Sprenging og skotbardagi í Ankara Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2023 09:15 Svæðið við innanríkisráðuneytið var girt af í morgun og viðbúnaður er mikill. AP/Ali Unal Maður sprengdi sig í loft við húsnæði innanríkisráðuneytis Tyrklands í Ankara í morgun og annar var felldur í skotbardaga við lögregluþjóna. Tveir lögregluþjónar særðust í átökunum en þingsetning er í Tyrklandi í dag. Sprengingin heyrðist víða en innanríkisráðuneytið er staðsett skammt frá þinghúsi Tyrklands, þar sem Recep Tayyip Erdogan, forseti, á að halda ræðu við þingsetninguna í dag. Ali Yerlikaya, innanríkisráðherra Tyrklands, sagði á X í morgun að lögregluþjónarnir tveir hefðu særst í skotbardaga við annan árásarmannanna. Annar þeirra mun vera alvarlega særður. Þá sagði Yerlikaya að barátta Tyrkja gegn hryðjverkastarfsemi myndi halda áfram þar til síðasti hryðjuverkamaðurinn hefði verið felldur. Myndband úr öryggismyndavél sem sýnir árásina gefur til kynna að fyrri árásarmaðurinn hafi ekki sprengt sig í loft upp, heldur hafi seinni árásarmaðurinn sprengt þann fyrri upp með eldflaugavörpu. Erfitt er þó að segja til um það með vissu. NEW: Ankara attack footage from this morning. #Turkey pic.twitter.com/CshYPAB64H— Rag p Soylu (@ragipsoylu) October 1, 2023 Svæðinu við ráðuneytið hefur verið lokað. Sprengjusveitir hafa í morgun verið að skoða sendiferðabíl sem mennirnir voru á. Here is the footage from a different angle in Ankara attack #Turkey pic.twitter.com/O38Eu8Pyx4— Rag p Soylu (@ragipsoylu) October 1, 2023 Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni í Tyrklandi og yfirvöld hafa ekki sakað neinn um hana enn. Vígamenn Íslamska ríkisins og Verkamannaflokkur Kúrda hefur get árásir í Tyrklandi á undanförnum árum. Um það bil ár er síðan sex féllu og 81 særðist í sprengjuárás kúrdískra hryðjuverkamanna í Istanbúl. The moment of the explosion in Ankara attack pic.twitter.com/4EMgbveL1w— Rag p Soylu (@ragipsoylu) October 1, 2023 Tyrkland Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Sprengingin heyrðist víða en innanríkisráðuneytið er staðsett skammt frá þinghúsi Tyrklands, þar sem Recep Tayyip Erdogan, forseti, á að halda ræðu við þingsetninguna í dag. Ali Yerlikaya, innanríkisráðherra Tyrklands, sagði á X í morgun að lögregluþjónarnir tveir hefðu særst í skotbardaga við annan árásarmannanna. Annar þeirra mun vera alvarlega særður. Þá sagði Yerlikaya að barátta Tyrkja gegn hryðjverkastarfsemi myndi halda áfram þar til síðasti hryðjuverkamaðurinn hefði verið felldur. Myndband úr öryggismyndavél sem sýnir árásina gefur til kynna að fyrri árásarmaðurinn hafi ekki sprengt sig í loft upp, heldur hafi seinni árásarmaðurinn sprengt þann fyrri upp með eldflaugavörpu. Erfitt er þó að segja til um það með vissu. NEW: Ankara attack footage from this morning. #Turkey pic.twitter.com/CshYPAB64H— Rag p Soylu (@ragipsoylu) October 1, 2023 Svæðinu við ráðuneytið hefur verið lokað. Sprengjusveitir hafa í morgun verið að skoða sendiferðabíl sem mennirnir voru á. Here is the footage from a different angle in Ankara attack #Turkey pic.twitter.com/O38Eu8Pyx4— Rag p Soylu (@ragipsoylu) October 1, 2023 Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni í Tyrklandi og yfirvöld hafa ekki sakað neinn um hana enn. Vígamenn Íslamska ríkisins og Verkamannaflokkur Kúrda hefur get árásir í Tyrklandi á undanförnum árum. Um það bil ár er síðan sex féllu og 81 særðist í sprengjuárás kúrdískra hryðjuverkamanna í Istanbúl. The moment of the explosion in Ankara attack pic.twitter.com/4EMgbveL1w— Rag p Soylu (@ragipsoylu) October 1, 2023
Tyrkland Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira