Viðskipti innlent

Bein út­­sending: Ás­­geir og Rann­veig rök­­styðja á­kvörðun nefndarinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, munu fara yfir málin og sitja fyrir svörum á fundinum. Hér mæta þau til fundarins í morgun.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, munu fara yfir málin og sitja fyrir svörum á fundinum. Hér mæta þau til fundarins í morgun. Vísir/vilhelm

Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja ákvörðun sína að halda stýrivöxtum óbreyttum á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30.

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar Seðlabankans og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, munu fara yfir málin og sitja fyrir svörum.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í mporgun að ákveðið hafi verið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan og í vaktinni að neðan. Ef vaktin birtist ekki þá er ráð að endurhlaða síðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×