Flestir vildu Verzló en Tækniskólinn neyddist til að hafna flestum Lovísa Arnardóttir skrifar 2. október 2023 13:00 Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans segir afar leitt að þurfa að hafna fólki um skólavist. Tækniskólinn Um 6.500 nemendur voru innritaðir í framhaldsskóla í haust, af þeim eru um 4.300 að koma beint úr grunnskóla. Flestir fóru í bók- eða starfsnám. Langflestir, eða 818, hófu nám við Tækniskólann. Alls sóttu 7623 um framhaldsskólavist fyrir haustið. Af þeim voru 4463 umsóknir frá grunnskólanemum sem voru að ljúka grunnskóla. Verzlunarskólinn var vinsælastur en flest þeirra settu hann í fyrsta val og næst flest Tækniskólann. Ekki voru þó allar þær umsóknir samþykktar. Þetta kemur fram í innritunargögnum Menntamálastofnunar. Tækniskólinn er sá skóli sem tekur við flestum nýjum nemendum þetta haustið en alls byrjuðu þar í haust 818 nýir nemendur. Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari, segir þau því miður aldrei geta tekið við öllum sem sækja um. Verst sé þegar ekki sé heldur pláss annars staðar í samskonar nám því fullt sé í iðngreinar þar líka. „Okkur gengur ágætlega að taka inn en getum auðvitað ekki orðið við þeim mikla fjölda sem sækir um. Það hefur fjölgað í Tækniskólanum á undanförnum fimm árum um 400 eða svo en það dugar engan veginn til að verða við eftirspurn í starfs-, iðn- og tækninám,“ segir Hildur og að það sé alltaf á endanum fjármagn, húsnæði og mannskapur sem hafi mest áhrif á það hversu mörgum þau hafna. „Þótt að stjórnvöld séu mjög jákvæð og áfram og það hafi verið lagt meira fé í málaflokkinn, sem snýr að okkur, þá dugar það ekki til,“ segir Hildur. Flestir sem sækja um í Tækniskólann sækja í bygginga- og rafiðnaðgreinar, en Hildur segir líka fleiri sækja um í pípara, múrverk, klæðskera og hársnyrtiiðn sem dæmi. Hún segir það jákvætt að sjá fleiri stúlkur sækja um í skólann en þó er enn mikill meirihluti drengir. „Það gengur ekki eins hratt og við hefjum viljað að fjölga stúlkum. Við reynum að leggja mikið upp úr því að höfða til beggja kynja í allar námsgreinar en á sama tíma og stúlkum fjölgar, fjölgar drengjunum líka. Þannig vex prósentan hægt.“ Hún segist þó sjá eina breytingu og það sé að stelpur komi yngri inn í þær greinar sem oft hefur verið talað um sem hefðbundnar karlagreinar og eins komi drengir fyrr inn í greinar sem sé oft talað um sem hefðbundnar kvennagreinar, eins og klæðskera og kjólasaum. „Það er jákvæð breyting en þetta þyrfti að gerast miklu hraðar.“ Hún segir þann hóp sem hefur nú nám hjá þeim afar fjölbreyttan, það sé breitt aldursbil frá 14 upp í 67 en auk þess taki þau líka inn fjölda nemenda sem eru með einhvers konar sérþarfir á starfsbrautir. Hún segir þau fara bjartsýn inn í árið. „Það er gríðarlega jákvætt hversu margir sækjast í starfs- og tækninám í dag og hvernig sú þróun hefur verið. Það er ofboðslega leiðinlegt að þurfa að synja nemendum um nám sem þeir eiga fullt erindi í, vegna plássleysis, og við vonumst til þess að það blasi við bjartari tímar og nýbygging Tækniskólans verði að veruleika þannig við getum tekið á móti fleirum í toppaðstæðum innan ekki of fárra ára,“ segir Hildur og vísar þar til nýbyggingar í Hafnarfirði þar sem stefnt er á að sameina alla starfsemi skólans. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Sjá meira
Alls sóttu 7623 um framhaldsskólavist fyrir haustið. Af þeim voru 4463 umsóknir frá grunnskólanemum sem voru að ljúka grunnskóla. Verzlunarskólinn var vinsælastur en flest þeirra settu hann í fyrsta val og næst flest Tækniskólann. Ekki voru þó allar þær umsóknir samþykktar. Þetta kemur fram í innritunargögnum Menntamálastofnunar. Tækniskólinn er sá skóli sem tekur við flestum nýjum nemendum þetta haustið en alls byrjuðu þar í haust 818 nýir nemendur. Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari, segir þau því miður aldrei geta tekið við öllum sem sækja um. Verst sé þegar ekki sé heldur pláss annars staðar í samskonar nám því fullt sé í iðngreinar þar líka. „Okkur gengur ágætlega að taka inn en getum auðvitað ekki orðið við þeim mikla fjölda sem sækir um. Það hefur fjölgað í Tækniskólanum á undanförnum fimm árum um 400 eða svo en það dugar engan veginn til að verða við eftirspurn í starfs-, iðn- og tækninám,“ segir Hildur og að það sé alltaf á endanum fjármagn, húsnæði og mannskapur sem hafi mest áhrif á það hversu mörgum þau hafna. „Þótt að stjórnvöld séu mjög jákvæð og áfram og það hafi verið lagt meira fé í málaflokkinn, sem snýr að okkur, þá dugar það ekki til,“ segir Hildur. Flestir sem sækja um í Tækniskólann sækja í bygginga- og rafiðnaðgreinar, en Hildur segir líka fleiri sækja um í pípara, múrverk, klæðskera og hársnyrtiiðn sem dæmi. Hún segir það jákvætt að sjá fleiri stúlkur sækja um í skólann en þó er enn mikill meirihluti drengir. „Það gengur ekki eins hratt og við hefjum viljað að fjölga stúlkum. Við reynum að leggja mikið upp úr því að höfða til beggja kynja í allar námsgreinar en á sama tíma og stúlkum fjölgar, fjölgar drengjunum líka. Þannig vex prósentan hægt.“ Hún segist þó sjá eina breytingu og það sé að stelpur komi yngri inn í þær greinar sem oft hefur verið talað um sem hefðbundnar karlagreinar og eins komi drengir fyrr inn í greinar sem sé oft talað um sem hefðbundnar kvennagreinar, eins og klæðskera og kjólasaum. „Það er jákvæð breyting en þetta þyrfti að gerast miklu hraðar.“ Hún segir þann hóp sem hefur nú nám hjá þeim afar fjölbreyttan, það sé breitt aldursbil frá 14 upp í 67 en auk þess taki þau líka inn fjölda nemenda sem eru með einhvers konar sérþarfir á starfsbrautir. Hún segir þau fara bjartsýn inn í árið. „Það er gríðarlega jákvætt hversu margir sækjast í starfs- og tækninám í dag og hvernig sú þróun hefur verið. Það er ofboðslega leiðinlegt að þurfa að synja nemendum um nám sem þeir eiga fullt erindi í, vegna plássleysis, og við vonumst til þess að það blasi við bjartari tímar og nýbygging Tækniskólans verði að veruleika þannig við getum tekið á móti fleirum í toppaðstæðum innan ekki of fárra ára,“ segir Hildur og vísar þar til nýbyggingar í Hafnarfirði þar sem stefnt er á að sameina alla starfsemi skólans.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Sjá meira