Umfjöllun: Afturelding - Vestri 0-1 | Vestri með lið í efstu deild í fyrsta skipti í 40 ár Hjörvar Ólafsson skrifar 30. september 2023 18:41 Vladimir Tufegdzic fór af velli í hálfleik fyrir Iker Hernandez Ezquerro sem skoraði sigurmarkið í framlengingunni. Hafliði Breiðfjörð Vestri lagði Aftureldingu að velli með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í hreinum úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni á Laugardalsvelli í kvöld. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma en það var Iker Hernandez Ezquerro sem tryggði Vestra sæti í deild þeirra bestu með marki sínu undir lok fyrri hluta framlengingarinnar. Sergine Modou Fall sendi þá snotra utanfótarsendingu á Iker Hernandez Ezquerro sem kláraði færið af stakri prýði. Róðurinn þyngdist enn frekar fyrir Aftureldingu þegar Andra Frey Jónassyni, framherja Mosfellinga var vísað af velli með rauðu spjaldi skömmu fyrir lok fyrri hluta framlengingarinnar. Andri Freyr stjakaði þá við Morten Ohlsen Hansen og var sendur í snemmbúna sturtu. Vestfirðir eiga nú fulltrúa í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta skipti í 40 ár en þá var ÍBÍ í deild þeirra bestu. Lengjudeild karla Vestri Afturelding
Vestri lagði Aftureldingu að velli með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í hreinum úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni á Laugardalsvelli í kvöld. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma en það var Iker Hernandez Ezquerro sem tryggði Vestra sæti í deild þeirra bestu með marki sínu undir lok fyrri hluta framlengingarinnar. Sergine Modou Fall sendi þá snotra utanfótarsendingu á Iker Hernandez Ezquerro sem kláraði færið af stakri prýði. Róðurinn þyngdist enn frekar fyrir Aftureldingu þegar Andra Frey Jónassyni, framherja Mosfellinga var vísað af velli með rauðu spjaldi skömmu fyrir lok fyrri hluta framlengingarinnar. Andri Freyr stjakaði þá við Morten Ohlsen Hansen og var sendur í snemmbúna sturtu. Vestfirðir eiga nú fulltrúa í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta skipti í 40 ár en þá var ÍBÍ í deild þeirra bestu.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti