Tímamót í Vesturbænum: Hræðilega sárt að selja „barnið hans Þóris“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. október 2023 19:29 Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir fyrir framan Blómatorgið í Vesturbæ. Hún harmar mjög að þurfa að selja búðina og reksturinn. Vísir/Einar Elsta starfandi blómabúð landsins, sem hefur verið rekin af sömu fjölskyldunni frá stofnun, er komin á sölu. Eigandi segir það skelfilega sárt að selja búðina en ekkert annað sé í stöðunni. Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir eigandi Blómatorgsins var aðeins sextán ára þegar hún byrjaði að afgreiða í búðinni. Sigurður Guðmundsson, tengdafaðir hennar og stofnandi Blómatorgsins, rak þá búðina og hafði gert síðan 1949. Hann hóf rekstur sinn á að selja blóm út um lúgu á litlum skúr þarna á horni Birkimels og Hringbrautar, við Melavöllinn sáluga - þar sem oft var margt um manninn. Heimsókn kvöldfrétta Stöðvar 2 í Blómatorgið á tímamótum má horfa á hér fyrir neðan. Þórir, sonur Sigurðar og maður Ástu, byrjaði þrettán ára að vinna í Blómatorginu með pabba sínum og tók alfarið við rekstrinum um 1990. „Og nú lést hann í desember á síðasta ári og þá fék ég eiginlega blómabúðina í fangið. Við getum sagt það. Og ég er með gott fólk í vinnu, meðal annars þessi tvö barnabörn mín hérna, sem hjálpa mér og nú er komið að því að ég get ekki haldið þessu áfram sjálf. Því miður verð ég að selja barnið hans Þóris, mannsins míns,“ segir Ásta. Þórir Sigurðsson, sem tók við rekstri Blómatorgsins af föður sínum, lést í desember í fyrra.úr einkasafni Er ekki eilíf og verður að selja Ákvörðun um sölu var því sannarlega ekki tekin af léttúð. „Það er bara mjög sárt og mér finnst það mjög erfitt. En ég verð, því ég er ekki eilíf. Og afkomendur mínir eru ekki tilbúnir að taka við og hann [Þórir] sagði það sjálfur við mig: ekki reyna að slíta þér út við þetta, haltu áfram í þínu.“ Vonarðu að það verði hérna áfram blómabúð, það er kannski ekki sjálfgefið? „Já, ég vona það svo sannarlega að það verði blómabúð. Og ég bara hvet til þess,“ segir Ásta. Svona muna Vesturbæingar margir eftir Blómatorginu, áður en skúrinn var rifinn og verslunin reis í nýrri mynd árið 2017. Þórir sjálfur hafði veg og vanda af þeirri uppbyggingu og náði fimm árum í nýja rýminu áður en hann lést.úr einkasafni Markús Marteinn Rúnarsson og Ásta Eir Sveinsdóttir, barnabörn Ástu og Þóris sem standa vaktina en hyggja ekki á feril í blómasölu, eru þegar full söknuðar. „Þetta hefur svo mikið mikilvægi innan fjölskyldunnar og það verður skrýtið að kveðja þetta,“ segir Markús. Ásta Eir tekur undir. „Ég tala oft við vini mína um búðina og er að monta mig smá. Þannig að ég mun ekki lengur geta montað mig af búðinni,“ segir Ásta Eir. Svona var um að litast á horni Birkimels og Hringbrautar þegar Sigurður Guðmundsson hóf blómasöluna. Melavöllurinn trekkti sannarlega að. Verslun Tímamót Reykjavík Blóm Kaup og sala fyrirtækja Fasteignamarkaður Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir eigandi Blómatorgsins var aðeins sextán ára þegar hún byrjaði að afgreiða í búðinni. Sigurður Guðmundsson, tengdafaðir hennar og stofnandi Blómatorgsins, rak þá búðina og hafði gert síðan 1949. Hann hóf rekstur sinn á að selja blóm út um lúgu á litlum skúr þarna á horni Birkimels og Hringbrautar, við Melavöllinn sáluga - þar sem oft var margt um manninn. Heimsókn kvöldfrétta Stöðvar 2 í Blómatorgið á tímamótum má horfa á hér fyrir neðan. Þórir, sonur Sigurðar og maður Ástu, byrjaði þrettán ára að vinna í Blómatorginu með pabba sínum og tók alfarið við rekstrinum um 1990. „Og nú lést hann í desember á síðasta ári og þá fék ég eiginlega blómabúðina í fangið. Við getum sagt það. Og ég er með gott fólk í vinnu, meðal annars þessi tvö barnabörn mín hérna, sem hjálpa mér og nú er komið að því að ég get ekki haldið þessu áfram sjálf. Því miður verð ég að selja barnið hans Þóris, mannsins míns,“ segir Ásta. Þórir Sigurðsson, sem tók við rekstri Blómatorgsins af föður sínum, lést í desember í fyrra.úr einkasafni Er ekki eilíf og verður að selja Ákvörðun um sölu var því sannarlega ekki tekin af léttúð. „Það er bara mjög sárt og mér finnst það mjög erfitt. En ég verð, því ég er ekki eilíf. Og afkomendur mínir eru ekki tilbúnir að taka við og hann [Þórir] sagði það sjálfur við mig: ekki reyna að slíta þér út við þetta, haltu áfram í þínu.“ Vonarðu að það verði hérna áfram blómabúð, það er kannski ekki sjálfgefið? „Já, ég vona það svo sannarlega að það verði blómabúð. Og ég bara hvet til þess,“ segir Ásta. Svona muna Vesturbæingar margir eftir Blómatorginu, áður en skúrinn var rifinn og verslunin reis í nýrri mynd árið 2017. Þórir sjálfur hafði veg og vanda af þeirri uppbyggingu og náði fimm árum í nýja rýminu áður en hann lést.úr einkasafni Markús Marteinn Rúnarsson og Ásta Eir Sveinsdóttir, barnabörn Ástu og Þóris sem standa vaktina en hyggja ekki á feril í blómasölu, eru þegar full söknuðar. „Þetta hefur svo mikið mikilvægi innan fjölskyldunnar og það verður skrýtið að kveðja þetta,“ segir Markús. Ásta Eir tekur undir. „Ég tala oft við vini mína um búðina og er að monta mig smá. Þannig að ég mun ekki lengur geta montað mig af búðinni,“ segir Ásta Eir. Svona var um að litast á horni Birkimels og Hringbrautar þegar Sigurður Guðmundsson hóf blómasöluna. Melavöllurinn trekkti sannarlega að.
Verslun Tímamót Reykjavík Blóm Kaup og sala fyrirtækja Fasteignamarkaður Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira