaðri viðarinnréttingu og grá sprautulökkuðum neðri skápum með grárri steinborðplötu.Fasteignaljósmyndun
Veggklæðning og hilla eru úr travertino marmara.Fasteignaljósmyndun
Önnur stofan er með stórum fallegum frönskum glugga.Fasteignaljósmyndun
Opið er á milli stofu og borðstofu.Fasteignaljósmyndun
Gengið er inn í parketlagða forstofu og miðrými hæðarinnar.Fasteignaljósmyndun
Gengið er inn í parketlagða forstofu og miðrými hæðarinnar.Fasteignaljósmyndun
Hjónaherbergi er rúmgott og parketlagt með skápum.Fasteignaljósmyndun
Tvö barnaherbergi eru á hæðinni.Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.