„Þú getur farið í viðskiptabanka og fengið húsnæðislán á betri kjörum en námslán“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. október 2023 21:31 Alexandra segir vexti hækka sífellt og kallar eftir endurskoðun á kerfinu. arnar halldórsson Hægt er að fá húsnæðislán á betri kjörum en námslán og lántakendum hefur fækkað á síðustu árum. Forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta kallar eftir hugarfarsbreytingu hjá stjórnvöldum. Á skólaárinu 2009-2010 tóku fleiri en tólf þúsund hákólanemar námslán hjá LÍN sem nú er Menntasjóður námsmanna. Síðan þá hefur lántakendum fækkað töluvert. Upplýsingar um lántakendur má finna í ársskýrslum Menntasjóðsins. Ársskýrslan 2021 er sú nýjasta á heimasíðunni. grafík/sara „Það vekur auðvitað upp ýmsar spurningar um hvað er að fara úrskeiðis í þessu stuðningskerfi námsmanna,“ segir Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Endurskoða þurfi menntasjóð námsmanna og þá sér í lagi afborganir af námslánum. Útreikningar sýni að í dag sé hægt að fá fá húsnæðislán á betri kjörum en námslán. Vextir á verðtryggðum námslánum eru fjögur prósent, sem er jafnframt vaxtaþakið, en vextir á verðtryggðum húsnæðislánum í kringum tvö til rúm þrjú prósent. „Það þýðir að þú getur farið í viðskiptabanka og fengið húsnæðislán á betri kjörum en námslán eru á.“ Mikilvægt jöfnunartól Alexandra segir stöðuna lýsa hugsunarvillu um tilgang námslánakerfisins. „Námslán eru auðvitað tól stjórnvalda til að fjárfesta í menntun. Þetta er eitt af okkar mikilvægustu jöfnunartólum og umgjörðin og lagasetningin um lánin þurfa auðvitað að endurspegla það.“ Kallar eftir breytingum Alexandra telur vandann liggja í breytingum sem gerðar voru á námslánakerfinu fyrir þremur árum sem leiddu til síhækkandi vaxta á námslánum. Stjórnvöld þurfi að líta á menntun sem fjárfestingu fyrir samfélagið og hugsa kerfið upp á nýtt. „Markmið stjórnvalda er þarna að fjölga háskólanemum og þarna eru þau með kjörið tækifæri til þess að fjölga þeim með því að bæta menntasjóðinn.“ Samkvæmt lögum um menntasjóð skulu þau endurskoðuð innan þriggja ára frá því að þau komu til framkvæmda og er ráðherra skylt að kynna niðurstöðu þeirrar vinnu núna á haustþingi. Alexandra bindur miklar vonir við að málið verði forgangsmál ráðherra en gagnrýnir að hagaðilum hafi ekki verið hleypt fyrr að borðinu. „Það er fyrst á morgun sem hagaðilum er boðið að ræða málið. það vekur upp ákveðnar áhyggjur að ráðherra eigi að skila sinni endurskoðun á haustþingi og nú sé komin október og þá fyrst er verið að ræða við hagaðila.“ Námslán Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Á skólaárinu 2009-2010 tóku fleiri en tólf þúsund hákólanemar námslán hjá LÍN sem nú er Menntasjóður námsmanna. Síðan þá hefur lántakendum fækkað töluvert. Upplýsingar um lántakendur má finna í ársskýrslum Menntasjóðsins. Ársskýrslan 2021 er sú nýjasta á heimasíðunni. grafík/sara „Það vekur auðvitað upp ýmsar spurningar um hvað er að fara úrskeiðis í þessu stuðningskerfi námsmanna,“ segir Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Endurskoða þurfi menntasjóð námsmanna og þá sér í lagi afborganir af námslánum. Útreikningar sýni að í dag sé hægt að fá fá húsnæðislán á betri kjörum en námslán. Vextir á verðtryggðum námslánum eru fjögur prósent, sem er jafnframt vaxtaþakið, en vextir á verðtryggðum húsnæðislánum í kringum tvö til rúm þrjú prósent. „Það þýðir að þú getur farið í viðskiptabanka og fengið húsnæðislán á betri kjörum en námslán eru á.“ Mikilvægt jöfnunartól Alexandra segir stöðuna lýsa hugsunarvillu um tilgang námslánakerfisins. „Námslán eru auðvitað tól stjórnvalda til að fjárfesta í menntun. Þetta er eitt af okkar mikilvægustu jöfnunartólum og umgjörðin og lagasetningin um lánin þurfa auðvitað að endurspegla það.“ Kallar eftir breytingum Alexandra telur vandann liggja í breytingum sem gerðar voru á námslánakerfinu fyrir þremur árum sem leiddu til síhækkandi vaxta á námslánum. Stjórnvöld þurfi að líta á menntun sem fjárfestingu fyrir samfélagið og hugsa kerfið upp á nýtt. „Markmið stjórnvalda er þarna að fjölga háskólanemum og þarna eru þau með kjörið tækifæri til þess að fjölga þeim með því að bæta menntasjóðinn.“ Samkvæmt lögum um menntasjóð skulu þau endurskoðuð innan þriggja ára frá því að þau komu til framkvæmda og er ráðherra skylt að kynna niðurstöðu þeirrar vinnu núna á haustþingi. Alexandra bindur miklar vonir við að málið verði forgangsmál ráðherra en gagnrýnir að hagaðilum hafi ekki verið hleypt fyrr að borðinu. „Það er fyrst á morgun sem hagaðilum er boðið að ræða málið. það vekur upp ákveðnar áhyggjur að ráðherra eigi að skila sinni endurskoðun á haustþingi og nú sé komin október og þá fyrst er verið að ræða við hagaðila.“
Námslán Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira