Á láni hjá Víði og Vestra: Bjórinn frír og þagnarskylda um samninginn Valur Páll Eiríksson skrifar 29. september 2023 15:01 Joey Drummer verður í yfirvinnu í Laugardalnum um helgina. vísir/vilhelm Jóhann D. Bianco, einnig þekktur sem Joey Drummer, mun hafa í nógu að snúast um helgina. Það liggur við að hann flytji lögheimili sitt í Laugardal þar sem hann mun halda stemningunni uppi á tveimur úrslitaleikjum á föstudag og laugardag. Jóhann er Keflvíkingur og hefur vakið athygli fyrir trommutakta sína í stúkunni bæði í heimabænum sem og með Tólfunni, stuðningssveit íslenska landsliðsins. Hann var meðal annars í forsvari fyrir Tólfuna í kringum stórmótin tvö hjá karlalandsliðinu á EM 2016 og HM 2018 og hélt þar uppi stemningu. Hann verður í fullu fjöri um helgina þar sem hann verður í stúkunni bæði á úrslitaleik Fótbolta.net-mótsins milli Víðis í Garði og KFG, sem og úrslitaleiks Vestra og Aftureldingar um sæti í Bestu deild karla að ári. „Ég fékk tvö símtöl sama daginn frá bæði Víði og Vestra og rann blóðið til skyldunnar, hafandi mikla tengingu við báða klúbba. Svo ég ákvað að slá til. Það viðrar vel til loftárása,“ „Við hlöðum í gott pepp og ætlum að skila báðum liðum yfir endalínuna og koma þeim í fyrirheitna landið,“ segir Jóhann sem á tengingu við Garðinn, enda Keflvíkingur. „Maður á marga vini þarna í Garðinum og spilaði aðeins með Víði í gamla daga og hef nú hjálpað þeim áður að komast upp um deild með Puma-sveitinni sálugu,“ segir Jóhann. Mikil tengsl vestur Þá á hann einnig tengsl vestur. Bæði í gegnum fjölskyldu og við þjálfara liðsins. „Uppeldisfaðir minn úr Keflavík flutti vestur fyrir mörgum árum síðan. Hann hefur verið í stjórn Vestra og Viktor (Júlíusson) litli bróðir minn spilað með liðinu í mörg ár. Sammi formaður var svo einn af þeim allra fyrstu sem ég kynntist þarna á Ísafirði þegar ég fór þangað sem ég unglingur,“ „Við Davíð Smári, þjálfari liðsins, höfum svo þekkst lengi. Ég kíki þarna með einhverjum vinum hans, nokkrum Kórdrengjafolum,“ segir Jóhann. „Ölbertinn“ minnsta vesenið Jóhann kveðst hafa fengið útkall frá báðum liðum. Fara þá af stað strangar samningaviðræður? „Það fylgir þessu. Ég held ég sé búinn að fylgja öllum liðum á Suðurnesjunum upp um deild, nema kannski Grindavík. Maður hefur farið víða og verið ákveðinn málaliði. Enda alltaf hjálpsamur með afbrigðum og maður vill láta gott af sér leiða,“ segir Jóhann en hvað fá menn þá fyrir? „Það er bara á milli manna. Það er heiðursmannasamkomulag, segir Jóhann. En hann hlýtur þá að drekka frítt? „Ég held að ölbertinn verði ekkert vesen. Það er minnsta vesenið í þessu.“ Úrslitaleikur Fótbolti.net bikarsins milli Víðis og KFG er klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Úrslitaleikur Lengjudeildarinnar milli Vestra og Aftureldingar er klukkan 16:00 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Vestri Lengjudeild karla Fótbolti Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Jóhann er Keflvíkingur og hefur vakið athygli fyrir trommutakta sína í stúkunni bæði í heimabænum sem og með Tólfunni, stuðningssveit íslenska landsliðsins. Hann var meðal annars í forsvari fyrir Tólfuna í kringum stórmótin tvö hjá karlalandsliðinu á EM 2016 og HM 2018 og hélt þar uppi stemningu. Hann verður í fullu fjöri um helgina þar sem hann verður í stúkunni bæði á úrslitaleik Fótbolta.net-mótsins milli Víðis í Garði og KFG, sem og úrslitaleiks Vestra og Aftureldingar um sæti í Bestu deild karla að ári. „Ég fékk tvö símtöl sama daginn frá bæði Víði og Vestra og rann blóðið til skyldunnar, hafandi mikla tengingu við báða klúbba. Svo ég ákvað að slá til. Það viðrar vel til loftárása,“ „Við hlöðum í gott pepp og ætlum að skila báðum liðum yfir endalínuna og koma þeim í fyrirheitna landið,“ segir Jóhann sem á tengingu við Garðinn, enda Keflvíkingur. „Maður á marga vini þarna í Garðinum og spilaði aðeins með Víði í gamla daga og hef nú hjálpað þeim áður að komast upp um deild með Puma-sveitinni sálugu,“ segir Jóhann. Mikil tengsl vestur Þá á hann einnig tengsl vestur. Bæði í gegnum fjölskyldu og við þjálfara liðsins. „Uppeldisfaðir minn úr Keflavík flutti vestur fyrir mörgum árum síðan. Hann hefur verið í stjórn Vestra og Viktor (Júlíusson) litli bróðir minn spilað með liðinu í mörg ár. Sammi formaður var svo einn af þeim allra fyrstu sem ég kynntist þarna á Ísafirði þegar ég fór þangað sem ég unglingur,“ „Við Davíð Smári, þjálfari liðsins, höfum svo þekkst lengi. Ég kíki þarna með einhverjum vinum hans, nokkrum Kórdrengjafolum,“ segir Jóhann. „Ölbertinn“ minnsta vesenið Jóhann kveðst hafa fengið útkall frá báðum liðum. Fara þá af stað strangar samningaviðræður? „Það fylgir þessu. Ég held ég sé búinn að fylgja öllum liðum á Suðurnesjunum upp um deild, nema kannski Grindavík. Maður hefur farið víða og verið ákveðinn málaliði. Enda alltaf hjálpsamur með afbrigðum og maður vill láta gott af sér leiða,“ segir Jóhann en hvað fá menn þá fyrir? „Það er bara á milli manna. Það er heiðursmannasamkomulag, segir Jóhann. En hann hlýtur þá að drekka frítt? „Ég held að ölbertinn verði ekkert vesen. Það er minnsta vesenið í þessu.“ Úrslitaleikur Fótbolti.net bikarsins milli Víðis og KFG er klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Úrslitaleikur Lengjudeildarinnar milli Vestra og Aftureldingar er klukkan 16:00 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Vestri Lengjudeild karla Fótbolti Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira