Hvalveiðivertíð lokið og 24 hvalir veiddir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. september 2023 19:01 Vertíðin hófst í upphafi mánaðar eftir að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði fram ákvörðun sína um að leyfa hvalveiðar á ný með hertum skilyrðum. Vísir/Vilhelm Hvalveiðivertíð er nú lokið en 24 hvalir voru veiddir þá 24 daga sem hún stóð yfir. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 eru nú komin í land með þrjár langreyðar. Þetta staðfesti Kristján Loftsson forstjóri Hvals við Morgunblaðið. Kristján hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum fréttastofu til að ná tali af honum í dag. Spurningar um hvort vertíðinni væri lokið voru á lofti í dag eftir að aðgerðarsinninn Katrín Oddsdóttir birti færslu á Facebook-síðu sína um að svo væri. „Mikið vona ég að þar með hafi síðasta langreyðurin verið veidd fyrir fullt og allt,“ segir hún í færslunni. Alls voru 24 langreyðar veiddar á vertíðinni, í samanburði við 148 á vertíðinni í fyrra. Í september á síðasta ári veiddust 38 langreyðar. „Þeir skjóta sem þora“ Veiðar Hvals 8 voru stöðvaðar á dögunum eftir að veiðimenn hæfðu langreyð „utan tilgreinds marksvæðiðs“ með þeim afleiðingum að dauðastríð dýrsins varð lengra en ella. Um það bil 30 mínútur liðu þar til dýrið var skotið aftur eftir misheppnaða fyrstu tilraun. Þá var greint frá því síðustu helgi að nær fullvaxta kálfur hefði verið dreginn úr langreyði sem var drepin á föstudag. Í nýrri reglugerð matvælaráðherra um veiðarnar segir að ekki megi skjóta hvali sem kálfar fylgja. „Þeir skjóta sem þora,“ sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið um mögulega stjórnvaldssekt vegna málsins. Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Telja að rafmagn hefði skipt sköpum í dauðastríði hvals Skipstjóri Hvals 8 telur að dauðastríð hvals, sem entist í um 25 mínútur og varð til þess að veiðar skipsins voru tímabundið stöðvaðar, hefði verið mun styttra ef nota mætti rafmagn við hvalveiðar. 21. september 2023 14:38 Kálfurinn dreginn úr móðurkviði nánast fullvaxta Kálfur sem dreginn var úr kelfdri langreyði sem áhöfnin á Hval 9 veiddi í gær var nálægt því að vera fullvaxta. Líffræðingur segir nánast enga leið að sjá hvort dýrin séu kelfd en segir myndir af hvalverkuninni sláandi. Matvælastofnun telur engar reglur hafa verið brotnar. 23. september 2023 14:18 „Þeir skjóta sem þora“ segir Kristján um mögulega stjórnvaldssekt Matvælastofnun skoðar nú að leggja stjórnvaldssekt á Hval hf. vegna fráviks við veiðar Hvals 8. „Þeir skjóta sem þora,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals, um mögulega sektargerð. 25. september 2023 06:37 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Þetta staðfesti Kristján Loftsson forstjóri Hvals við Morgunblaðið. Kristján hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum fréttastofu til að ná tali af honum í dag. Spurningar um hvort vertíðinni væri lokið voru á lofti í dag eftir að aðgerðarsinninn Katrín Oddsdóttir birti færslu á Facebook-síðu sína um að svo væri. „Mikið vona ég að þar með hafi síðasta langreyðurin verið veidd fyrir fullt og allt,“ segir hún í færslunni. Alls voru 24 langreyðar veiddar á vertíðinni, í samanburði við 148 á vertíðinni í fyrra. Í september á síðasta ári veiddust 38 langreyðar. „Þeir skjóta sem þora“ Veiðar Hvals 8 voru stöðvaðar á dögunum eftir að veiðimenn hæfðu langreyð „utan tilgreinds marksvæðiðs“ með þeim afleiðingum að dauðastríð dýrsins varð lengra en ella. Um það bil 30 mínútur liðu þar til dýrið var skotið aftur eftir misheppnaða fyrstu tilraun. Þá var greint frá því síðustu helgi að nær fullvaxta kálfur hefði verið dreginn úr langreyði sem var drepin á föstudag. Í nýrri reglugerð matvælaráðherra um veiðarnar segir að ekki megi skjóta hvali sem kálfar fylgja. „Þeir skjóta sem þora,“ sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið um mögulega stjórnvaldssekt vegna málsins.
Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Telja að rafmagn hefði skipt sköpum í dauðastríði hvals Skipstjóri Hvals 8 telur að dauðastríð hvals, sem entist í um 25 mínútur og varð til þess að veiðar skipsins voru tímabundið stöðvaðar, hefði verið mun styttra ef nota mætti rafmagn við hvalveiðar. 21. september 2023 14:38 Kálfurinn dreginn úr móðurkviði nánast fullvaxta Kálfur sem dreginn var úr kelfdri langreyði sem áhöfnin á Hval 9 veiddi í gær var nálægt því að vera fullvaxta. Líffræðingur segir nánast enga leið að sjá hvort dýrin séu kelfd en segir myndir af hvalverkuninni sláandi. Matvælastofnun telur engar reglur hafa verið brotnar. 23. september 2023 14:18 „Þeir skjóta sem þora“ segir Kristján um mögulega stjórnvaldssekt Matvælastofnun skoðar nú að leggja stjórnvaldssekt á Hval hf. vegna fráviks við veiðar Hvals 8. „Þeir skjóta sem þora,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals, um mögulega sektargerð. 25. september 2023 06:37 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Telja að rafmagn hefði skipt sköpum í dauðastríði hvals Skipstjóri Hvals 8 telur að dauðastríð hvals, sem entist í um 25 mínútur og varð til þess að veiðar skipsins voru tímabundið stöðvaðar, hefði verið mun styttra ef nota mætti rafmagn við hvalveiðar. 21. september 2023 14:38
Kálfurinn dreginn úr móðurkviði nánast fullvaxta Kálfur sem dreginn var úr kelfdri langreyði sem áhöfnin á Hval 9 veiddi í gær var nálægt því að vera fullvaxta. Líffræðingur segir nánast enga leið að sjá hvort dýrin séu kelfd en segir myndir af hvalverkuninni sláandi. Matvælastofnun telur engar reglur hafa verið brotnar. 23. september 2023 14:18
„Þeir skjóta sem þora“ segir Kristján um mögulega stjórnvaldssekt Matvælastofnun skoðar nú að leggja stjórnvaldssekt á Hval hf. vegna fráviks við veiðar Hvals 8. „Þeir skjóta sem þora,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals, um mögulega sektargerð. 25. september 2023 06:37